Feykir - 21.06.2007, Blaðsíða 7
24/2007 Feykir 7
Stefán Á Jónsson, bóndi og ritstjóri, er bjartsýnn hugsjónamaður
UngfingUrinn á
Kagaðariwli
Stefán og Sigríður á hlaðinu heima.
Stefán A Jonsson, bondi a Kagaóarhóli, hefur komið að ritstjórn Húnavöku frá upphafi
eða í 47 ár. Undir hans stjórn hefur Húnavaka verið í stöóugri þróun og í leiðara
Húnavöku skrifar unglingurii
Kagaðarhóli.
Snyrtilegt umhverfi og
gestrisni húsráðenda er það
fyrsta sem mætir blaðamanni
er rennt er heim að bænum.
Að sveitasið banka ég á
dyrnar að baka til og er boðið
í kaffi. Við sitjum urn stund
við eldhúsborðið og ræðum
um daginn og veginn. Þau
hjón Stefán og Sigríður hafa
frá mörgu að segja enda
félagslynd bæði tvö. Eftir kaffi
setjumst við Stefán inn í stofu
og ég er orðin forvitin að vita
hvað rak hann af stað í útgáfu
fyrir hart nær hálfri öld. Það
kom í ljós að sagan á bak við
Húnavöku er jafnvel enn eldri
en ritið sjálft. Hugmyndin
kviknaði á milli tveggja ungra
manna í Húnavatnssýslu.
Stefáns og Pálma Gíslasonar,
íþróttamanns og síðar for-
manns UMFÍ. -Við ræddum
að það væri gaman að gefa út
eitthvert rit. Síðan fór hann
burtu til þess að læra og það
varð aldrei neitt úr því, ritjar
Stefán upp. Þetta var þegar
þeir félagar voru f6 - 18 ára
gamlir. Síðan gerðist ekkert
frekar í útgáfumálum fyrr en
árið 1960 en þá stóð Stefán á
þrítugu og starfaði sem kennari
á Blönduósi.
-Við vorum að ræða saman
ég og Þorsteinn Matthíasson og
úr varð að við ákváðum að gefa
úr rit í kringum Húnavöku
Stefán um sína framtíðarsýn.
sem var árleg skemmtivika
á Blönduósi. Þorsteinn var
skólastjóri en hann hafði
reynslu af ritstörfum og var
tilbúinn að taka viðtöl. Ég átti
gamlan Willys jeppa og því
kom það í minn hlut að koma
okkur á milli staða. Bæði frarn
í Vatnsdal og út á Skagaströnd.
Síðan setti ég efni inn á stensil
með ritvél og fjölritaði það
síðan á ljósritunarvél sem til
var í skólanum á Blönduósi.
Þannig varð fyrsti árgangur
Húnavöku til vorið 1961. Ég
man að við Þorsteinn unnum
að þessu um veturinn og í
páskafríinu. Þegar loksins var
búið að ganga frá og ljósrita öll
heftin sem urðu 200 talsins var
það seint að kvöldlagi. Þá ók
ég heim í næturkyrrðinni en
þegar ég síðan sté út úr bílnum
á hlaðinu heima fann ég á einu
andartaki að vorið var komið.
Ég hafði ekki fundið það fyrr því
ég hafði setið inni í skólanum
og verið niðursokkinn við
fyrstu ritstörfin.
Hið fyrsta rit Húnavöku
fékk góðar viðtökur þrátt fyrir
að það væri fjölritað og af
vanefnum unnið eins og Stefán
orðaði það sjálfur. Næsta ár var
það eins unnið en á þriðja ári
var farið með handritið norður
til Akureyrar þar sem það var
prentað í prentsmiðju Odds
Björnssonar.
Feykir skrapp í kaffi á
Rit í stöðugri þróun
í gegnum árin hafa ýmsir komið
að útgáfu Húnavöku með
Stefáni.-Séra Pétur Ingjaidsson,
prestur á Skagaströnd og
prófastur í Húnaþingi, var
mjög skemmtilegur og
handskrifaði skennntilegar
greinar og frásagnir. En hann
skrifaði oft mjög ólæsilega og
mér er minnisstætt að hafa oft
þurft að hringja í hann og spyrja
út í það sem ég gat ekki lesið
sjálfur. Það endaði oft með því
að hann svaraði mér að bragði
og spurði; -Heyrðu góði hvað
er það núna? Þá kom fyrir að
hann áttaði sig ekki á hvaða
setning eða orð þetta var og
þá höfðum við þetta bara eins
og mér fannst líklegast, rifjar
Stefán brosandi upp.
Síðar tók Stefán til við að
skrifa viðtölin en gaman er
frá því að segja að á árdögum
Húnavöku var ekki hægt að
hafa ljósmyndir og voru því
bæði myndir og auglýsingar
handteiknaðar. Voru það
aðallega Halldór og Jón
Þorsteinssynir sem sáu um
að teikna í fyrstu ritin. Fimm
árum eítir að Húnavaka
kom fyrst úr var kosin í hana
ritnefnd og segir Stefán að þeir
sem í ritnefndina hafi komið
hafi oftast verið í henni lengi.
Jóhann Guðmundsson í Holti,
sé búinn að vera síðan 1970 og
Unnar Agnarsson á Blönduósi
frá 1974. Þeir síðustu komu
inn í hana árið 1983 og eru þar
enn. -Ritnefndina hafa skipað
duglegir og hæfir menn og alltaf
verið sérstaklega gott og gefandi
samstarf í henni.
Efnistök Húnavöku eru
og hafa alltaf verið gríðarlega
fjölbreytt. Árið 1966 tókum
við upp þá nýbreytni að safna
upplýsingunt til minningar um
látna í héraðinu og gerðunr það
sjálfir til þess að byrja með en
fljótlega fóru prestarnir að sjá
um það og gera enn. Síðan hefúr
verið kafli uni veðráttu á árinu,
fréttakafli og annáll liðins árs.
Margar af fréttunum höfum við
fengið sendar á okkur og höfum
við síðan gert leiðréttingar
og stvttingar og annað slíkt.
Fyrirtækin hafa líka sent sína
pistla og ritnefndarmennirnir
á Skagaströnd t.d. sett sarnan
í einn fréttaþátt það helsta frá
staðnum. Það hefur yfirleitt
ekki reynst erfitt að fá efni því
að mér finnst fólk hérna átta sig
á því hvaða gagn er að þessu út
á við og ekki síður upp á síðari
tíma. Þá hef ég orðið var við
það að margir sem eru að leita
heimilda fara í Húnavöku og
telja að hún sé gagnleg fyrir þá og
skilningur vaknar á því hversu
gott er að eiga og geta geymt
þessar heimildir. Sumt af þessu
mundu nú samt einhverjir kalla
ómerkilegar fréttir en þær lýsa
engu að síður mannlífinu og því
sem var að gerast.
Þú óttast ekkert að Húnavakan
hætti að koma út um leið og
þú hættir? -Nei, ég held að
ritið sé búið að festa sig það
vel í sessi að það geri það ekki.
Hér í héraði eru margir ritfærir
menn og ég held að það hljóti
einhver að geta tekið við þessu.
Síðan eru ritnefndarmennirnir
þaulvanir að vinna og safna
efni og auk þess sem hingað
er alltaf að flynjast vel menntað
fólk sem hefur alla burði til þess
að standa að þessu. Ég tel að
tilkoma tölvunar hafi verið hin
mesta framför því að ég fékk
mér mjög fljótlega tölvu til þess
að geta sett beint inn á hana í
stað þess að þurfa að skrifa á
ritvél á blað sem gat þurft að
endurskrifa þegar mistök urðu.
Ef það er ekki framför hvað er
það þá?, spyr Stefán sem síðar
var einn af þeim fyrstu til þess
að taka inn háhraðatengingu.
Horfir björtum augum
til framtíðar
Þrátt fyrir allt tal um neikvæðan
hagvöxt er engan bölmóð á
Stefáni að finna. -Mér finnst
alltaf þegar ég lít aftur til gömlu
daganna að þá hafi verið margt
ágætt en flest það sem gerst hefur
síðan verið heldur frain á við en
hitt. Þannig að mér finnst óþarfi
annað en líta björtum augum á
framtíðina. Ég held að það séu
miklir möguleikar f)TÍr fólk hér
á svæðinu svo lengi sem það
horfir á björtu hliðina. Þá líður
því betur og það kemur meiru í
verk. Ég man einu sinni að þegar
ég var ungur maður þá sagði við
mig gamall reyndur bóndi að
ég ætti ekki að vera að bera mig
saman við þá sem hafa það lietra
heldur hugsa til þeirra sem hafa
það verra. Þessi orð bóndans
höfðu mikil áhrif á mig.
Sigríður og Stefán eiga fjögur
börn, tvenna tvíbura. Sólveig
Birna, önnur af þeim eldri er
búsett í Þrándheimi í Noregi
og er myndlistarkona. Hin,
Guðrún Jóhanna, býr á Hólum
í Hjaltadal og er kennari við
hrossaræktarbraut.Yngri eru
Berghildur Ásdís, sjúkraþjálfari
á Reykjalundi og Jón sem
vinnur hjá Vinnumálastofnun
í Reykjavík. Þau systkinin hafa
öll lokið ffamhaldsnámi en ekki
farið í búskap. -Nú í dag þurfúm
við líka að horfa á þá staðreynd
að ekki er lengur hægt að búa
með sauðfé og kýr á öllum
jörðum. Það eru orðnar svo
miklar breytingar í landbúnaði
að nú eru hér færri en stærri bú
enda var það talið nauðsynlegt
hagræðingarinnar vegna. í dag
er t.d. stunduð ferðamennska
og skógrækt til sveita og meira
að segja er hægt með tölvum að
eiga samskipti út um allan heim
og það ætti því ekkert að þurfa
að stoppa okkur í því að reka
fyrirtæki úti á landi, segir Stefán
og leggur áherslu á orð sín.
Sjálfúr hætti hann hefð-
bundnumbúskapárið 2001 oger
í dag skógarbóndi. -Ég hef alltaf
haft gaman af þvi að rækta og
gerði töluvert af því að rækta tún
á sínum tíma samhliða ræktun
á búfénaði og þegar ég hætti
því langaði mig að halda áfram
að rækta og þess vegna fór ég í
skógræktina. Útivinnan heiflar
mig og í skógrækt er hægt rækta
mela og móa, land sem áður var
ekki talið mikils virði og skapa
þannig að maður telur,m auðæfi
fyrir framtíðina. Nýta má á þann
hátt landið sem áður nýttist eldd
í annað en að horfa á það. Þó
þarf að gæta þess að raska ekki
of mikið útsýni því að menn vilja
jú geta séð landið, segir Stefán
og það er glampi unglingsins í
augum hans þegar hann talar
um sín áhugamál. Þrátt lyrir að
verða 77 ára á þessu ári er hann
enn á fúllri ferð í starfi og leik.
-Stundum er sagt að menn
séu ekki eldri en þeim finnst,
segir hinn fúllorðni unglingur á
Kagaðarhóli að lokum.