Feykir


Feykir - 12.07.2007, Blaðsíða 8

Feykir - 12.07.2007, Blaðsíða 8
c 8 Feykir 26/2007 Hjalti Pálsson hélt veglega afmælisveislu S$xtugsafmæli í Argarði Fjölskyldan tilbúin i veisluna. Guðrún Rafnsdóttir, Maria Hjaltadóttir, Ómar Rafn Halldórsson og Hjalti Pálsson afmælisbarn. Hinn kunni Skagfirðingur, Hjalti Pálsson, ritstjóri Byggðasögunnar, hélt upp á sextugs- afmæli sitt með pompi og prakt, föstudaginn 29. júní sl. Stórveislan var haldin í Árgarði, fram í gamla Lýtingsstaðahreppi, þar sem hátt í 200 manns samglöddust þessum mæta manni í glæsilegu veðri. Sneisafull dagskráin hófst rétt rúmlega níu með nokkrum orðum írá afmælisbaminu, þar sem hann meðal annars bauð gesti sína velkomna. Að því loknu ailicnti hann veislustjómina til Hilmis Jóhannessonar sem stjómaði veislunni af stakri snilli. Vegna mikillar veðurblíðu þurfti að ffesta myndasýningu um sögu Hjalta, því sóiin skein svo mjög inn um þunn gluggatjöldin að lítið sást á tjaldið sem myndunum var varpað á. Ekki kom það þó að sök og byrjað var á lestri úr líréfi til Haraldar Bessasonar, en þar var veislustjórinn á ferðinni sem las með tilþrifum minningar Hjalta ffá ýtumannsárum sínum. I miðjum lestri var gert stutt stopp þar sem Stefán Gíslason spilaði á píanó, en síðan var lestrinum lokið. Næstir á sviðið stigu þeir Jón Hallur Ingólfsson og Gunnar Rögnvaldsson og sungu þeir félagar tvö lög við frábæra texta Hilmis Jóhannessonar sem fjölluðu um affnælisbamið á skemmtilegan hátt. Stefán Gíslason spilaði undir og sló þetta atriði í gegn, enda er Hilmir þekktur fýrir allt annað en leiðinlega texta. Loks vom það þeir Sigfús og Pétur Péturssynir sem sungu tvö lög áður en gert var veitingahlé. Eftir að gestir höfðu horðað nægju sína fengu einar 70 myndir úr lífí Hjalta litla að rúlla, og á meðan sátu þeir Hilmir og Pétur Péturs á spjallinu um myndimar og komu með athugasemdir sem kölluðu ffam ófá brosin á mannskapnum. Að því loknu var kontið að aðalræðumanni kvöldsins, Pálnta Rögnvaldssyni. Hann hélt tölu um affnælisbarnið og fór vandlega ofan í sögu Hjalta á skemmtilegan hátt. Veislugestir skemmtu sér konunglega yfir skemmtiatriðum kvöldsins. Hilmir Jóhannesson veislustjóri. Tvö söngatriði, annað í höndum Jóns Halls og Gunnars og hitt í höndum Sigfúsar og Péturs mörkuðu lok skipulagðrar dagskrár. Bræðurnir tóku tvö lög og var annað þeirra, í Glerhallarvík, eftir Hjalta Pálsson sjálfan og texti eftir Sigurð Sigurðsson ffá Vigur, og var það mál ntanna hér væri fanta flott lag á ferð og fékk það góðar undirtektir gesta. Að skipulagðri dagskrá lokinni var orðið gefið laust og nýttu menn sér það uns komið var að dansleik um miðnættísbil. Ballinu lauk svo urn hálftvö og síðustu gestimir fóru að tínast heim á leið í yndislegri veðurblíðu sumamæturinnar eftir skemmtilega kvöldstund. Auglýsing um skipulag Tillaga að breytingu að Aðalskipulagi Blönduóss 1993-2013 Miösvæöi við Hnjúkabyggð Bæjarstjórn Blönduósbæjar auglýsir hér meö tillögu aö breytingu á Aöalskipulagi Blönduóss 1993-2013, samkvæmt 2. mgr. 21.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulagssvæðið tekur til lóöa Hnjúkabyggöar 29-31 og er staðsett á Blöndubakkanum sunnan megin ár. Breytingin felst í nýrri skilgreiningu á landnotkunarflokki þessara lóöa, veröi Miösvæöi í staö Núverandi og fyrirhugaöra svæöa fyrir stofnanir/ verslun/léttan iðnaö. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Blönduósbæjar aö Hnjúkabyggö 33 frá og meö mánudeginum 9. júlí til mánudagsins 30. júlí 2007. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna aö gæta er gefinn kostur á aö gera athugasemdir við breytingartillöguna, eigi síöaren 30. júli 2007. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- byggingar- og veitunefndar á bæjarskrifstofur Blönduósbæjar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir viö tillöguna innan tilskilins frests telst samþykkur henni. Jóna Fanney Friöriksdóttir bæjarstjóri BLONDUOSBÆR Hnjúkabyggö 33 540 Blönduós Simi 455 4700 www.blonduos.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.