Feykir


Feykir - 19.07.2007, Blaðsíða 1

Feykir - 19.07.2007, Blaðsíða 1
Láttu ekki vandræðin verða til vandræða Ibúðalánasjóður www.ils.is 800 fm sorpflokkunarstöð mun rísa á Sauðárkróki í haust. Flokka ehfrís á Saudárkróki___________ Allir að flokka og skila Móttökustöð fyrír flokkaðan úrgang mun rísa á Sauðárkróki við Borgarteig 12 í haust. Þar gefst bæjarbúum og nærsveitarmönnum loksins kostur á að skila inn úrgangi að öllu tagi, allt frá rafgeymum og málningu til mjólkurferna og pappakassa. Móttökustöðin hefur hlotið nafhið Flokka ehf og er í eigu Ómars Kjartanssonar, en Ómar skrifaði í árslok árið 2006 undir 10 ára samning við Sveitarfélagið Skagafjörð. Með samningnum er gert ráð fyrir að Flokka ehf, taki á móti öllu sorpi Skagfirðinga og flokki það eftir ströngustu reglugerðum. Því næst fari það i endurnýtingu bæði hér heima og erlendis. Það sorp sem ekki fáist farvegur fyrir verði urðað. Lokið hefur verið við að steypa 800 fermetra grunn og mun stöðin opna í október eða nóvember. Á planinu fyrir utan stöðina munu standa gámar þar sem fólk getur losað sig við grófan úrgang, s.s. timbur og dekk en að öðru leiti verður tekið á móti öllum öðrum úrgangi í stöðinni, þó hinsvegar verði það Jarðgerð ehf sem taki áffam á móti lífrænum úrgangi bæjarbúa. Nú þegar Skagfirðingar hafa loks tækifærið, er mikilvægt að allir taki höndum saman, flokki úrganginn og skili í Flokku ehf. Skagafjörður Samið við Vodafone Byggðarráð SkagáQarðar ákvað á fundi sínum þann 9. júlí sl. að segja upp þjónustusamningi viðSímann og taka tilboði Vodafone. Á fundi sínurn ítrekaði bæj arráðáðurfraemurþarskýit ffam að lagst er alfarið gegn lagningu umrædds vegar um Svínavatn í Húnavatnshreppi enda samræmist veglagningin engan vegin áformum þeirra um áffamhaldandi ffamtíðarnýtingu jarðanna. Frjálsar íþróttir Glæsilegt hjá Helgu Margréti Helga Margrét Þorsteinsdóttir, USVH, hafnaði í 5.sæti á Heimsmeistaramóti ungmenna 17 ára og yngrí í sjöþraut í Ostrava í Tékkland. Helga Margrét hlaut samtals 5405 stig. Helga sigraði 800 metra hfaupið, sem var síðasta grein þrautarinnar með yfirburðum, hljóp á persónulegu meti 2:17,72 mín. Var hún aðeins 27 stigum frá 4.sætinu og 89 stigum ffá bronsverðlaunum á mótinu. Setti Helga Margrét með þessu árangri sínu nýtt meyjamet og var þremur stigum yfir íslandsmeti Kristínar Birnu Ólafsdóttur (5402 stig) í kvennaflokki, en þar sem hæð á grindum er 76,2 cm í þessu móti, en ekki 84 cm eins og í kvennaþraut, er ekki um íslandsmet kvenna að ræða, en það er eini munurinn á þessari þraut og sjöþraut kvenna. Sjá nánar á síðu 6. Ábúendur jarða leggjastgegn lagningu Heimamenn á móti vegi við Svínavatn Á fundi bæjarráðs Blöndu- ósbæjar þann 27. júní sl. var tekin fyrir tillaga að matsáætlun fyrir veg við Svínavatn. Á sama fundi var lagður fram undirskriftalisti landeigenda á svæðinu. Á fundi sínum ítrekaði bæjarráð áður ffamkomna afstöðu bæjarstjómar Blöndu- ósbæjar. Sem lá fyrir bæði samkvæmt bréfi dagsettu 9. febrúar 2006 auk umsagnar vegna tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007 - 2018 ffá 1. mars sl. Bæjarstjóri Blönduósbæjar hefur sent Skipulagsstofnun bréf þar sem ffam kemur að á grundvelli andstöðu bæjarstjómar við fyrirhugaða ffamkvæmd sjái bæjarráð ekki ástæðu til að veita umsögn við tillögu að matsáætlun fyrir veg við Svínavatn enda sé hugmyndin í hróplegu ósamræmi við skipulag svæðisins, afstöðu sveitarstjórnarmanna, land- eigenda og ábúendur þeirra jarða sem fyrir raski myndu verða. Með bréfinu fylgdi undir- skriffalisti eigenda og ábúenda þeirra jarða í sýslunni sem framkvæmdin myndi hafa áhrif á og kemur þar skýrt ffam að lagst er alfarið gegn lagningu umrædds vegar um Svínavatn í Húnavatnshreppi enda samræmist veglagningin engan vegin áformum þeirra um áffamhaldandi ffamtíðarnýtingu jarðanna. Hreppsnefhd Húnavatns- hrepps komst að sörnu niðurstöðu á fundi sínum þann 4. júlí sl. VIÐ BÓNUM OG RÆSTUM! Daglegar ræstingar og reglubundið viðhald á bóni í fyrirtækjum og stofnunum Hringdu núna eða sendu tölvupóst Sími: 893 3979 * Netfang: siffo@hive.is —CTenftll eh|3— Canon PowerShot A570IS Aöalgötu 24,550 Sauðárkrókur:: Sími 453 5519 :: Fax 453 6019 Bílaviðgerðir hiólbarðaviðgerðir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.