Feykir


Feykir - 21.06.2007, Blaðsíða 4

Feykir - 21.06.2007, Blaðsíða 4
4 Feykir 24/2007 Frá Lionsklúbbi Skagastrandar Vígsla hringsjár á Skagaströnd Lionsklúbbur Skagastrandar vígði nýja hringsjá á Spákonufellshöfða 17. júní sl. Gerð hringsjárinnar er fyrsta verkefni sem Lionsklúbburinn réðst í og var ákvörðun um það tekin á fyrsta félagsfundi klúbbsins 17. október 2004. Hönnuður hringsjárinnar er Jakob Hálfdanarson sem gert hefur margar slíkar vítt og breitt um landið. Vinna við verkið hófst sumarið 2005. Þá var valinn sá staður sem hringsjáin stendur á og upplýsingasöfnun hafin fyrir gerð skífunnar og m.a. teknar myndir af fjallahringnum. Á sumrinu 2005 náðust nokkrir slíkir útsýnisdagar og eftir það fóru nokkrir örnefnasérfræðingar yfir myndir af fjallahringnum og báru kennsl á örnefni. I framhaldi af því var gerð svokölluð innmæld örnefnaskrá og öll örnefni borin sanran við landakort af svæðinu. Sjálf hringsjáin, sem stundum er nefnd útsýnisskífa er þannig gerð að efnið í plötu hringsjárinnar er sérinnfluttur kopar. Örnefni og aðrar upplýsingar eru grafnar í koparinn sem er svo allur krómhúðaður. Það er gert til þess að verja hann gegn spanskgrænu sem oft hefur gert slíkar skífur skellóttar Þú hefur alltaf góða ástæðu til að heimsækja Norðurland vestra! DÖFINNI 22. - 24.júní: Hofsós - Jónsmessuhátíð 22.-24. júní: Húnaver - Árleg hátíð Harmonikuunnenda. Dans, tónleikar, glens og gaman. Fyrir alla fjölskylduna. Félög Harmonikuunnenda í Skagafirði og Húnavatnssýslum. 23. júní: Áskaffi, Glaumbæ - „Kvöld verður að handan Vatna hætti” 23. júní: Hamarsbúð á Vatnsnesi - Bjartar nætur- Fjöruhlaðborð. Borðhaldið hefst kl. 19. Tvær gönguferðir verða farnar á undan. Kl. 12 er brottför frá Þorgrímsstöðum, kl. 16 er brottför frá Stöpum. Nánar á www.northwest.is 23.júní: Hvammstangi, - Markaðsdagur á Hvammstanga frá kl. 13 -17. Nánar í síma 451-2345 23. júní: Hvammstangi: - Listsýningin ”S PIK” opnar Í5elasetri íslands Hvammstanga, kl. 16, frítt inn milli kl. 16 og 18. Selasetur íslands er opið frá 9-18 alla daga. 24.júní: Hólar - Kaþólski dagurinn Kl. 14:00, Örn Magnúson og Marta Halldórsdóttir leika á gömul hljóðfæri, syngja og fræða um tónlistararf Hólastaðar. 24.júní: Lónkot - Markaðsdagur 30. Áskaffi, Glaumbæ - ,,Kvöld verður að handan Vatna hætti” 30.júní: Golf á Norðurlandi vestra - Norðvesturþrenna. Opin mótaröð í golfi á Skagaströnd, Blönduósi og Sauðárkróki. SAMT0K SVEITARFELAGA A NORÐURLANDI VESTRA ATVINNUÞROUN og ililæsilegar en ekki síður til þess að verja skífuna gegn skemmdarfýsn, t.d. rispun þar sem krómið er miklu harðara en koparinn, en mjög algengt er að rnenn vilji rita fangamark sitt á útsýnisskífur. Skífan skiptist í nokkra hringlaga sammiðja reiti út frá miðju skífunnar. Innst eru upplýsingar um heiti staðarins sem hringsjáin stendur á, um staðarákvörðunhennaroghæð yfir sjó, ásarnt upplýsingum um það hver stóð að gerð hennar. I næsta hringlaga reit er stjarna sem vísar til allra höfuðátta og þar eru einnig eyktamörkin gömlu tilgreind. Þá kemur breiðasti hringlaga reiturinn, en í honum birtast örnefnin og þar eru dregnar útlínur fjalla og kennileita. Stuðlabergsstöpullinn sem skífan er sett á var keyptur úr steinsmiðju þar sem mikil krafa er að sjálfsögðu um að skífan sé á réttum fleti og sterkri undirstöðu. Kostnaður við gerð svona hringsjár er auðvitað talsverður og jafnframt mikil vinna sem þarf að leggja í gerð hans og uppsetningu. Lionsklúbburinn fékk góðan stuðning frá allmörgum aðilum til að gera verkið framkvæmanlegt og má þar m.a. nefna Pokasjóð, Eignarhaldsfélag Brunabótaf. ísl., Sjávarútvegsráðuneyti, Höfðahrepp, Fisk Seafood, Landsbankann, Kaupþing banka og Áshrepp. Við vígsluna mættu auk Lionsmanna nokkrir íbúar og gestir til að taka þátt í vígslu hringsjárinnar og til að skoða uppsetningu og handverk á skífunni. Veður var hins vegar fremur þungbúið til að skífan nýttist vel til að bera kennsl á örnefni. Við vígsluna kom hins vegar fram að Lionsmenn hafa væntingar um að skífan standi í nokkur hundruð ár og því mun fólki gefast tækifæri í framtíðinni til að nýta sér upplýsingar sem á henni eru. Áform um áhættusama ræktun erfðabreyttra lyfjaplantna: Er ímynd og hreinleiki Skagafjarðar í hættu? valdið tjóni á umhverfi og lífríki sem í flestum tilvikum er óafturkræft. Tilraunir á dýrum benda til skaðlegra áhrifa erfðabreyttra afúrða á heilsufar. Erfðabreytingar, sem stundum er ruglað saman við kynbætur, fela í sér gríðarlega röskun á grunneiningum lífefna okkar, með afleiðingunt sem enn eru að miklu leyti óf)TÍrséðar og órannsakaðar. Vísindin skortir enn þekkingu til að tryggja öryggi við erfðabreytingar. Afrnörkun erfðabreyttrar útiræktunar hefúr reynst ómöguleg, eins og reynsla bænda í Norður Ameríku sýnir glöggt þar sem ekki sér fýrir endann á skaðabótamálum vegna erfðamengunar. Af þessurn ástæðum hafa fjölmörg Evrópulönd lýst sig “svæði án erfðabreyttra líh’era” og má þar til dæmis nefna Grikkland, Ítalíu, Sviss, Austurríki, Pólland og Wales. Noregur hefur gætt fýllstu varúðar og hafnað öllum umsóknum urn útiræktun erfðabre)ttra plantna, en sett stranga löggjöf um þessi mál og stofnað óháða vfsindastofnun til að rannsaka umhverfis- og heilsufarsáhrif ertðabreyttra afúrða. Minna rná á að samtök sunnlenskra bænda hafá hvatt Verður Skagafjörður fyrsta - og jafnvel eina - sveitarfélagið á Norðurlöndunum til að taka upp áhættusama útirækt- un á erfðabreyttum lyfjaplöntum? Þessi spurning vaknaði þegar fréttir bárust af því nýverið að uppi væru áform um að kanna hagkvæmni þess að rækta erfðabreytt lyfjabygg í þessu gróðursæla héraði, sem hingað til hefur verið þekkt fyrir hreinar náttúruafurðir og ómengaðan landbúnað. Af þessu tilefni heimsótti stjórn Kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur nýlega sveitarstjórnarmenn og hags- munaaðila í Skagafirði til að vekja athygli á þeirri áhættu sem fj'lgir erfðatækninni og hugsanlegu tjóni sem atvinnu- lífi, ímynd og umhverfi kann að stafa af notkun hennar í landbúnaði. Enginn landbúnaður hefur jafii neikvæða ímynd og erfða- breytt ræktun. Þorri neytenda í lielstu viðskiptalöndum okkar hafnar erfðabreyttum afurð- um. Reynslan sýnir að ræktun erfðabreyttra plantna getur til ýtrustu varúðar við notkun erfðatækni og krafist óháðra rannsókna á umhverfis- og heilsufarsáhrifum áður en útiræktun slíkra plantna verði leyfð. Á undanförnum áratug- um hafa Skagfirðingar þróað atvinnulíf byggt á metnaðar- fullum hugmyndum um sjálfbæra nýtingu fjölbreyttrar náttúru og verðmæts ræktun- arlands héraðsins. Þær hugmyndir endurspeglast m.a. í þróunarverkefninu “Matar- kistan Skagafjörður”, og öflugu markaðs- og vöruþróunarstarfi búvöruffamleiðenda og ferða- þjónustu á svæðinu. Þar er lögð áhersla á sérstöðu, hreinleika og öryggi hinna skagfirsku afúrða. Verði áðurnefiid áform um útiræktun erfðabreyttra lyfjaplantna að veruleika, gætu þau raskað verulega þessari ímynd skagfirskrar náttúru og framleiðslu. Kynningarátak um erfða- bre)ttar lífverur hefúr gefið út vandaðan bækling um erfða- tækni og þær spurningar sem hún vekur. Að gefnu tilefni verður bæklingur þessi sendur á næstu dögum inn á öll heimili og fýrirtæki í Skagafirði. Eru allir hvattir til að kynna sér efni hans og gagnlegar upplýsingar byggðar á gögnum óháðra vísindastofnana, sem þar koma fram. Stjórn Kynningarátciks um erfðabreyttar lífverur wvw. crfdabreytt. net (Að kynningarátakinu standa NLFÍ, MATVlS, Landvemd, Tún ogNcytendasamtökin.)

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.