Feykir


Feykir - 19.07.2007, Blaðsíða 7

Feykir - 19.07.2007, Blaðsíða 7
27/2007 Feykir 7 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Vísnaþáttur 456 Heilir og sælir lesendur góðir. Gaman að byrja þáttinn að þessu sinni, með vel gerðri hringhendu eftir Valadalsbróðurinn Hjalta Jónsson, bónda í Víðiholti: Misjafnt auði út er býtt ýmsa nauðir fanga. Yfir haitður hart oggrýtt hlýt eg snauður ganga Önnur falleg hringhenda kernur hér eftir Hjalta og mun hún ort er hann dvaldi í Reykjavikurhreppi við störf, en hugurinn annarsstaðar eins og fram kemur í vísunni: Gœði veitir gróin jörð gleði neitafáir. Hugurinn leitar heim á Skörð hjartað sveitir þráir. Helgina sem þessi þáttur er í vinnslu, stendur yfir mikil sumarhátíð á Blönduósi. Einhverju sinni er tekist hafði verið á í bæjarstjórnarpólitík þar í plássinu og niðurstaðan orðið nýr meirihluti, orti Sigrún Haraldsdóttir, sem er eins og rnargir vita ættuð úr Svínavatnshreppnum, svo: Gleymast loforð, trú og tryggð tilbreytingin lokkar. Þrífast hér í Blönduósbyggð brókarsóttarflokkar. Séra Hjálmar Jónsson frétti af þessum átökum og grunaði klerk að Valgarður Hilmarsson á Fremstagili og Valdimar í Bakkakoti væru ásamt fleirum aðilar að þessum átökum. Af því tilefni varð þessi til: Ekki er kyn þóttýmsu skakki og örðug reynist leið úr vanda. VaUifremsti og Valli bakki, Voðaleg er þessi blanda. Síðan veltir séra Hjálmar því fyrir sér hvort þingmenn væru hættir að hafa áhrif á bróðurkærleika sinna sóknarbarna og bætir þessari við: Áðurfyrr þingmetm flest sjónarmið sœttu. Svo tók við ruglið er mig að gruna. Eftir að Páll og Pálmi hœttu og presturinn fór í Dómkirkjuna. Sá ágæti andans maður, Vilhjálmur Benediktsson bóndi á Brandaskarði, mun vera höfúndur þessarar: Yndið bjarta aldrei dvín er því svona varið. Gegn um svarta skýið skín skœra vonarstjarnan mín. IJá langar mig til að birta hér næst fallegt erindi eftir Vilhjálm, sem hann kallar: Ég krýp við gluggann þinn góða: Ég krýp við gluggann þinn góða mín gullfagra elskaða dís. í vestri er deyjandi dagur úr djúpinu húmið rís. Ilmur rósanna ungu andvarinn suðrinufrá. Lágnœttis fegurð ogfriður faðma þig svœflinum á. Ljósálfa Ijótnandi sveitir læðast við sœngþína hljótt. Undrast þá ótnælisfegurð elskan míti - góða nótt. Ég krýp við gluggann þinn kœra með klökkva afbrennandi þrá. Hvefegitm égfæra þér vildi hiðfegursta er vorið á. En vorið með viðkvæmu blómin varð undirforlaga ís. í vestri er deyjandi dagur úr djúpinu húmið rís. Gaman að enda þessa syrpu frá Vilhjálmi með þessar ágætu stöku: Stilli ég tökin stuðla máls stund andvöku ei kvíði. Óðarvökum uni egfrjáls oft við stöku stníði. Þar sem blessuð birtan fer nú aftur að dvína, er ágætt að rifja næst upp þessa vísu Erlings Friðjónssonar: Nóttin heldur heimleið þar himinsfeldur blánar. Logar eldur ársólar yst í veldi Ráttar. Á svo miklum sólardögum sem nú ríkja, rifjast upp næsta vísa sem ég held að sé effir gamla Káinn: Síðattfyrst égsá þig hér sólskin þarf ég minna. Gegnum lífið lýsir tnér Ijósið augtta þinna. Einhver smá kvíðahrollur virðist hafa verið í þeim snjalla Halla frá Kambi, er hann orti þessa: Styttast tekur langa leiðin leiðarenda bráðum ttáð. Þá er eftir hæsta heiðin hún ergrýtt ogþyrnum stráð. Margar snjallar vísur eru til eftir Kristján, skáldið frá Djúpalæk. Ekki er nú víst, að öllum líki þessar, sem hann mun hafa ort er hann dvaldi í Þorlákshöfh: Aurasöfn ég lítil lít latrajöfn sem sttjallra. Þorlákshöftt í skarn og skít skráir nöfn vor allra. Aldan grattda öllufer ægir landkrabbanum. Fægir sattd og skrapar sker skemtntir andskotanum. Verið þar tneð sœl að síntii. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154 Amalía og Sigmundur í eldhúsinu Sjávanréttir og Nóa gott á grillið Sigmundur og Amalía á Smáragrund 16 Sauðárkróki urðu við áskorun Margrétar S. Sigurðardóttur og í anda árstíðarinnar bjóða þau lesendum Feykis upp á uppskriftir af gómsætum grillréttum. Þau skora á Hólmfríði Guðmundsdóttir, kennara. Forréttur Grillaðir sjárvarréttir á spjóti FYRIR 6 Hutnar af itiUlistœrð. 12stk. Stór hörpudiskur, 12stk. Lítill skötuselshali c.a. 400 gr. Smálúðuflak c.a. 300 gr. Leggið trépinna í bleyti smástund ( þá brenna þeir síður). Gert er ráð fýrir 2 pinnum á mann. Humarinn er skelflettur og garndreginn. Sinin á hörpudiskinum er tekin af. Skötuselurinn og smálúðan eru skorin í litla bita. Humar og hörpudiskur eru þræddir til skiptis upp á annan pinnann og skötuselur og smálúða á hinn. Kryddblanda á sjávarrétti: 1/2 dl. jómfrúarolía 2-3 hvítlauksrif pressuð lA tsk. kóríander (malaður) svartur pipar á hnífsoddi Hrærið þessu öllu vel saman. Gott er að láta olíuna standa nokkra tíma áður en hún er notuð. Grillið fiskispjótin í c.a. 3-4 mínútur og penslið með kryddolíunni á meðan. Snúið spjótunum nokkru sinnum meðan grillað er. Góð sósa tneð fiskispjótum (og öðrutn grilluðum sjávarréttum): dl. hvítvín 1 dl. matreiðslurjómi 100 gr. rjómaostur með kryddblöndu 1 msk. fiskikrydd (frá Pottagöldrum) 1 tsk. fiskikraftur svarturpipar á hnífsoddi sósujafnari eftir smekk Sjóðiðrjómaoghvítvínsamanvið vægan hita, látið sjóða niður um 1/3. Rjómaostinum og kryddinu bætt út í og hrært vel saman. Að síðustu er sósujafnaranum bætt saman við eftir smekk. Aðalréttur Nautalundir á grillið Steikur úr nautaluitd um 200 gr. á mann Pipar úr kvörn nýmalaður Úrvals salt t.d. Maldott Látið steikurnar ykkar ná stofuhita, malið pipar að eigin vali yfír þær og nuddið þær þétt en mjúklega með piparmixinu. Grillið þær í 4-6 mínútur þegar allt meðlæti er tilbúið. Setjið þær á fat eða diska matargesta og gefið þeim smá stund til að kjötsafinn setjist í kjötinu áður en byrjað er að skera í steikurnar. Fylgist vel með á grillinu, þetta eru örfáar mínútur. Það getur einfaldað málið að baka kartöílurnar í ofninum inni í stað þess að grilla alla máltíðina, annars er mjög gott að grilla bökunarkartöflur og bera þær fram með steikunum. Ef þið kjósið heita sósu er kjörið að búa hana til nokkru áður en máltíðin hefst. Nýtið ykkur kryddsmjör og kryddaðan sýrðan rjóma sem kalda sósu hvort heldur sem er með kjötinu, í kartöflurnar eða með grænmeti. Eftirréttur Nóa-gott á grillið fyrir4 200-300gr. Nóa kropp 200 gr. jarðaber / skorin 200gr. bláber 1 stk. battani / skoritm 1 stk. pera /skorin 4 stk. kókosbollur Búin er til ferköntuð skál úr álpappír (ágætt að hafa pappírinn tvöfaldan) og passað að það séu góðar hliðar upp. Nóa kroppið er sett í botninn, svo hvergi sjáist í álpappír. Því næst er ávöxtunum (sem hafa verið skornir niður í þægilega bita) skellt yfir Nóa kroppið - ágætt er að setja t.d. jarðaberin fyrst, svo bláberin, því næst banana og svo perurnar (eða aðra ávexti sem verða fyrir valinu). Að lokum eru kókosbollurnar skornar í tvenna og þær settar yfir - ágætt er að setja þær þannig að þær myndi “lok” yfir ávextina. Ágætt er að útbúa þetta fyrir matinn og skella þessu svo á grillið á meðan borðað er. Fínt að hafa á lágum hita á grillinu í 15- 20 mín. Borið fram með ís:) ÆgS fnjl S —ditöHÍÍÍiHt:: t

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.