Feykir


Feykir - 12.07.2007, Blaðsíða 2

Feykir - 12.07.2007, Blaðsíða 2
2 Feykir 26/2007 Andlát Látinn er Óskar S. Óskarsson, slökkviliðs- stjóri hjá Slökkviliöí Skagafjarðar. Óskar var fæddur í Keflavík þann 30. maí 1961. Óskar útskrifaðist sem húsasmiður árið 1991 en árið 1995 hlaut hann löggildingu sem slökkviliðsmaður, eftir að hafa lokið fjölda námskeiða í slökkviliðsfræðum. Hann hóf störf sem slökkviliðsmaður árið 1986 hjá slökkviliði Keflavíkur- flugvallar. Það var síðan í febrúar árið 1993 að hann fluttist til Sauðárkróks og réði sig þá sem slökkviliðsstjóra. Óskar varð bráðkvaddur þann 3. júlí sl. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvær uppkomnar dætur. Einnig átti hann foreldra og tvo bræður á lífi. Útför Óskars verður gerð frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 14. júlí klukkan 14:00. Leiðari / minningu manns Fyrir mánuði siðan sat ég á kaffistofu slökkviliðs Skaga- Jjarðar og spjallaði við slökkviliðsstjórann. Umræðuefni okkar var lífið og tilveran og hversu stutt bilið milli lífs og dauða er. Hann ræddi um aðkomu sína að slysum og erfiðleikum og hvaða leiðir slökkviliðsmenn nota tilþess að vinna á þeim erfiðleikum sem þeir mæta í starfi sínu. Eg ræddi um mína hlið afþessum málum í gegnum tíðina, það er hið vandasama verk að skrifa um ótímabær andlát, hafa samband við aðstandendur og gera fréttina þannig úr garði að hún sýndi hinum látna virðingu og tilfinningum þeirra sem eftir lifa tillitsemi. Ekki grunaði mig að næsta fréttþessa eðlis sem ég þyrfti að skrifa yrði um andlát Oskars Óskarssonar, slökkviliðsstjóra, hins lífsglaða og lífsreynda viðmælanda míns þennan dag. Við ræddum hvernig samstarf okkar gæti orðið og hvað við gætum gert tilþess að skrifa og jjalla um mál svo þau hefðuforvarnagildi. Við ræddum um hugsanir semfara í gegnum huga sjúkraflutiúngamannsins er hann hraðar sér á slysstað í fullkominni óvissu um hvað eða hver bíði hans þar. Við ræddum um hversu mikið álagfylgdi starfinu og hvað það með tímanum tæki mikinn toll, sér í lagi efekki væri unnið rétt úr hlutum. Við ræddum um mikilvægiþess að lifa í núinu og þakka fyrir það sem við eigum og höfum. Við ræddum líka svolítið um tóma vitleysu og hlógum mikið. Blessuð sé minning Óskars Óskarssonar, slökkviliðsstjóra. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is sími 8982597 Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alitaf á miðvikudögum Feykjr Utijcfíwdi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauóárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiöar Ásgeirsson, Herdis Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. RitstjóriS ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Simi 455 7176 Blaðamcnn: Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is, Örn Þórarinsson, Bagnhildur Friðriksdóttir. Prófarkalestur: Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprentehf. Simi 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Köttur fór í 30 daga veiðitúr Brandur um borð í Málmey Skipverjum um bord i Malmey brugðu heldur í brún þegar þeir ætluðu að byrja á veiðum í 30 daga túr sínum. Þegar kasta átti trollinu heyrðist skerandi öskur framan úr grandarspilrýminu og kom þá í Ijós að grabrondottur kottur hafði Óhætt er að segja að kisi hafi verið heppinn að sleppa úr þessari lífsraun, en hann kont sér vel fyrir í veiðarfærunum, hélt þar til allan túrinn og lifði þessa 30 daga af. Honum var loks sleppt ið inm i trollinu. þegar í land var komið og virtist vera frelsinu feginn. Brandi, eins og hann var nefndur, var gefinn lúxusmatur á hverjum degi, svo það er aldrei að vita nema að hann taki sig til og skelli sér í annan túr á næstunni. Ljóð að hætti Smára á Lóni Smári Skapalón Föstudaginn 29. júní var fyrsti Ijóðalestur Kjötkróks haldinn. Lesin voru þijú úrvalsljóð úr væntanlegri Ijóðabók Smára Haralds- sonar, Bónda á Lóni. Af þvi tilefni tilkynnti hann nýtt skáldanafn sitt og kallar sig nú Smára Skapalón. Frekari upplýsingar veitir Srnári í síma 844-7285. Ekki verða fleiri ljóðalestrar í Kjötkrók að sinni. Frá undirritun sáttmálans, frá vinstri: Agnar Gunnarsson, Akrahreppi, Guðmundur Guðlaugsson, Sveitarfélaginu Skagafirði, Hjalti Pálsson, ritstjóri, Stefán Guðmundsson frá KS og Árni Gunnarsson frá Leiðbeiningarmiðstöðinni Byggðasaga Skagafjarða Fjármögnun tiyggð Fuiltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sögufélags Skagfirðinga, Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar, Kaupfélags Skagfirðinga og Akrahrepps undirrituðu á dögunum samkomulag um fjármögnun á ritun Byggðasögu Skagafjarðar næstu fjögur árin. Sveitarfélagið Skagafjörður Hjalta Pálsson, en aðrir mun leggja til laun og annan styrktaraðilar leggja til framlög kostnað við ritstjóra verksins, í annan kostnað. Ráðinn hefur verið aðstoðarmaður, Kári Gunnarsson sem mun vinna með ritstjóra að ritun Byggðasögunnar. Nú eru komin út 3 bindi af ritverkinu. Fjalla þau um jarðir í Skagafirði vestanverðum. Á haustdögum 2007 mun 4. bindi koma út, þar sem fjallað verður um Akrahrepp. 1 5. bindi verður sagt frá jörðum í Viðvíkur-Hóla- og Rípurhreppum, 6. bindi verður um Hofshrepp, það 7. um Fljót og 8. og síðasta bindið um Fellshrepp auk nafiraskrár og leiðréttinga. Núverandi stjórn Byggða- sögunnartóktilstarfaþann 10. ágúst 2006. Hana skipa Ásdís Sigurjónsdóttir, tilnefnd af Sveitarfélaginu Skagafirði, Gunnar Rögnvaldsson, til- nefiidur af Sögufélagi Skag- firðinga og Bjarni Maronsson formaður, tilnefndur af Kaup- félagi Skagfirðinga. Vel heppnaður kynningarfundur Gagnaveitunnar SSNV 60 manns mættu Gagnaveita Skagafjarðar helt a þriðjudagskvoldið kynningarfund með íbúum Túnahverfis en það hverfi verður fyrsta verksvæðið sem Gagnaveitan ræðst í framkvæmdir í, við lagningu Ijósleiðara inn á heimili á Sauðárkróki. Um 60 manns komu á fundinn og hlýddu á kynningar um framkvæmdirnar. Á fúndinum kom fram skýr vilji Gagnaveitunnar að eiga gott samstarf við íbúa og velja endanlegar lagnaleiðir og ffágang lóða í fullu samráði við þá. Helstu spurningar íbúa voru í tengslum við lagnaleiðir og ffágang, kostnað þeirra við að taka ljósleiðarann inn og hvað þessar tengingar hafi umffam algengar tengingar í dag. Margir skiluðu inn yfirlýsingum á fundinum þar sem þeir gefa Gagnaveitunni leyfi til að fara í gegn um lóðir þeirra og leggja Ijósleiðarann inn fýrir vegg. Meira um fúndinn á heimasíðu Gagnaveitunnar. www.skv.is/ gagnaveita Göngur á dagatal Á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fér í Hollandi 6. - 12. ágúst n.k. mun verða dreift sérstöku kynningarefni um göngur og réttir og aðra ferðaþjónustu á Norðurlandi. Það er SSNV-Atvinnuþróun sem stendur fyrir gerð og dreifingu kynningarefnisins í samstarfi við Útflutningsráð, sveitarfélög og hagsmuna- samtök ferðaþjónustunnar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.