Feykir


Feykir - 12.07.2007, Blaðsíða 9

Feykir - 12.07.2007, Blaðsíða 9
26/2007 FeykJr 9 Krakkarnir gróðursetja hér og þar á svæðinu. Líka milli kletta og í grjóti og er svæðið að verða hið blómlegasta. Heimsókn í Blönduvirkjun 23 unglingar í sumarvinnu Framleiðsla á rafmagni er ekki eina starfsemin sem fram fer í Blönduvirkjun. Innan um fastráððna starfsmenn er fjöldinn allur af unglingum sem koma í sumarvinnu, sum þeirra ár eftir ár. Þetta eru krakkar á aldrinum 16-20 ára sem vinna fjölbreytt störf á svæðinu, allt frá gróður- setningu til eldamennsku. Ragnhildur Friðriksdóttir skellti sér upp í virkjun og fræddist um starfsemina þar. í ár koma 23 unglingarnir í sumarvinnu. Flest þeirra koma úr Austur-Húnavatnssýslu en einnig eru krakkar úr Skagafirði og Reykjavík. Krakkarnir \inna í 10 vikur yfir sumarið við hin ýmsu verkefni, svo sem gróðursetningu, girðingavinnu, eldhússtörf, áburðardreifingu, ýmiskonar viðhald, þrif og margt fleira, auk þess sem alltaf er einn sem sér um að taka á móti gestum er heimsækja virkjunina. Dvalið er í tveggja og þriggja rnanna herbergjum í glæsilegu starfsmannahúsi sem býður upp á góða aðstöðu, en krakkarnir halda svo á heimaslóðir urn helgar. Það lætur sér enginn leiðast Svona vinna er ekki fyrir alla en hinsvegar er auðséð að krökkunum sem þarna vinna að þeim finnst þetta alls ekki leiðinlegt. Dagurinn byrjar stundvíslega klukkan átta þar sem þeim er úthlutað verkefnum og þau halda á vinnustaði sína. Þau vinna fram að hádegi, þó með einni kaffipásu. í hádeginu er haldið til baka í starfsmannahúsið í hádegismat þar sem eldhúsdömurnar hafa útbúið dýrindis mat. Síðan heldur vinnudagurinn áfram allt til kl. 18:30 en þá er haldið í kvöldmat sem er ekki síðri en hádegismaturinn. Ekki eru allir dagarnir þó svona því reglulega eru haldin námskeið fýrir krakkana, s.s. skyndihjálparnámskeið, öryggisnámskeið, brunavarna- námskeið og jafiiingjafræðsla, þannig að krakkarnir verða reynslunni ríkari að surnri loknu. Það er ýmislegt sem krakkarnir geta gert í frítíma sínum og varla hægt að láta sér leiðast. Ef viljinn er fyrir hendi geta krakkarnir verið í ró og næði inni í herbergi, en annars geta þau farið í billjard, horft á sjónvarp og bíómyndir, farið í heitan pott, gufú, körfú- og fótbolta, farið að lyfta auk þess sem þau halda hvort öðru félagsskap með spjalli og skemmtilegheitum. Frábært andrúmsloft og góður matur Eitt sem ekki fer ffamhjá nokkrum manni sem þangað kemur, er hversu góðir vinir krakkamir eru orðnir. Frábær andi ríkir meðal þeirra og þau virðast öll vera perluvinir. Að sögn Nínu Hrefnu og Grétu Maríu, tveggja 17 ára stúlkna sem þama starfa, er það frábært hversu gott andrúmsloft er á staðnum. Stelpurnar voru spurðar hvað væri það besta við að vinna þarna, og þær voru ekki lengi að svara báðar í kór - “Maturinn”. En síðan bættu þær við að krakkarnir hér væru frábærir og enginn mórall væri til staðar, hér væri góð aðstaða og síðast en ekki síst eyddi maður engum pening hér og kæmi fyrir vikið ríkari til leiks á veturnar en ella. Þegar þær voru loks spurðar livað væri það versta við dvölina hér, þurftu þær að hugsa sig um, en svöruðu loks flissandi að gróðursetning væri sennilega verst. Margar hendur vinna létt verk Landsvirkjun er með sérstakt umhverfisverkefhi í gangi sem ber nafnið „Margar hendur vinna létt verk”. Verkefnið byggist á því að einstaklingar, félagasamtök eða fýrirtæki sækja um styrki fýrir umhverfisverkefnum til Landsvirkjunar. Styrkur sá felst í því að fá unglinga til sín í vinnu til skamms tíma - þeim að kostnaðarlausu. Það eina sem umsækjandi þarf að gera er að greiða fæði og sjá um að öryggi og aðgengi uppfýlli kröfúr. Umsóknum um þessa styrki hefur fjölgað ört og í ár hlutu 12 aðilar styrk til ýmissa verkefna, t.d. umhirðu kirkjugarða, gerð göngustíga, gróðursetningu og fleira, og í sumar hafa krakkarnir farið víða bæði í Húnavatnssýslu og Skagafirði í tengslum við þetta verkefni. Nóg af verkefnum handa krökkunum Það eru eflaust einhverjir sem velta fýrir sér tilgangi þessarar starfsemi. En þegar betur er að gáð, kentur í ljós að hann er vissulega til staðar. Krakkarnir þrífa neyðarútganga inni í virkjuninni svo þeir rykfalli ekki og öryggi þeirra tapist, en Þessar hressu stúlkur voru að bera áburð á trjágróðurinn við virkjunina. Þessar stúlkur sáu um að þrifa herbergi krakkanna. Fúsi, Ingvi og Pálmi rifa upp girðingu. Eldhúsdömurnar ásamt Stefáni bökuðu dýrindis pizzur. það er lagt sérstaklega mikið upp úr öryggi á svæðinu. Fjöldi útlendinga kemur til að skoða virkjunina, og mikilvægt þykir að þeir korni að snyrtilegu og fallegu umhverfi og sjái að virkjunum fýlgi ekki alger spilling eins og margir vilja halda. Staðreyndin er einnig sú að mikil landgræðsla hefúr átt sér stað á þessu svæði fýrir tilstilli unglingavinnunnar. Hér er lóðin vel hirt og snyrtileg, varla finnst sá fermeter sem ekki vex á tré, gróðurinn hefur dreift úr sér svo að plöntur eru jafnvel farnar að vaxa upp úr klettum. Krakkarnir hafa farið á breitt svæði í kringum virkjunina og tekið all svakalega til, svo að ljóst er að sveitin nýtur góðs af vinnu þeirra. Þá er ekki nerna von að maður spyrji sig hvort virkjana- framkvæmdir hafi alslæin áhrif á umhverfið. Alla vega kveð ég virkjun- arsvæðið mun fróðari en áður.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.