Feykir


Feykir - 12.07.2007, Blaðsíða 10

Feykir - 12.07.2007, Blaðsíða 10
10 Feykir 26/2007 Fjöldi gesta sótti hátíðina heim. Jónsmessuhátíð á Hofsósi Dansaðí dögginni Hin árlega Jónsmessuhátíd var haldin á Hofsósi helgina 22. - 24. júní. Þetta var í fímmta skipti í röð sem hátíðin var haldin og fer gestum hennar fjölgandi ár hvert, enda frábær fjölskylduskemmtun þarna á ferðinni. Hofsósingar eyða ekki Jónsmessuhelginni í að velta sér upp úr dögginni og hlusta á kýrnar röfla. heir nota tækifærið og halda veglega hátíð heimafyrir, þar sem brott fluttir heimamenn og aðrir nærsveitungar koma saman og skemmta sér í fjölbreyttum dagskrárliðum. Árið í ár var engin undantekning. Þessa helgi margfaldaðist íbúafjöldi Hofsóss og aðsóknin var meiri en síðustu ár, en heildarfjöldi gesta nálgaðist þúsund manns. Mörg bekkjarmót voru í bænum auk minniháttar ættarmóta. Það voru þó ekki allir gestirnir sem settust að á Hofsósi alla helgina, heldur Auglýsing um skipulag Tillaga að breytingu að Aðalskipulagi Blönduóss 1993-2013 r Ibúöarsvæöi við Mýrarbraut Bæjarstjórn Blönduósbæjar auglýsir hér meö tillögu aö breytingu á Aöalskipulagi Blönduóss 1993-2013, samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulagssvæðið er á mótum Mýrarbrautar og Þverbrautar á Blönduósi. Breytingin felst í nýrri skilgreiningu á landnotkun svæöisinssem tekur til tveggja lóða, Mýrarbrautar 15-17, og leiksvæðis viö þá lóð. Lagt er til aö svæöið veröi skilgreint sem Íbúðar5væði. Breytingartillagan veröur til sýnis á bæjarskrifstofu Blönduós- bæjaraö Hnjúkabyggð 33 frá og með mánudeginum 9. júlí til mánudagsins 30. júli 2007. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna aö gæta er gefinn kostur á aö gera athugasemdir viö breytingartillöguna, eigi síöar en 30. júlí 2007. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags-, byggingar- og veitunefndar á bæjarskrifstofur Blönduósbæjar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir viö tillöguna innan tilskilins frests telst samþykkur henni. Jóna Fanney Friöriksdóttir bæjarstjóri BLONDUOSBÆR Hnjúkabyggö 33 540 Blönduós Sími 455 4700 www.blonduos.is voru margir sem kíktu í bæinn á einstaka viðburði. Hátíðarhöldin fóru mjög vel fram þrátt fyrir fjölda gesta og þótt ótrúlegt megi virðast, þurfti lögreglan að hafa lítil sem engin afskipti af gestum hátíðarinnar. Kyrrlátt var á fjölmennu tjaldsvæðinu í bænum, enda mikið um fjölskyldufólk. ÁHofsósivarýmislegtíboði. Gönguferðir, fótboltamót, óvissuferð fyrir börnin, reiðtúr, kvöldvaka og fleira sem allt var vel sótt. Fjölmennast var þó laugardagskvöldið, þar sem um 700-800 manns voru saman komin á kvöldvöku og dansleik. Á kvöldvökunni komu fram góðkunnir félagar, þeir Örn Árnason, Óskar Pétursson og Jónas Þórir og slógu þeir í gegni með gamanmálum sínum og söng. Ekki var dansleikurinn í Höfðaborg síðri, en það var hljómsveit Geirmundar sem lék undir dansi fyrir troðfúllu húsi. Einnig er rík ástæða til að greina frá fótboltamótinu sem fór fram á Hofsóssvelli. Þar voru það gamlir Neistamenn með þá Baltasar Kormák og Friðrik Þór Friðriksson innanborðs sem báru sigur úr bítum í spennandi viðureign. Solla stirða og Halla hrekkjusvin heilsuðu upp á börnin.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.