Feykir - 21.06.2007, Side 6
6 Feykir 24/2007
Fréttaskýring_______________
Altt um Gagnaveitu
Skagafjarðar
Karl Jónsson, Páll Pálsson og Gisli Sigurðsson við undirritun samsstarfssamnings milli Gagnaveitunnar og Tengils.
Gagnaveita Skagafjarðar var stofnuð árið 2006. Eigendur hennar eru Sveitarfélagið
Skagafjörður, Skagafjarðarveitur, Kaupfélag Skagfirðinga, Byggðastofnun, Fjölnet
og smærri aðilar. Tilgangur Gagnaveitunnar er að leggja Ijósleiðara inn á hvert
heimili á Sauðárkróki og víðar í þéttbýli eftir því sem aðstæður skapast og taka þátt
í uppbyggingu á háhraðatengingum í dreifbýli Skagafjarðar. Feykir lagði nokkrar
spurningar fyrir forsvarsmenn Gagnaveitunnar.
Hvenær á að byrja og í hvaða
röð?
- í drögum að framkvæmda-
áætlun hefur Gagnaveitan skipt
bænurn upp í ijögur verksvæði;
Túnahverfi, Hlíðahverfi, Syðri-
bæ og Útbæ. Hafist verður
handa í Túnahverfi í sumar
og er áætlað að þar verði öll
hús tengd í haust. Því næst
verður haldið í Hlíðahverfi, þá
syðribæinn og loks útbæinn.
Áætlað er að ljúka þessu
verkefni 2009. Er það okkar
mat að þá verði Sauðár-
krókur kominn í hóp þeirra
þéttbýlisstaða sent tekið hafa
forystu í möguleikum í nýtingu
á upplýsingatækni.
Hver verður stofnkostnaður
íbúa?
-Hann verður enginn. Ætlunin
er að leggja ljósleiðann inn fýrir
veggi heintila í sérstakt inntaks-
box, íbúum að kostnaðarlausu.
Unt leið og ljósleiðaratengingin
er virkjuð er tengibox sett
upp annarsstaðar á heimilinu
og strengur lagður á milli
inntaksboxins og þess. Úr
þessu tengiboxi er síðan lagt í
tölvur, sjónvörp, sírna og þau
tæki sent tengja á. Mikilvægt
er að fólk taki ljósleiðarann
inn fýrir húsvegg svo
möguleiki verði á því að virkja
tenginguna. Ljósleiðarinn er
lagður inn án stofngjalds á
nteðan þessu verkefni stendur
og á meðan framkvæmdir
standa yTir í viðkomandi hverfi.
Tugþúsunda stofnkostnaður
fylgir því að taka ljósleiðarann
inn síðar, þegar framkvæmdum
er lokið í hverfinu.
'i'engingar innanhúss, úr
tengiboxinu og í tölvur, sjón-
vörp, síma og önnur tæki sem
tengst geta ljósleiðaranum,
verða á ábyrgð íbúa sjálfra.
Skapast ekki af þessu
heilmikið rask?
-Óhjákvæmilega skapast jarð-
rask við þessar ffamkvæmdir,
bæði innan og utan ióða.
Gagnaveitan og verktakar
hennar munu leitast við að
eiga góð og jákvæð samskipti
við íbúa og ganga þannig frá
málum að allir verði sáttir.
Leitast verður við að nýta
nýjustu tækni við lagnir til að
lágmarka jarðrask.
Hvernig ætlið þið að kynna
þetta fyrir íbúum?
-Á næstunni fá íbúar
Túnahverfis dreifibréf frá
Gagnaveitunni þar sem fram-
kvæmdir í hverfinu verða nánar
kynntar. Nauðsynlegt er að fá
leyfi hjá íbúum til þess að fara
í gegn um lóðir þeirra og mun
yfirlýsing fýlgja dreifibréfinu
sem íbúar þurfa að undirrita
og koma í afgreiðslu ráðhússins
sem allra fyrst. Með því að
undirrita yfirlýsinguna veita
íbúar Gagnaveitunni leyfi til að
fara inn á lóðirnar. Yfirlýsinguna
verður einnig að finna á
heimasíðu Gagnaveitunnar.
Þá verður fljótlega haldinn
kynningarfundur fyrir íbúa
Túnahverfis og verður hann
nánar auglýstur síðar.
Sami háttur verður hafður á
í kynningu nteðal íbúa annarra
hverfa þegar að því kernur.
En til hvers ljósleiðari og
hvað hefur hann fram yfir
hefðbundnar tengingar?
-Allir eru sammála um að
ljósleiðari verði gagnaflutnings-
leið framtíðarinnar. Hann getur
flutt gögn með margföldum
hraða hefðbundinna ADSL
tenginga og flytur þau
jafnhratt í báðar áttir, en ADSL
tengingar bjóða aðeins upp á
uppgefinn hraða til notanda en
mun minni hraða frá honurn.
Með framtíðar uppfærslu
á endabúnaði má síðan ná
margfalt nteiri flutningshraða
án þess að hreyfa við lögnunt
í jörðu.
Með ljósleiðaratengingum
er hægt að flytja sjónvarpsefni
og símaþjónustu auk þess
sem hægt er að bjóða upp á
hefðbundna internetþjónustu.
Með því að færa sjónvarp yfir
á ljósleiðarann er hægt að taka
niður loftnet af húsum og með
því að taka símaþjónustu þar í
gegn, þarf fólk ekki að hafa virka
kopartengingu vegna flutnings
á símaþjónustu, en í dag eru
símaþjónusta og í flestum
tilfellum internetþjónusta flutt
yfir koparvírinn. Möguleiki
skapast t.d. á því að taka á móti
tugum sjónvarpsrása í gegn
urn ljósleiðarann, nokkuð sem
takmörkum er háð í gegn um
hefðbundnar ADSL tengingar.
í framtíðinni er búist við
því að þjónustuveitendur
fari í auknum mæli inn á
ljósleiðarakerfi og hætti
hefðbundinni þjónustu yfir
kopar, í þeim samfélögum sem
tengja sín heimili Ijósleiðara.
Margvíslegir möguleikar
skapast með tilkomu Ijósleið-
aratengds samfélags. Má þar
helstnefnamöguleikaírafrænni
stjórnsýslu og heilbrigðis-
þjónustu, ntöguleika íbúa
á uppsetningu vinnustöðva
á heimilunt sínum, aukna
möguleika í fjarkennslu og
námi, hægt verður að bjóða
upp á svæðisbundið sjónvarp
í Skagafirði sem dæmi, mynd-
bandaleigu á netinu og fleira.
Hvernig verður þjónustu við
kerfið háttað?
-Gagnaveita Skagafjarðar mun
aðeins reka ljósleiðaranetið og
selja aðgang að því fyrir fasta
mánaðarlega upphæð. Aðrir
aðilar koma til með að veita
þjónustu inn á kerfið svo sem
hefðbundna internetþjónustu,
sjónvarpsdreifingu og síma-
þjónustu. Nú þegar hafa
Fjölnet og Vodafone ákveðið
að veita þjónustu inn á kerfið
og mun sú þjónusta verða
nánar kynnt síðar.
Hvað með dreifbýlið á það
að sitja eftir?
-Nei, Samhliða lagningu hita-
veitu út að austan og á Hofsósi
verða lögð ljósleiðararör sem
dregið verður í þegar tækifæri
gefst. Það sarna má segja með
ljósleiðararör í Akrahreppi
sem lögð voru samhliða
hitaveitu þar. Skv. áætlunum
Skagafjarðarveitna verður
hitaveita lögð í Sæmundarhlíð
og Hegranesi á komandi árum
og verða ljósleiðararör þá lögð
samhliða því. Gagnaveitan
hefur vakandi auga fyrir
lagningu ljósleiðararöra hvar
sem skurðir opnast í héraðinu.
Þá höfum við ákveðið
að taka þátt í uppbyggingu
á háhraðaneti í dreifbýli
Skagafjarðar. Höfum við nú
þegar sent inn upplýsingar til
Fjarskiptasjóðs og afmarkað
okkur svæði innan héraðsins
þar sem við ætlum að byggja
upp háhraðanettengingar. Þarf
því að vera lokið á því svæði
fyrir 1. júlí 2008.
Fjarskiptasjóður mun síðar
í sumar bjóða út þau svæði á
landinu sent fjarskiptaaðilar
hafa ekki í hyggj u að byggja upp
netsamband á markaðslegum
forsendum og geta áhugasöm
fjarskiptafyrirtæki sótt um
styrki til sjóðsins til að byggja
upp slík sambönd. Gagnaveita
Skagafjarðar hyggst falast eftir
styrk frá sjóðnum til að klára
uppbyggingu alls héraðsins
og konia þar með dreifbýlinu
í traust og öflugt samband
við umheiminn. Þessi tvö
kerfi Gagnaveitunnar, þ.e.
ljósleiðarakerfið og dreifbýlis-
kerfið, munu verða samtengd.
fbúum dreifbýlis Skaga-
fjarðar verður nánar tilkynnt
um framgang þess verkefnis
þegar fram líða stundir.
Varla standið þið einir að
þessu?
-Við erurn í samstarfi við
Tengill rafverktakaehf. ogþessa
dagana er verið að ganga frá
gögnum vegna tilboðsgerðar
jarðvinnuverktaka. Tengils-
menn munu sjá um
Iagningu röra í samvinnu við
jarðvinnuverktakann, íblástur
ljósleiðara og allar tengingar
utan og innan heimila.
Jarðvinnuverktakinn mun sjá
um alla jarðvinnu og frágang
skurða og sára sem myndast
við framkvæmdina. Verður
það gert í fullu samráði við íbúa
og í góðri sátt. Það er markmið
Gagnaveitunnar að standa vel
að málum og ná upp jákvæðu
og skemmtilegu samstarfi við
íbúa um þetta stóra og mikla
framfaraverkefni.
Fyrir þá sem vilja kynna sér
máliðffekarerbentáheimasíðu
Gagnaveitunnar á slóðinni
www.skv.is/gagnaveita og
þar verður að finna ýmsar
upplýsingar um fyrirtækið og
fréttir af framgangi verkefna.
Heimasíðan mun verða
uppfærð reglulega með fréttum
af framgangi verkefnisins.
Kynningarbæklingi verður
dreift inn á öll heimili í
Skagafirði núna þessa dagana
en hann verður einnig að finna
á heimasíðunni.