Feykir - 21.06.2007, Síða 8
8 FeykJr 24/2007
Starfsemi Listasetursins að Bæ komin ígang
Listaseturá
Höfðaströnd
Starfsliðið i Bæ í sumar. Frá vinstri: Bryndis Bjarnadóttir ráðskona.Sigríður Bjarnadóttir aðstoðarstúlka, Steinunn Jónsdóttir og Simon
Gestsson ráðsmaður. Mynd: ÖÞ
Listasetrið Bær á Höfðaströnd var formlega opnað fyrir skömmu. Fyrstu gestirnir eru
þegar komnir og farnir að vinna að sínum hugöarefnum. Eins og gefur aö skilja hefur
starfsemin átt sinn aðdraganda. Framkvæmdir hafa staðið yfir í rúm tvö ár og hafa bæði
húsakostur og næsta nágrenni tekið miklum breytingum þótt húsaskipan sé nánast
óbreytt. Stofnandi Listasetursins er Steinunn Jónsdóttir, innanhússarkitekt í Garðabæ.
Listasetrið er rekið í formi
sjálfseignarstofiiunar en Stein-
unn leggur henni til aðstöðu og
rekstrarfé. Hún á ættir að rekja
norður í Fljót og var á yngri árum
í sveit í Lambanesi í Fljótum hjá
Hermanni afabróður sínum.
En hvað er listasetur? Hvað
mun gerast þar í ífamtíðinni?
Og hvers vegna varð Bær fyrir
valinu?
Tíðindamaður blaðsins hélt
á fúnd Steinunnar með þessar
spurningar og raunar fleiri og
settist niður með henni í stofunni
að Bæ.
„Hugmyndin er ekki mjög
gömul. Ég var búin að vinna
sem innanhússarkitekt í tæp
tíu ár en ákvað þá að fara í eitt
ár til Boston í Bandaríkjunum í
framhaldsnám í myndlist og fór
þangað haustið 2003. Ég var á
vissum krossgötum þá svolítið
óákveðin í hvað ég tæki mér fyrir
hendur þegar ég lyki náminu.
Þarna úti kynntist ég vel hvernig
listasetur starfa, menningunni
þeirn tengdum og hvernig slík
starfsemi er byggð upp. Fyrst datt
mér í hug að falast eftir húsnæði
í Haganesvík. Fannst gömlu
kaupfélagshúsin þar spennandi
og svo langaði mig til að vera
nærri fjölskyldunni minni á
sumrin, en mitt fólk dvelur
töluvert í Fljótunum á sumrin og
hefúr gert í mörg ár. Svo þegar ég
fór að skoða aðstæður þar betur
komi í ljós að Haganesvíkin var
ekki eins hentugur kostur og ég
hélt í fyrstu.
Ég kom heim úr myndlistar-
náminu sumarið 2004 og var
þá búin að ganga með þessa
hugmynd í maganum í nokkra
mánuði. Fréttisvofyrirtilviljunað
Bær á Höfðaströnd væri til sölu.
Ég var ekki lengi að sannfærast
um að þessi jörð fæli í sér einstakar
aðstæður fyrir uppbyggingu
á starfsemi listaseturs -fékk
það raunar staðfest hjá ömmu
minni í ffábærum dagsbíltúr ffá
Reykjavík og heim affur strax
í upphafi alls þessa, en hún er
komin hátt á níræðisaldur og
fylgist vel með, hefúr meira að
segja litið nokkrum sinnum við á
ffamkvæmdatímanum”.
Þá voru hér nokkuð stórt fjós
og hlaða sem þú ætlaðir að
breyta og nota en hættir svo
við það. Af hverju?
„Það er rétt; upphaflega áætlunin
var að breyta þessum byggingum
og nota þær sem mest í
upprunalegri mynd. En þegar
við fórum að skoða steypuna í
veggjunum og ástand húsanna
betur kom í ljós að nauðsynlegt
yrði að rífa öll útihúsin. Fyrst við
fórum útí að rífa þessar gömlu
byggingar lagði ég mikla áherslu
á hið nýja yrði senr líkast því
sem var í stórum dráttum, til
dæmis hvað varðaði grunnflöt,
húsagerð, mænishæðir og þess
háttar. Þó að þessar endurbætur
yrðu allar miklu umfangsmeiri
en ég ætlaði svona fyrirffam er
ég afar ánægð með hvernig hefúr
tekist til. Upphaflega hugmyndin
var að opna hérna í bvrjun júlí í
fyrra í tengslum við landsmót
hestamanna. Það var náttúrlega
mikil bjartsýni og fljótlega ljóst að
sú áætlun stóðst alls ekki. Ég var
svo lánsöm að fá ffábæran mann í
lið með mér við uppbygginguna,
Símon Gestsson á Barði
hefúr ffá upphafi starfað sem
ráðsmaður minn að Bæ og hefúr
hann unnið að öllu þessu stóra
verkefni af rniklum dugnaði og
verið lykilmaður í að gera þetta
allt að veruleika. Aðalverktaki
við alla ffamkvæmdina
var Friðrik Jónsson ehf. á
Sauðárkróki með þá feðga
Ólaf Friðriksson og hans syni
í fararbroddi. Bjarni Reykjalín
arkitekt á Akureyri vann með
mér að öllum verkteikningum
og samstarfið við hann um
alla þessa skipulagsvinnu
hefúr verið ákaflega gott. Svo
sá Stoð á Sauðárkróki um alla
verkffæðiteikningar.”
Framkvæmdum að
mestu lokió
Hvemig mun svo Listasetrið
Bær starfa?
„Listasetrið mun starfa yfir
sumarmánuðina. Það verða
tveir hópar listafólks hér í sumar,
hugsanlega fleiri í ffamtíðinni.
í hverjum hópi verða fimm
alþjóðlegir gestir og dvelja
þeir í fjórar vikur hér að Bæ.
Listasetrið er hugsað sem afdrep
fyrir myndlistarfólk og arkitekta,
en það er kannski bakgrunnur
minn sem gerir það að ég legg
áherslu á að hafa arkitekta með.
Ég vonast til að umsóknir hér
innanlands gefi tækifæri til að
bjóða einum íslendingi að vera
með í hveijum fimm manna
hópi. Hér verða starfándi auk
mín og Símonar bæði kokkur og
aðstoðarmanneskja þann tíma
sem gestirnir dvelja hér. Gestirnir
greiða ekki fjrir vistina en koma
sér sjálfir til og ffá landinu. Hver
þeirra fær vinnustofúíbúð til
umráða sem er um 50 ferm að
stærð. Þar er, auk vinnuaðstöðu,
svefnherbergi og snyrting nreð
sturtu. I staðinn fyrir ffía dvöl,
vonumst við til að dvalargestir
skilji eitthvert verk eftir við
brottför. Ekki endilega eitthvað
stórt en þó verk sem verður hluti
af framtíðarsafiri listasetursins.
Ég vona svo sannarlega að
umhverfið hér sem mér sjálfri
finnst alveg stórkostlegt verki
vel á listsköpun allra þeirra sem
hér munu dvelja í ffamtíðinni.”
Er uppbyggingu hér að Bæ
lokið?
„Já að mestu. Síðasti hluti
framkvæmdanna hér að
Bæ er bygging hesthúss nú í
haust. Það er stefnan að fjölga
hrossum svolítið, og konta
upp lítilli ræktun í framtíðinni
sem er samstarfsverkefni okkar
Símonar.”
Nú eru þegar til sýnis nokkuð
af málverkum og teikningum
að Bæ. Segðu mér ögn
hvernig það er tilkomið.
„Þegar ég var úti í Boston
kenndi mér kona sem heitir
Nan Freeman. Hún er virtur
listamaður í sínu heimalandi.
Hún hefúr hvatt mig rnikið
og stutt á ýmsan hátt við að
hrinda þessu öllu í framkvæmd.
Hún hefúr alveg brennandi
áhuga fyrir öllu senr viðkemur
íslenska hestinum og er í raun
áhugasöm fyrir öllu sem snertir
ísland. Hún kom hingað til
lands árið 2004. Þá fórum við
á landsmót hestamanna og
heimsóttum hrossaræktarbú
bæði sunnanlands og norðan.
Við ákváðum í framhaldi af
þessu ferðalagi að hafa sýningu
á íslenska hestinum þegar
listasetrið yrði tekið fornrlega í
notkun. Þetta gekk sem betur
fer allt eftir, við hengdum verkin
uppaðmorgniHvítasunnudags,
rétt fyrir opnunarhófið.”
Það er komið að lokum
viðtalsins við Steinunni í Bæ.
Hún hefur leitt blaðamann um
húskostinn á staðnum. Ljóst er
að þar hefur mikil breyting átt
sér stað á stuttum tíma. Þetta
á við jafiit innandyra sem utan
þar sem aðkoma að staðnunr
er sérlega glæsileg. En Steinunn
hefur fengist við ýmislegt
fleira en uppbygginguna í Bæ
undanfarin tvö ár. Á sama tíma
og hún eignaðist jörðina, settist
hún enn einu sinni á skólabekk
og útskrifaðist vorið 2006 með
MBA gráðu ffá Háskólanum
í Reykjavík. Hún á eigið
fjárfestingarfélag og situr í
stjórn Norvikur sem er fyrirtæki
fjölsk)'ldunnar. Auk þess hafa
orðið miklar breytingar á
persónulegum högum hennar
á þessum tíma, hún á ungan
son með sambýlismanni sínum
auk tveggja eldri barna ffá fyrra
sambandi.
En er Steinunn sátt við
hvernig til hefur tekist við
uppbygginguna í Bæ?
„Já mjög ánægð. Bara það að
hafa náð þessari einstaklega
fallegu jörð og komið þessari
starfsemi á laggirnar er ffábært
og gefandi. Sérstaklega er
skemmtilegt að nú þegar eru
hér starfandi listamenn, sumarið
fúllbókað og fyrirspurnir
varðandi dvöl á næsta ári eru
famar að berast utan úr heimi”
sagði Steinunn Jónsdóttir að
lokum.
ÖÞ:
íbúðarhúsið í Bæ fékk rækilega andlitsliftingu og allt umhverfi á staðnum er sérlega
skemmtilegt hvað skipulag og útlit varðar. Mynd: ÖÞ