Feykir


Feykir - 07.06.2007, Page 6

Feykir - 07.06.2007, Page 6
6 Feylcir 22/2007 Glæsileg opnun Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi_ Textíll í Heimilisiðnaðarsafmnu Ungir tónlistarnemendur settu svip sinn á opnun Sumarsýningar Heimilisiónaóarsafnsins Þann 2. júní sl. Systkinin Benedikt og Elínborg Ágústsbörn og systurnar Margrét og Guðlaug Þorsteinsdætur léku við upphaf og í lok athafnarinnar. Aó þessu sinni mun listakonan Hildur Bjarnadóttir sýna í safninu en Hildur er handhafi Sjónlistaverðlaunanna 2006. í ávarpsorðum Elínar Sigurð- ardóttur, forstöðukonu safnsins, kom ífam að þessi árvissi atburður í starfi Heimilisiðnaðarsafnsins, að opna nýja listsýningu vekti athygli, gæfi safirinu aukið vægi og fjölbreytileika auk þess að skapa umfjöllun. Það væri einnig ljóst að safnið væri farið að auglýsa sig sjálft ekki aðeins innanlands heldur væri einnig algengt að erlendir safiigestir hefðu ffétt af safninu frá vinum eða frændfólki. Hildur Bjamadóttir, sem nú sýnir í safninu, er fædd í Reykjavík árið 1969. Hildur stundaði myndlistarnám við Textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Islands og fram- haldsnám við Pratt Institute í New York. Hildur heftir haldið fjölda einkasýninga á íslandi og í Bandaríkjunum, auk þess að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim. Hildur vinnur gjarnan með textíl sem uppistöðu í verk sín og hefúr vakið athygli fyrir verk þar senr textílhefðin, í víðu sam- hengi, hefúr verið henni huglæg. I þessari sýningu sækir hún í tákn og aðferðir fortíðarinnar og setur í samhengi við nútímann, listina og samfélagið. Er þetta vel við hæfi á Blönduósi þar sem vel er haldið utan um forsöguna og hún tengd lífi fólks í samtímanum. I máli Hildar kom ffam að nauðsynlegt væri að gestir sýningarinnar kynntu sér vel titil verkanna til að sk)irja betur þann bakgrunn sem liggur í gerð þeirra. Hildur á það til að rekja upp málarastriga og hekla örðuvísi undirstöðu - einnig að mála þræðina áður en verkið er ofið. I orkieruðu verki þar sem efhiviðurinn er hörþráður og málning, verður til litskrúðugt og munstrað verk og vísar til handverkshefðar kvenna frá fyrri tíð. Verk Hildar geta allt að Odíö hús í Menntaskólanum á Akureyri laugardaginn 9. júní klukkan 14-16. Þar verður kynning fyrir væntanlega nýnema á náminu í skólanum og öðru sem fylgir því að vera í MA. Einnig verða til viðtals námsráðgjafar, brautastjórar og nemendur. Foreldrar og forráðamenn velkomnir líka. Skólameistari því litið út fyTÍr að vera ofúr hversdagsleg en ef forsagan er skoðuð kemur í ljós að gríðarleg vinna liggur á bak við hvert verk. Lítilfjögurraárasnót,ElínSara Richter færði listakonunni blóm, það gerði einnig Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri, sem óskaði safúinu og listakonunni til hamingju með opnun þessarar einstöku sýningu - en allar einkasýningar safnsins hafa verið afar ólíkar frá ári til árs og mjög metnaðarfullar. Skólastjóri Grunnskólans á Blönduósi, Þórhalla Guðbjarts- dóttir opnaði sýninguna. Sagði hún það hafa verið mjög ánægjulegt að fá Hildi í heim- sókn til 9. og 10. bekkjar skólans en fjrir utan það að spjalla við nemendur gerði Hildur portett með límrúllustrimli af hverjum nemenda sem er síðan límt á plexígler. Fyrir utan árvissar heimsóknir nemenda 5. bekkjar frá öllum skólum héraðsins í Heimilisiðnaðarsafnið hefur færst í vöxt að nemendur sem eru í textíl valáföngunr í Grunnskólanum á Blönduósi komi í safnið og nýti sér þá uppsprettu senr þar er að finna til fróðleiks og menntunar. Að lokunr þáðu gestir, sem voru á milli 50-60 manns kaffi og kleinur í boði safnsins. Sundlaug Sauðárkróks á 50 ára afmæli þann 11. júní Sund í 50 ár Sundlaug Sauðárkróks var vígð í blíðviðri þann 11. júní 1957. Framkvæmdastjóri laugarinnar var Guðjón Ingimundarson og sagði hann við það tækifæri að þetta væri einungis fýrsti kafli í sögu uppbyggingar sundlaugarmannvirkis á Sauðárkróki. Haldið verður upp á fimmtíu ára afmæli laugarinnar mánudaginn 11. júní. I ræðu sinni sagði Guðjón að næsti áfangi yrði að byggja tveggja hæða byggingu senr síðar reis í kringum 1970 og hýsir búningsaðstöðu sundgesta. Þriðja áfanga átti síðan að fara í og hefur ekki enn verið gert en það var að byggja yfir laugina senr alltaf átti að vera innilaug. Sagði Guðjón -Eins og allir sjá yrði það mikið hús enda væra hér þá risinn upp sundhöll, er allir ættu að vera ánægðir með og þá sköpuð hin bestu skilyrði til sunds allt árið. Fjögur ár tók að byggja sundlaugina sjálfa og kemur fram í ræðu Guðjóns að kostnaður við sundlaugina hafi verið um 700 þúsund krónur. Við vígsluna syntu fjögur börn vígslusundið það voru. Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Brit Bielvedt, Bjarni Jónsson og Erling Örn Pétursson, sem nú er látinn. Afmælinu verður fagnað á ýmsan hátt en um helgina verður frítt í sund og eru bæjarbúar og gestir hvattir til þess að skella sér í sund. Þá verður fastagestum boðið í kaffi og með því á sjálfan afmælisdaginn.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.