Feykir


Feykir - 19.07.2007, Blaðsíða 2

Feykir - 19.07.2007, Blaðsíða 2
2 Feykir 27/2007 Einar Oddur Kristjánsson látinn Andlát Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í NV- kjördæmi, varð bráðkvaddur sl. laugardag er hann var í fjallgöngu á Kaldbak á Vestfjörðum ásamt hópi fólks. Einar Oddur var 64 ára að aldri og lætur eftir sig eiginkonu, Sigrúnu Gerðu Gísladóttur og þrjú börn. Einar Oddur fæddist á Flatcyri 26. des. 1942. Hann var fyrst kjðrinn á þing árið 1995. Einar Oddur var skrifstofumaður á árunum 1961-1965. Póstafgreiðslu- rnaður 1965-1968. Hannvarð síðar framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Hjálms hf., Stjórnarformaður Hjálms hf., Vestfirsks skelfisks hf. og Kambs hf. Þá tók hann að sér í gegnum tíðina ófá nefndar- og trúnaðarstörf. Með Einari Oddi er genginn einn ötulasti tals- maður landsbyggðarinnar. Feykir vottar aðstandendum Einars samúð sína. Leiðari Stöndum vörð um byggðirnar okkar Ég sat á dögunum í góðumfélagsskap og umræðuefnið var landsbyggðin og samgöngumál. Fólkið sem sat með mér var allt landsbyggðarfólk en ágreiningur okkar var mikill. Öll voru þau á þeirrí skoðun að skera ætti Blönduós frá þjóðvegi eitt og byggja þar að auki veg yfir hálendið. Þau vildu sjá leiðina á milli aogb eða Akureyrar og Reykjavíkur styttast. Ég, sem get veriðfjandi rökfóst, átti ekki roð í þetta fólk. Þeim fannstþað nánast brot á sínum rétti að þurfa að leggja lykkju á leið sína, eins og þau kölluðu það, tilþess að halda Blönduós í byggð eða sjoppunni þar opinni. Mér fannstþetta sorgleg umræða og endaði meðþví að draga mig í hlé, sem er ekki líkt mér, ég hreinlega nennti ekki að stofra dl leiðinda því ég sá að við yrðum að vera sammála um að vera ósammála. Þarna sá ég líkafram á mikilvægiþess að við íbúar á Norðurlandi Vestra stöndum saman öll sem eitt og stöndum vörð um byggðirnar okkar. Held að þacI sé orðið útséð með aðþað gerirþað alla vega enginn fyrir okkur. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is sími 8982597 Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Feykir Utge/andi: Nýprent ehl. Borgarflöt I Sauðárkróki Póstíang Fcykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Bladstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdis Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Sími 455 7176 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is, Örn Þórarinsson, Ragnhildur Friðriksdóttir. Prófarkalestur: Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325krónurmeð vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Skagafjörður Líknaríbúð tekin í notkun Þorsteinn Þorsteinsson læknir og formaður Krabbameinsfélagsi Skagafjarar og Herdís Klausen hjúkrunarforstjóri. Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki opnaði á dögunum litla íbúð sem ætluð er krabbameinssjúkum, sem þar dvelja. Þorsteinn Þorsteinsson, læknir og formaður Krabba- meinsfélags Skagafjarðar, fór fyrir samkomu af þessu tilefni og sagði við það tækifæri að fjölmargar gjafir hefðu borist félaginu og hefði verið tekin ákvörðun um að nota gjafirnar að þessu sinni til að innrétta íbúð til þess að sinna sjúklingunum enn betur og gera legu þeirra og dvöl auðveldari og betri. Nýlega hefðu veglegar minningargjafir bekkjar- systkina ögmundar Helga- sonar sagnfræðings, sem lést úr krabbameini fyrir nokkrum misserum, svo og frá Kven- félagi Lýtingsstaðahrepps og afrakstur af vinnuvöku Sambands skagfirskra kvenna, verið afhentar. Ákveðið var að nota þessar gjafir til þess að koma upp þessari íbúð. Búið að er að innrétta íveruherbergi sjúklinga en við hlið þess er gert ráð yfir setustofu þar sem hægt verði að taka á móti gestum. Herdís Klausen, hjúkrun- arforstjóri, tók við gjöfunum fýrir hönd heilbrigðisstofnuna rinnar. Lionskonur láta gott afsér ieiða Gjöf til endurhæfingardeildar Konurnar í Lionsklúbbnum Björk á Sauðárkróki afhentu 28. júní s.l. endurhæfingardeild Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks vöðvaspennu-greiningartæki af gerðinni Kine Live. Tækið er íslensk hönnun frá fyrirtæki sem heitir Kine. Tækið er notað til að greina og mæla spennu í vöðvum, bæði við átak og slökun og getur sagt til um á skýran og greinilegan hátt hvort viðkomandi er að gera réttar hreyfingar í æfingum sínum. Þetta er gert þannig að lítill þráðlaus skynjari er settur á vöðvann og sendir hann merki í greiningartæki sem er tengt við tölvuskjá og á skjánum kemur fram hve mikil eða lítil spenna er í þeim vöðva sem verið er að mæla, en það sem er best er að viðkomandi sér sjálfur á skjánum hvort hann er að spenna eða slaka og hve mikið hann spennir og fær þannig sjónrænar upplýsingar (feedback) strax. Tækið var keypt í samráði við starfsfólk endurhæfingardeildarinnar. Sest að í Árósum í vetur Séra Gísli fer í námsleyfi Séra Gísli Gunnarsson, prestur á Glaumbæ, leggur land undir fót föstudaginn 20. júlí er hann heldur til Kaupmannahafnar. Eftir mánaðardvöl þar kemur hann heim og fer svo aftur út til Árósa, þar sem hann mun dvelja í vetur ásamt eiginkonu sinni. „Ég er nú ekki eldklár í dönskunni, en þar sem ég mun aðallega vera að þjónusta Islendinga í Danmörku þá ætti það ekki að koma að sök”, segir Gísli Gunnarsson, en hann mun í mánuð leysa sendiráðsprestinn í Danmörku af. Þar mun hann meðal annars þjóna þeim íjölmörgu íslendingum sem búsettir eru í Danmörku. í ágúst mun Gísli halda aftur heim, en stefiran er svo sett á háskólann í Árósum í september, þar sem hann mun lesa listasögu í heinrspeki- deildinni. Þar nrun hann aðallega lesa um ldrkjulist og list sem við kemur trú. Þau hjónin koma því til með að setjast að í Danmörku yfir veturinn, en það verður Séra Dalla Þórðardóttir á Miklabæ sem mun leysa Gísla af. Skagafjörður Tengill stækkar við sig Fyrirtækið Tengill ehf. á Sauðárkróki tók á dögunum við rekstri á þjónustu Fjölnets ásamt fleiri verkefnum. Tengill hafði hingað til rekið tveggja manna tölvudeild en hefur starfsmönnum tölvudeildar Tengils nú fiölgaó í sex. Við þessar breVÍngar lét því verkefni senr við erum að Snorri Styrkársson af starfi framkvæmdastjóra Fjölnets og tók Gísli Sigurðsson, við því starfi. -Það er bara ný búið að ganga frá þessu og til þess að byrja með verða ekki miklar brevtingar á þjónustu okkar. Við steínum hins vegar á að byggja hana upp og með fara út í samstarfi við Gagnaveituna má gera ráð fyrir að þjónusta okkar aukist jafnt og þétt næstu árin. Gagnaveitunni fylgja miklir möguleikar sem við ætlum okkur að nýta til fullnustu, segir Gísli.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.