Feykir


Feykir - 12.07.2007, Blaðsíða 11

Feykir - 12.07.2007, Blaðsíða 11
26/2007 Feykir 11 Kókoshumar og epla- og hlynsírópsbaka ( ÚR ELDHÚSI LESENDA ) Uppskriftir frá Maríu og Magnúsi Það eru heiðurshjónin María Hjaltadóttir og Magnús Guðmundsson sem eru matgæðingar Feykis að þessu sinni. Þau hjón skora á Kára Bragason og Rakel Runólfsdóttur á Hvammstanga. Munu uppskriftir þeirra birtast að hálfum mánuði liðnum. Forréttur Kókoshumar 250 gr. humar 1 egg, hrœrt 1 dl. brauðrasp 1 dl. kókosmjöl salt olía til steikingar Hitið olíu á pönnu. Blandið saman raspi, kókosmjöli og salti. Humrinum er dýít í hrærða eggið og velt upp úr raspblöndunni. Steikið Humarinn í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Sósa með humrinum: 1 dl. majónes eða sýrður rjómi 1 msk. sœtt sinnep 2 tsk. sweetchilli sauce Aðalréttur Grillaðar kjúklingabringur 4 kjúklingabringur 1 hvítlauksrif pressað 2 msk. matarolía 4 msk. tómatsósa 1 msk. hunang 1 msk. paprikuduft svartur pipar og salt Hrœrið hvítlauknum saman við olíuna, tómatsósuna, hunangið og kryddið. Látið bringurnar liggja í kryddleginum í minnst 2 klst. Grillið þær síðan í 6-8 mín. á hvorri hlið. Grillkartöflur: 4 bökunarkartöflur kúmen salt ólífuolía Sjóðið kartöflurnar í 15.mín., kælið og skerið þær í tvennt. Penslið skurðflötinn með olíunni og stráið kryddinu á. Grillið í 15 mín. og snúið þeim oft á meðan. Eftirréttur Epla- Og hlynsírópsbaka 4 epli 275 gr. hlynsíróp 2.tsk. kanill 2 egg 20 gr. hveiti 1 tsk. vanilludropar salt á hnífsoddi 2,5 dl rjómi Afhýðið eplin, takið kjarnann úr og skerið í tvennt. Setjið í pott með kanil og sýrópi og sjóðið við vægan hita í 5 mín. með rúnnuðu hliðina niður. Snúið eplunum við og sjóðið þar til þau eru mjúk og sírópið hefur þykknað. Takið eplin úr pottinum, skerið í þunnar sneiðar og raðið í form. Vigtið sírópið, það á að vera 150 gr.,bætið við ef þarf. Þeytið saman rjóma, salt, vanilludropa, egg og hveiti og hellið blöndunni yfir eplin og bakið við 180° í 40 mín. eða þar til kakan er fallega brún á köntum. Berið ffam með rjóma og ristuðum hnetum. Skoðun lesanda Kattafár áKróknum Jóhanna Bjömsdóttir hafið samband og vildi na athygli kattaeigenda á Sauðárkróki. Skorar Jóhanna á kattaeigendur að passa ketti sína, þegar fuglar er í óða önn að reyna að koma upp ungum sinum. Jóhanna býr \ið Hólaveginn, og er að hennar sögn gersamlega komin upp í koká þessu kattafári héma. -Það verpa enn nokkrir þrestir hér í kring, þar á meðal eitt par í mínum garði, og okkur finnst ekkert skemmtilegra en vakna upp við fúglasöng og fýlgjast svo með æfingaflugi. EN - maður gengur hér um eins og grenjandi ljón, að hrekja burtu kettina sem \’ilja krækja sér í bita, og eru þegar búnir að drepa úr nokkrum hreiðrum. Þetta er jú þeirra eðli, en það er eigendanna að passa þá, setja á þá bjöllur, og helst að hafa þá mest innandyra þennan tima. Ég hélt að það hefðu verið settar reglur um katthald, svipað og um hundahald, fólk þyrfti nú að merkja kettina sína og greiða gjald, en flestir af þessunt köttum hér í kring er alveg ómerktir. Svo getur rnaður varla haft opna glugga eða hurð, þá eru þeir komnir inn!! Jóhanna óskaði eftir birtingu í Feyki í von um að eitthvað myndi lireytast. ( RABB-A-BABB ) Birkir Rafn Nafn: Birkir Rafn Gíslason. Árgangur: 1981. Fjölskylduhagir: Fer eftir árstíma. Starf/ nám: Tónlistarmaður. Bifreið: Engin. Hvað er í deiglunni: Að fylgja eftir fyrstu sólóplötunni minni Single Drop, sem var að koma í allar betri hljómplötuverslanir á landinu. Hvernig hefurðu það? Rosa fínt. Hvernig nemandi varstu? Afar hressandi nemandi með valkvíða. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Að vera með greitt í piku. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Það sem ég er. Hvað hræðistu mest? Að fara á hausinn ef enginn kaupir plötuna mína, ekki viljið þið það? Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Use your lllusion II - Guns N' Roses. Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Syng bara Abba í kareóki. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Út og Suður er hressandi þáttur. Besta bíómyndin? Kúreki Norðursins, bíð spenntur eftir að hún komi á DVD. Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Bruce Willis því ég á eigin- handaráritun frá honum. Erum góðir saman. Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Kaffi. Hvað er í morgunmatinn? Special K og stundum ristað brauð á sunnudögum ef ég er í rosa fíling. Uppáhalds málsháttur? Eigi skaltu vaka þó dauðursért Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Andrés Önd. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Nautasteikin mín klikkar aldrei. Hver er uppáhalds bókin þín? Ævisaga Keith Richards. Þetta er bók sem allirverða lesa. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ...Tallinn í Eistlandi, geggjuð borg í alla staði. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Væri til í að geta skipulagt mig betur. Vera ekki alltaf með allt á síðustu stundu. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi. Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Horfi ekki á fótbolta en hélt með Everton þegar ég var krakki því að Dolli gaf mér búning með þeim þá. Hvaða fþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Hemma Gunn. Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Heim í Búðardal, algjör perla, Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Mamma og pabbi. Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Gítarinn myndi duga mérfínt. Hvað er best í heimi? Að búa til músík.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.