Feykir


Feykir - 07.06.2007, Page 9

Feykir - 07.06.2007, Page 9
22/2007 Feyklr 9 Grunnskólinn á Blönduósi í sveitinni hjá Sigurbirni Krakkarnir skrifa Feykir heimsótti 7. - 9. bekk grunnskólans á Blönduósi á Vordögum þeirra. I framhaldinu unnu krakkarnir fjölmiðlatengd verkefni og gáfu út skólablað. Skólablaðið þeirra heitir Blöndungur og er glæsilegt rit. Feykir fékk leyfi til þess að birta hér hluta af skólablaði krakkanna. Hestamennska a Blonduosi Hestaiðkun unglinga Hestamennska er mjög vinsæl á Blönduósi hjá öllum aldurshópum. í boði eru námskeið f)TÍr unglinga á veturna og nokkur mót og það eru ansi nrargir unglingar sem taka þátt í því, bæði frá Blönduósi og úr sveitunum í kring. Svo er auðvitað alltaf árlega stórsýningin, þar sem krakkarnir í námskeiðunum sýna atriði sem þau hafa æft. Flestir em með hestana sína í Arnargerði, sem er hesthúsahverfið, en þar eruum 13 húsogreiðhöll. Núna er líka verið að byggja nýjan skeiðvöll, sem ætti að vera hægt að nota mjög bráðlega, því þar er kynbótasýning 5. júní næstkomandi. Heilbrigðisstofnunin Blönduósi Stærsta sjúkrahús sýsl- unnar■enda Tekið varviðtal við Sveinfríði Sigurpálsdóttur hjúkrunarforstjóra Heilbrigðisstofnun arinnar á Blönduósi sem hefur unnið við stofnunina ff á 1973, hún tók reyndar 2 ára hlé en vinnur þar enn ídag. Við ræddunr við hana um starf hennar á sjúkrahúsinu og um sjúkrahúsið almennt. Sveinfnður situr í framkvæmdarstjórn sjúkrahússins. Hún sagði okkur að á sjúkrahúsinu vinni 75 manns sem það eina sinna ýmsum störfúm. Sumir sinna þ\í að lækna þá sjúku á meðan aðrir sinna þeim gömlu. Við hér á Blönduósi erum ekkert smá heppin að hafa þessa stofnun hér því þetta er stærsti vinnustaður bæjarins. Nánari upplýsingar urn sjúkrahúsið er að finna á heimasíðu þess hsb.iseru unr 13 hús og reiðhöll. Núna er líka verið að byggja nýjan skeiðvöll, sem ætti að vera hægt að nota mjög bráðlega, því þar er kynbótasýning 5. júní næstkomandi. Vorferð 7. - 9. bekkjar Ferðinni heitið að Laxárvatni Dagana 29. maí -1. júní voru svokallaðir “Vordagar” í Grunn- skólanum á Blönduósi og þar af leiðandi var farið í vorferð. 30. maí kl. 8 fóru 7.— 9. bekkur af stað í sína vorferð og var ferðinni heitið að Laxárvatni til að veiða. Þegar mætt var á svæðið var fólk ekkert að slóra og hóf að taka til veiðistangirnar og beitu. Ekki voru allir með veiðistangir en þeir fengu bara að prufa hjá öðrum ef þeir vildu. Nokkrir nemendur fengu að fara út á bát með Guðjóni fræðslustjóra að kanna netið hans eða bara til að skemmta sér og var rnikið sungið um borð. í landi voru Berglind, Lára og Sigríður duglegar við að grilla aflann sem krakkarnir, Guðjón, Ásgeir og Óli Ben. veiddu og fengu nemendur því að srnakka gómsætan, ferskan fisk. Um 11 leytið var veiðinni hætt og haldið í Húnavallaskóla þar sem að farið var í fatasund. í fatasundinu var mikið glens og var til dæmis keppt í koddaslag svo eitthvað sé nefnt. Þegar klukkan nálgaðist eitt var krökkunum smalað upp úr lauginni og haldið heim á leið. Flestir voru dauðþreyttir það sem eftir lifði dags enda fjörug og vel heppnuð ferð að baki. Erla, Jóhanna, Guðrún ogAndrea Kjalfell____ Fjölbreytt fyrirtæki Rúnar Örn Guðmundsson er 27 ára karlmaður sem vinnur í Kjalfelli, Efstubraut 2, við smur- og hjólbarðaþjónustu. Konan hans heitir Rannveig Rós Bjarna- dóttir og eiga þau tvær dætur. Þau keyra urn á rauðum, upphækkuðum Land Cruiser. Rúnar og bróðir hans, Kristján Blöndal, stofnuðu fýrir- tækið Kjalfell sumarið 2005. Rúnar vaknar um klukkan 6-8 á morgnana en það er mjög rnikið að gera í Kjalfelli á daginn. Fyrirtækið gerði samning við ESSO eða núverandi N1 um smurstöð, ný rafrnagnsþ'ffa keypt og einnig ný rafmagnshurð. Kjalfell er einnig með tölvuþjónustu og raf- tækjaverslun sem er staðsett á Húnabraut 19. Kjalfell smíðar til dærnis kerrur, sér um bílaviðgerðir, stillingar á heimilistækjum (sjónvarpsgræjum), uppsetningar á gervi- hnattabúnaði og fleira. Fyrirtækið styrkir Ung- mennafélagið Hvöt og mörg önnur félög og fyrirtæki. Kristján Blöndal vinnurí tölvuþjónustunni en hann tekur að sér að laga tölvur og setja upp heimasíður til dæmis fyrir Hvöt og eru þeir líka með síðuna kjalfell.is en það er náttúrulega síðan þeirra en þar getið þið fengið upplýsingar ef þið hafið áhuga. Stefán, Agnar, Kristinn J ogHilmar Bændur í einn dag Svanur, Grímur og Benni lögðu land undir fót og héldu í sveitina til Sigurbjörns, nánar tiltekið á bæinn Hvamm í Langadal. Bóndinn á bænum tók fagnandi á móti þeim en hann heitir Gauti Jónsson. Gauti er fæddur árið 1955 í Gautsdal og hefur verið bóndi í 24 ár eða allt frá árinu 1983. Gauti á fjögur börn sem eru: Sigurbjörn Viðar, Jón Gauti, Elín Valgerður og Runólfur Bjarni. Þegar komið var á áfangastað héldu Benni og Svanur út í fjós þar sem eru 24 mjólkurkýr. Síðan fóru strákarnir út í fjárhús til að gefa borna fénu og brynna þeim en á bænum er 250 kinda tjárhús. Síðan fóru þeir upp til nautanna til að gefa þeim og brynna kálfunum. Þar gerðist margt fýndið eins og að Svanur datt á hjólbörur og Benni datt af hestbaki. Eftir þessi verk tóku drengirnir viðtal við stórbóndann Gauta Jónsson. Þeir spurðu hann í upphafi hvort að hann hafi lært að verða bóndi? Hann svaraði: - neihh og sagði hann að þetta var meðfætt og var hann stoltur þegar hann sagði þessi orð. Sauðburðurinn hjá þeirn er í fullum gangi en er minni heldur en var fýrir einni viku en alls hafa dáið 23 lömb þetta vorið. Það hefúr aðeins verið einn krakki í sveit hjá þeim og heitir hann Svanur Ingi en þau höfðu áður haft vinnumann sem heitir Björn ávallt, kallaður Bjössi. Gauti vildi ekki tjá sig um hvaða stjórnmálaflokk hann styður en það eina sem hann gaf upp er að hann er mjög nálægt miðjunni og er þá væntanlega miðjumaður. Gauti fer á fætur klukkan hálfsjö og byrjar að vinna á fullu klukkan 7. Þegar Gauti var spurður um hvert hans lífsmottó væri, voru orð hans: Það má andskotinn vita! og fleira hafði hann ekki að segja. En hvar var Grímur? Svanur, Benjamín, Sigurbjörn og Grímur Spurningin! Hvar ætlar þú að vinna í sumar og ef þú ætlar ekki að vinna hvað ætlar þú þá að gera? Hildur Björg Vilhjálmsdóttir. - Ég ætla að vinna sem flokkstjórí í unglingavinnunni á Blönduósi. Ingvi Þór Guðjónsson - Ég ætla að vinna á sjúkrahúsinu við að gera alls konarhluti. Jón Kristjánsson. - Ég ætla helst að vinna ekki neitt og hvíla mig mjög vel. Garðar Freyr Skúlason. - Ég ætla að vinna í sumarvinnunni á Blönduósi. Erla ísafold Sigurðardóttir - Ég ætla að vinna í Sektarinnheimtunni og vera alla vega einn mánuð í sumarfríi.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.