Feykir


Feykir - 12.07.2007, Blaðsíða 1

Feykir - 12.07.2007, Blaðsíða 1
Feykigott blað! Fréttablaðið á Norðurlandi vestra Láttu ekki vandræðin verða til vandræða íbúðalánasjóöur www.ils.is Krakkarnir í kofabyggð Sumar T.I.M. eru langt komnir með kofana sína en þau vildu koma á framfæri þakklæti til starfsmanna KS Eyri sem sáu þeim fyrir efnivið í þorpið. Samhljóða ákall að norðan Aðgerða krafist Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjaröar, stjóm Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, og sveitarstjórn Höfðahrepps hafa allar sent frá sér ályktanir er innihalda áskomn á ríkisstjóm íslands. Innihaldið er svo til samhljóða og óttast menn mjög fyrirsjáanleg neikvæð áhríf sökum niðurskurðar aflaheimilda í þorski. I ályktun frá byggðarráði Sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur ffam að niðurskurður aflaheimilda í þorski nemi til að mynda hjá Fisk-Seafood um 2000 tonnum og ásamt öðrum niðurskurði er fjár- hagslegur samdráttur nærri 750 milljónum króna. Þar af nemur lækkun launakostnaðar u.þ.b. 245 milljónum króna. Þá er ekki tekið tillit til 800 tonna af þorskkvóta sem leigður hefur verið til fyrirtækisins en búast má við að leiga á kvóta dragist saman eða verði kostnaðarsamari. Við þetta bætist tap smábátaútgerðar og annarra aðila í sjávarútvegi á svæðinu ásamt afleiddum áhrifum á samfélagið allt sem augljóst er að verða mikil. Jafnframt segir í ályktuninni að fjárhagslegt tap samfélagsins sé því verulegt og áhrifa muni gæta langt umfrarn greinar sjávarútvegsins. Neikvæð þróun hefur verið í hagvexti á Norðurlandi vestra undanfarin ár meðan jákvæður hagvöxtur hefur verið á landsvísu. Af þeim ástæðum og vegna niðurskurðar aflaheimilda verður að leita allra leiða til að styrkja grunnstoðir atvinnulífs í byggðum þar sem áhrif skerðingarinnar eru inikil eins og hér er raunin. Hreppsnefnd Höfðahrepps leggur á það ríka áherslu að áhrif lcvótaskerðingarinnar verði greind eftir byggðarlögum og leitast við að bregðast við byggðaáhrifum í samræmi við þær niðurstöður. I sama streng tekur stjóm SSNV og þar á bæ líkt og hjá hinum sveitarstjómunum tveimur leggja menn til ákveðn- ar leiðir til úrbóta. Menn virðast vera nokk- uð samstiga í tillögum sínum. Talað er um að aukið fjármagn til framhalds- og háskólamenntunar, átak Skagaströnd__________________ Sjávarlíftæknisetur stofnað Hreppsnefnd Höfóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. júlí sl. drög aó stofnsamningi fyrir sjávarlíftæknisetur. Hreppsnefndin samþylckti samlrljóða að standa að stofnun þess og áJcvað jafhffamt að leggja ffam sem stofnlrlutafé lcr. 7.000.000. Meðal viðfangsefna setursins verða rannsóknir á lífríki Húnaflóa með það að leiðarljósi að auka þeklcingu á vistkerfi hans og landgrunnsins til styrktar ferðaþjónustu, sérstakan stuðning við sprota- fyrirtæki, eflingu Byggða- stofnunnar, stór aukið framlag í vaxtarsamning Norðurlands vestra, uppsetningu netþjóna- búa og svona mætti áffam telja. Nánar má lesa um tillögur þessara aðila á heimasíðum við ísland. Á þeim rannsóknum verði byggð markviss leit að auknum nýtingarmöguleikum sjávar. Þá verði farið í rannsóknir á vettvangi líffækni, nýsköpun og markaðssetningu á afurðum líftækni úr sjávarlífverum. Framkvæmdastjóri verður ráðinn á næstu vikum. sveitafélaganna auk þess sem hægt er að fara inn á heimasíðu SSNV. SSNV er að vinna að nánari greiningu á áhrifum skerðingarinnar á einstaka byggðarlög. Verður sú greining birt í Feyki. Húnavaka 2007________ Glæsileg dagskrá alla helgina Húnavaka 2007 hefst með tónleikum Eyjólfs Kristjánssonar og Jóns Ólafssonar. Að sögn Einars Arnar Jónssonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, hefur lokaundirbúningur gengið Ijómandi vel og segir hann að í mörg horn sé að líta enda umfangsmikil dagskrá sem verður á Blönduósi um helgina. Skipuleggjendur hátíðar- innar gera ráð fýrir því að tvöfalda íbúafjölda Blönduóss um helgina og rúmlega það. Milcill metnaður hefur verið lagður dagskránna sem stendur ffá fimmtudegi til sunnudags og ættu allir í fjölskyldunni að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin í fýrra tókst einlcar vel og er það von Einars að gott orðspor hátíðarinnar hafi dreift sér. Haldið verður í fasta punkta ffá fýrri hátíðum, svo sem útiskemmtunum og kvöldskemmtun á föstu- dagskvöld, dansleik og tónleikum í kirkjunni, en reynt verður að leggja áherslu á að koma með eitthvað nýtt og ferskt í ár. VIÐ BÓ Dag reglub í fyrirt ó NUM 0G RÆSTUM! legar ræstingar og undið viðhald á bóni ækjum og stofnunum ÍGíÍB STI-N&L' Hringdu núna eða sendu tölvupóst Sími: 893 3979 * Netfang: siffo@hive.is —CTengÍII ehj3— Aöalgötu 24,550 Sauðarkrokur:: Simi 453 5519 :: Fax 453 6019 Bilaviðgerðir hjólbardavidgerdir réttingar ogsprautun ---- f

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.