Feykir


Feykir - 12.07.2007, Blaðsíða 7

Feykir - 12.07.2007, Blaðsíða 7
26/2007 Feykir 7 Mínir uppáhaldstímar Tímarnir í heyrnleysingja- skólanum voru mínir uppá- halds tímar. Krakkarnir í bekknum mínum voru alveg frábærir, rosalega áhugasamir og líflegir. Það var gaman að fylgjast með þeirn tala táknmál og þeir voru meira en tilbúnir að kenna nrér og hinum sjálfboðaliðunum kínverskt táknmál. Um helgar fórurn við oft og heimsóttum nemendurna í skólann, en þetta er heimavistarskóli og margir krakkanna koma langt að og fæstir þeirra fara heim urn helgar. Þá fengum við tækifæri til að kynnast þeirn betur og leika við þá. Lucy og frændi hennar, Kevin, senr talar einnig góða ensku og táknmál, koinu alltaf unr helgar til að hitta nemendurna og gátu því þýtt fyrir okkur líka. Eftir því sem á leið lærðum við svo meira táknmál og urðum betur sjálfbjarga. Stundum var nóg að hafa eina litla kínversk-enska orðabók og þá gátum við talað saman. Sláandi reynsla Fyrir kínverska nýárið, sem var í febrúar í ár, kenndum við í skóla fyrir andlega fötluð börn. Ég kenndi 14 krökkum sem allir voru á misjöfnum aldri, frá 9 til 17 ára, og allir glímdu þeir við ólíka fötlun. Það var sláandi að sjá hvernig þeim er blandað saman, einn af nemendum mínurn virtist vera algjörlega heill í höfðinu en var með bæklaðan fót og gekk því í skóla nreð nokkrum sem gátu lítið sem ekkert talað, einum með Downs heilkenni og fleiri alvarlega þroskaheftum börnum. I Kína þarf lítið til að vera álitinn fatlaður. Ef fólk eignast fatlað barn þá má það eiga annað, þrátt fyrir reglur um eitt barn á fjölskyldu, og skiljanlega vill fólk eignast heilbrigt barn. Það reiðir jú mikið á börnin þar sem velferðarkerfið í Kína nrun ekki sjá um alla í ellinni. Þar sem krakkarnir voru á mjög misjöfnu þroskastigi gat verið erfitt að finna hinn gullna meðalveg í tímunum, en við spiluðum mikið af leikjunr þar sem við gáturn notað orðin sem við höfðunr lært og allir gátu verið með. Það virkaði mjög vel og við skemmtum okkurvel. Eftir áramótin var skóla- byggingin, sem var á besta stað í borginni, rifin svo þar mætti byggja verslunarhúsnæði. Þá var skólinn fluttur í útjaðar borgarinnar og effir það áttu nokkrum nemendum minum í Ningxia háskólanum. Hao Hao, 5 ára heyrnarskertur drengur lærir aö tala og hlusta í leikskólanum. Hressir strákar i heyrnleysingaskólanum að spila körfubolta. fæstir nemendanna kost á að komast í skólann. Aðeins 7 af 45 nemendum héldu áfram og hinir hættu einfaldlega að fara í skóla. Þá voru tínrarnir okkar einnig teknir af stundatöflunni þar sem ekki var grundvöllur fyrir að fá 5 sjálfboðaliða og jafnmarga túlka til að kenna 7 börnurn í hverri viku. Nýtt húsnæði skólans á betri stað á að vera tilbúið snemma á næsta ári, en þar til þá hafa þeir nemendur sem ekki hafa tök á að komast í skólann ekkert við að vera. í staðinn fyrir að fara í skólann fyrir þroskaheft börn heimsóttum við skóla á gagnfræða- og framhaldsskólastigi einu sinni Starfsmenn nuddstofunnar með enskukennurum sínum. í viku. Við hittum hvern bekk í 45 mínútur og töluðum urn Kína, Noregog Island en mesta áheyrslu lögðum við á að tala uin fatlað fólk. Við reyndum að vekja nemendurna til umhugsunar um málefni fatlaðra, og þá sérstaklega blindra, heyrnalausra og þroskaheftra og sögðum þeim frá því hvað við vorurn að gera í Kína. í hverjunt bekk voru um 60 nemendur og var aginn meiri en maður á að venjast í skólum á Islandi. Það er ekki nema von að það hafi verið erfitt að fá enskunemendurna í háskólanum til að tala fyrir ffaman bekkinn og taka þátt í unrræðum þar sem þeir eru aldir upp við þetta; 60 saman i bekk þar sem mikill agi ríkir og ekki tími til að hlusta á hvað allir hafa að segja. Þetta voru skemmtilegir tímar og gott tækifæri sem við fengum til að vekja fólk til umhugsunar um þessi málefni og vonandi höfðurn við góð áhrif á viðhorf nemendanna til fatlaðra. Lífíegir tímar með heyrnarskertum börnum Síðasti skólinn sem við unnurn í var leikskóli fyrir heyrnarskert börn. Börnin korna í leikskólann eftir að þau hafa fengið heyrnartæki og þar læra þau að lesa varir, tala og hlusta. Það var ekki mikið vit í að reyna að kenna börnunum ensk orð meðan þau voru enn að basla við að læra sitt eigið tungumál svo þarna lékum við bara við börnin. Þetta voru Iíflegir og skemmtilegir tímar og ott voru það uppgefnir sjálfboðaliðar sem gengu út að deginum loknum. Það er mikilvægt að spyrja sig hvort við höfunr í raun gert eitthvert gagn í öllum þeim mismunandi skólum og stofnunum sem við vorurn að vinna í. Það er ekki nrikið gagn í að kenna 5 ára kínversku og heyrnarskertu barni að segja “blár” og “rauður” á ensku, og hugsanlega munu hinir heyrnarlausu nenrendur rnínir aldrei nota enskuna sem ég kenndi þeim, já eða þeir þroskaheftu. Háskólanenrarnir fengu gott tækifæri til að æfa sig í að tala ensku og þeir lærðu vonandi margt gagnlegt til frambúðar í tímunum hjá ntér. Þeir lærðu líka ýmislegt fróðlegt um Island og önnur vesturlönd. En það skiptir ekki mestu nráli hversu ntikla ensku við kenndunr nemendunum. Það sem skiptir máli er að við komunr í hverri viku og lífguðunr upp á tilveruna hjá þeinr og gáfum þeim tímann okkar og athygli. Við vöktum um leið athygli almennings á þessum skólum, málefnum þeirra og nemendum og þar með er takmarkinu náð. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar kornu sjónvarps- upptökumenn og blaðamenn þegar við vorum að vinna, tóku viðtöl og nryndir og birtu í fjölmiðlum í Ningxia. I Kína eru fatlaðir álitnir annars flokks borgarar og með okkar vinnu í Ningxia unnum við að því að breyta því. Lærdómsríkir mánuðir Þessir 9 mánuðir sem ég bjó í Kína voru bæði skemmtilegir og lærdómsríkir. Maður lærir mikið af því að búa í jafn stóru og framandi landi og Kína og þetta var mjög gott tækifæri til að kynnast menningu og lífsháttum Kínverja. Fyrst ber að nefna tungumálið en eins og áður sagði þá eru ntjög fáir útlendingar í héraðinu sem ég bjó í og allt er á kínversku. Fáir utan enskudeildar háskólans tala ensku svo til að komast af verður maður að Iæra að minnsta kosti undirstöðuatriðin í kínversku. Við fengunr einn kínversku- tírna á viku en urðum að læra ntikið sjálf til að ná einhverjum framförum. Sem útlendingar í Yinchuan fengurn við mikla athygli, margir hafa aldrei séð útlending áður, hvað þá talað við einn slíkan. Fólk á götum úti starði, benti, skellti uppúr, öskraði halló eða einfaldlega útlendingur! Ef það var eitt- hvað óvenjulegt við rnann þá var fólk óhrætt við að segja okkur frá því, hvað við værum stór, feit, ljóshærð eða með bólu á nefinu. Maður lærði því fljótlega að taka því ekki sem gagnrýni, fólk var einfaldlega að segja okkur frá því. Kínverjar eru rnjög vinalegir og alltaf reiðubúnir að hjálpa en ég verð að viðurkenna að undir lokin var ég orðin þreytt á að fólk gæfist upp á að tala við mig og segði einfaldlega “hún skilur ekki.” Eins þegar mér lék forvitni á að vita eitthvað en einu svörin sem ég fékk voru “svona er þetta í Kína, þetta er kínverska aðferðin.” Þetta átti kannski sérstaklega við þegar spurt var urn viðkvæm málefni, s.s. pólitík, sögu og annað í þeirn dúr. Ef ég spurði nemendur mína í háskólanum urn Mao formann var eina svarið sem ég fékk “hann var stórkostlegur maður.” Og þar með var það útrætt. Ég átti Kinaskák spiluð á götu úti og hópur áhorfenda fylgist með. Bóndi að reka féð sitt. auðvitað ekkert að vera að hnýsast í kínversk stjórnmál og skrifaði undir yfirlýsingu þess efnis þegar ég hóf störf eins og allir þeir útlendingar sem starfa í Kína. Það var athyglisvert að sjá hversu ólíkt líf háskólanemanda í Kína er ffá lífi háskólanemanda á íslandi. I Kína búa lang flestir á heimavistum í 4-8 manna herbergjum og allir verða að koma heim f)TÍr 11 á kvöldin. Eins búa margir kennarar á heimavistum, þó aðeins í tveggja manna herbergjum, og þeir þurfa líka að fara eftir útivistarreglum. Tjáningarfrelsi er eitthvað allt annað en ég á að venjast og allt er ritskoðað. Margar heimasíður á Netinu voru t.d. lokaðar frá Kína. Spilling er daglegt brauð og ef þú vilt komast áfram í Kína er eins gott fyrir þig að vera í náðinni hjá Flokknunt. Árgyllta svínsins Þann 18. febrúar kvaddi ár hundsins og ár gyllta svínsins tók við. Þá var langt frí og ég fékk tækifæri til að ferðast um þetta víðáttumikla land. Nýárið er stærsta hátíð Kínverja og mikil hátíðahöld tengd því um alltland. Hátíðahöldin samsvara jólum hjá okkur, en þau halda Kínverjar ekki hátíðleg þó ungt fólk fagni þeinr í vaxandi mæli með þvi að fara út með vinunr og geri sér glaðan dag. I fríinu hélt ég suður á bóginn í leit að hlýju en í desember og janúar var rosalega kalt í Ningxia. Þær voru margar, löngu lestarferðirnar á rnilli landshorna Kína þar sem var lesið, prjónað og spjallað tímum saman. Þá var líka kjörið að æfa sig í kínversku og iðulega hópuðust áhugasamir kínverjar að útlendingunum og vildu endilega spjalla. Þó það sé auðvitað alltaf gott að koma heim og vera á kunnulegum slóðum á ný þá er ýmislegt sem ég á eftir að sakna ffá Kína. Allt yndislega fólkið sem ég kynntist, nemendurnir, iðandi mannlífið á götunum og allur ljúffengi maturinn svo eitthvað sé nefht. Þetta hefur verið viðburða og lærdómsríkur vetur og mikil reynsla sem mun nýtast mér í hverju sem ég tek nrér fýrir hendur. Ég mundi gera þetta aftur án þess að hugsa mig tvisvar unr og á án efa eftir að fara til Kína aftur, hvort sem það verður til að heimsækja vini í Yinchuan, kenna ensku eða læra rneiri kínversku. Það ffeistar mín allt saman. Kristín Una Sigurðardóttir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.