Feykir


Feykir - 21.06.2007, Page 12

Feykir - 21.06.2007, Page 12
... Uppskriftir lesenda á sínum stað ... íþróttaviðburðir helgarinnar ... Allt um Gagnaveitu Skagafjarðar ... Hólaýtan komin heim... Stefán Á Jónsson, bóndi ogritstjóri, erbjartsýnn hugsjónamaður Unglingurinn á Kagaðarhóli Stefán Á Jónsson, bóndi á Kagaðarhóli, hefur komið að ritstjórn Húnavöku frá upphafi eða í 47 ár. Undir hans stjórn hefur Húnavaka verið í stöðugri þróun og í leiðara Húnavöku skrifar unglingurinn Stefán um sína framtíðarsýn. Feykir skrapp í kaffi á Kagaðarhóli. Sjá bls.7 » Fundarboð Boöað er til aðalfundar Sparisjóðs Skagafjarðar, sem haldinn verður fimmtudaginn 28. júní 2007 á Kaffi Króki Aðalgötu 16, Sauðárkróki og hefst fundurinn kl. 16:00. Á dagskrá eru: a) Aöalfundarstörf, sbr. 18. gr. samþykkta sparisjóðsins b) Samrunaáætlun við Sparisjóð Siglufjarðar útg. 25. apríl 2007 borin upp til samþykktar. c) Önnur mál. Samrunaáætlunin gerir ráð fyrir samruna við Sparisjóð Siglufjarðar sem gildi frá 1. janúar 2007 og að stofnfjáreigendur í Sparisjóði Skagafjarðar fái stofnfé í sameinuðum sjóði í skiptum fyrir stofnfé sitt í Sparisjóði Skagafjarðar, krónu fyrir krónu. Að samrunanum samþykktum verði stofnfjárhlutföllin þau að stofnfjáreigendur í Sparisjóði Skagafjarðar eigi 12% stofnfjárins en eini stofnfjáreigandinn í Sparisjóði Siglufjarðar fyrir samrunann, Sparisjóður Mýrasýslu eigi 88% stofnfjárins. Framreiknað heildarnafnverð í sameinuðum sparisjóði verði kr. 904.090.442,- á verðlagi 1/1 2007, þar af eigi stofnfjáreigendur í Sparisjóði Skagafjarðar kr. 108.490.853,- Samruni sparisjóðanna er háður samþykki Fjármálaeftirlitsins og staðfesting samrunaáætlunarinnar verður því með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins. Samrunaáætlunin ásamt fylgiskjölum liggur frammi í afgreiðslu sparisjóðsins á Skagfirðingabraut 9a á Sauðárkrók. Verði samrunaáætlunin samþykkt verður í beinu framhaldi aðalfundarins haldinn aukafundur í Sparisjóði Siglufjarðar sem sameinuðum sjóði og sparisjóðnum kosin stjórn til eins árs. Sparisjóðsstjórnir ^SPARISJÓÐURINN - fyrir þig og þína

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.