Feykir


Feykir - 07.06.2007, Qupperneq 11

Feykir - 07.06.2007, Qupperneq 11
22/2007 Feykir 11 'liiiiia Hjiirk Ingvam ( ÚR ELDHÚSI LESENDA ) Uppskriftir frá Bjarneyju og Pétri Ýsupottréttur Bjarney Alda Benediktsdóttir og Pétur Sigvaldason bændur á Torfustöóum, deila að þessu sinni uppskriftum sínum með lesendum Feykis. Þau Bjarney og Pétur skora á bændurna Vigdísi og Sigtrygg á Litlu-Ásgeirsá í Víðidal að koma með næstu uppskriftir Forréttur Lárperur með fyllingu 2 mjúkar lárperur Skinkufylling; 150 gr. skinka 1 laukur 100 gr. sýrður rjómi Pipar eftir smekk Saxið skinku og lauk og blandið sýrðum rjóma saman við, eða setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Fyllingunni skipt á fjóra lárperuhelminga. Skreytt með steinselju eða dilli og sítrónusneiðum. Lárperurnar má líka fylla með fetaosti. Einfalt og fljótlegt. Aðalréttur Ýsu-pottréttur 800 gr. ýsuflök 250 gr. rækjur 1 laukur Vz sellerí V2 blaðlaukur 150 gr. sveppir 1 grœn paprika 1 rauð paprika. V2 dós ananasbitar + safi 1 V2 dl. matreiðslurjómi 150 gr. rjómaostur 1 tsk. paprikuduft 1 tsk. karrý 1 fiskiteningur Saltogpipar Olía til steikingar Steikið grænmetið og krydd- ið síðan. Bætið ananas útí ásamt safa og látið krauma smástund. Þá er rjórna og rjómaosti bætt út í og látið jafnast. Fiskurinn skorinn í litla bita og settur á pönnuna. Látið krauma í 8-10 mín. Rækjurnar settar í, í lokin og látið malla í um 2 mín. Berið fram með hrísgrj- ónum, brauði og fersku salati. Eftirréttur Rabarbara- eplakaka 500 gr. rabarbari 2 stk. epli 1 dl. sykur 1 plata karamellufyllt Síríussúkkulaði Deig: 1 dl. hveiti 1 dl. haframjöl 1 dl. sykur 100 gr. smjör möndluspænir Skerið rabarbara og epli í bita og setjið í eldfast mót. Blandið sykri saman við, grófsaxið súkkulaðið og dreifið yfir. Hnoðið saman hveiti, sykri.haframjöli og smjöri og myljið yfir rabarbarann og eplin. Dreifið möndlu- spæninum yfir (ef vill). Bakið við 175-200°Cí 20-30 mín. Berið fram volgt með ís eða þeyttum rjóma. Verði ykkur að góðu! V iðurkenmngarskja' "f\T smáauglýsingar... Svefnsófí Kerra óskast Móðuhreinsun Tilsölu 3ja marma svefnsófi, 2ja ára. Óska eftir að kaupa létta kerru fyrir milli glerja Verð 10.000 kr. byggingarvinnuna ofl. Ódýr, einföld og varanleg lausn. Uppl. ísíma 453-6265/820-7900 Uppl. ísíma 453-6265/820-7900 Verð á ferðinni frá 25-28 maí. Upplýsingar veitir MagnúsMár i síma 899-4665. Sendið smáauglýsingar til birtingar á feykir@nyprent.is Er eitthvað að frétta? Feykir Hafðu samband - Síminn er 455 7176 Bekkurinn fékk 25 þús- und krónur í verðlaun Tinna Björk með viðurkenningarskjalið sitt. Tinna Björk vann teiknisamkeppni Þanrt 27. september 2006 var alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn haldinn í um 50 löndum. Þetta var í sjöunda skipti sem hann er haldinn hátíðlegur, hér undir kjörorðinu ,,Holl mjólk og heilbrigðir krakkar”. Krakkar í 4. bekk grunnskóla um allt land tóku þátt í teiknisamkeppni í tilefni þessa og kom það í ljós fyrir stuttu síðan að Tinna Björk Ingvarsdóttir úr Árskóla var ein af tíu sigunægurum keppninnar. Það var Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins sem hélt þessa keppni í tilefni alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Tinna Björk fékk að vita fyrir ekki svo löngu að hún hefði hlotið verðlaun fyrir myndina sem hún teiknaði, en bekkurinn hennar hlýtur samtals 25 þúsund krónur fyrir, sem munu renna beint í bekkjarsjóð. „Það verður svo ákveðið í haust hvað gera skal við peninginn”, sagði Sigurlaug Konráðsdóttir, umsjónarkennari bekkjarins, en hún var í þann mund að fara að afhenda Tinnu verðlaunaskjal sem hún hlaut fyrir árangurinn. Þar sem svona langt er liði frá því að krakkarnir teiknuðu myndirnar, gat Tinna ekki sagt okkur hvernig myndin sín hefði verið, því hún einfaldlega mundi það ekki. Einnig var Tinna spurð hvað hana langaði til að gera við peninginn, „Ég veit það ekki. Ætla bara að spyrja krakkana í haust og fá hugmyndir frá þeim.” Sigurmyndir keppninnar fara á veggspjald sem mun hafa það hlutverk að kynna alþjóðlega skólamjólkurdaginn og mun nrynd Tinnu birtast innan fárra daga á vefnum www.skolamjolk.is

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.