Feykir


Feykir - 19.07.2007, Blaðsíða 4

Feykir - 19.07.2007, Blaðsíða 4
4 Feyklr 27/2007 M I N N I N G Hjálmar Sigurjón Guðjónsson bóndi á Tunguhálsi II fæddur 15. mars 1943 - dáinn 20. júní 2007 Vorið 1983 fór níundi bekkur Varmahlíðarskóla í skemmtiferð inn að Hraunþúfuklaustri í Vesturdal í Skagafirði. Leiðsögumaður var Hjör- leifur heitinn Kristinsson á Gilsbakka. Hjörleifur kunni vel að segja frá og fór rétt með. Þó fannst okkur með ólíkindum frásögn hans af því þegar Hjálmar á Tunguhálsi bjargaði hestum út úr brennandi húsi inni á afréttinum. Hrossin trylltust í reyknum og hitanum og varð Hjálmar að bera þau út. Mörgunt árum síðar minntist ég á þetta við Hjálmar. Hann gerði lítið úr afrekinu og sagði að flest hrossin hefðu farið út sjálf en einhver hefði hann þurft að taka með valdi. “Enda enginn tími til þess að vera að dunda neitt við þetta,” sagði Hjálmar og hló sínum dillandi hlátri, sem var svo smitandi að maður fór að skellihlæja af því einu að hlusta á hann. Birgir Haraldsson á Bakka sagði mér að þeir Hjálmar hefðu verið að vinna saman í kjötsalnum í “Neðra Sláturhúsinu” sem svo var kallað meðan það var og hét. Þá var oft gantast og þegar Hjálmar byrjaði að hlæja, „smitaðist hláturinn inn eftir færibandinu og lengst inn í frystiklefa.” Hjálmar Guðjónsson á Tunguhálsi verður okkur samferðafólkinu minni- stæður. Hann var þéttur á velli og mikið hraustmenni. Góður félagi og glaðsinna, söngelskur og líkt og atgervið var röddin mikil og sterk. Það sópaði að Hjálntari þar sem hann fór. Hann var ötull félagsmálamaður og hafði sterkar skoðanir á málefnum líðandi stundar. Hjálmar og kona hans Þórey Helgadóttir tóku þátt í starfi Rökkurkórsins og voru þar í forystusveit. Hjálmar starfaði að félagsmálum bænda og átti sæti í stjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga. Hann var öflugur talsmaður íslensks Iandbúnaðar, varaði við verksmiðjubúskap og barðist fyrir því að fjölskyldubúin mynduðu grunneiningarnar í sveitunum. Þegar farið er yfir liðna tíð er margs að minnast en í mínum huga stendur upp úr minningin unt fjölskylduföðurinn, bóndann og náttúrubarnið Hjálmar. Hann hafði glöggt auga fyrir ræktun og byggði ásamt konu sinni og fjölskyldu upp sitt bú þannig að það er öðrum til fyrirmyndar. Þegarstundgafst milli stríða var lagt á og riðið út. Þannig er gott að njóta lífsins. Ríðandi fasmiklum fjörhestum úr eigin ræktun með eiginkonu, börnum og barnabörnum. “Með nesti við bogann og bikar með/ betra á dauðlegi heimurinn eigi.” Eftirminnilegar og góðar stundir hvort sem riðið var inn til dala eða niður í byggðina. Nú kveð ég Hjálmar á Tunguhálsi og þakka honum fyrir góð kynni og vináttu. Þóreyju, dætrunum og barnabörnunum votta ég samúð mína. Það er mikil eftirsjá af Hjálmari. En enginn ræður sínum næturstað og þegar kallið kemur skiptir mestu að geta litið stoltur yfir farinn veg. Það gat Hjálmar á Tunguhálsi sannarlega gert. Drottinn blessi minningu hans. Árni Gutmarsson frá Flatatungu Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guómundsdóttir skrifa Sveitarfélagið Skagafjörður - l.árs afmæli meirihlutans Um þessar mundir er rúmt ár liðið frá því að meirihluti Framsóknarflokks og Samfylkingar tók við ábyrgð og stjórnun Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Það er mat meirihlutans að vei hafi tekist til við að koma mörgum afar góðum málum af stað, klára mörg þeirra og síðast en ekki síst Ijúka við brýn verkefni sem biðu úrlausnar. Fyrstu mánuðir meirihlut- ans fóru í það að fara yfir óklár- uð mál og sinna þeim. Reyndar hefur ekki enn tekist að ljúka þeint öllum þar sem þau voru m.a. misvel undirbúin. Stærsta málið sem meirihlutinn erfði var endurbygging Miðgarðs en ljóst er að það mál var afar illa undirbúið svo ekki sé meira sagt. Margar vikur fóru í að konra því máli í viðunandi farveg. Önnur verkefni sem biðu úrlausnar snéru m.a. að innri málum stjórnsýslunnar og fjármálum. En hvað höfum við svo verið að gera þetta fyrsta ár? 1. Leikskólagjöld voru lœkkuð um 25%. 2. Álitamál varðandi drög að aðalskipulagi voru kláruð og er það því komið í réttanferil. 3. Grunnskólarnir út að austan voru sameinaðir sem mun leiða til enn betra skólastarfs og hagræðingar í rekstri. 4. Keypt var “stigalyfta” í Árskóla - bœtt aðgengifyrir hreyfi-hamlaða, og betri vinnuaðstaða. 5. Undirritaður var samning- ur við ÓK-gámaþjónustu um uppbyggingu flokkunar- og endurvinnslustöðvar á Sauðárkóki. 6. Gengið varfrá samstarfi við Skagaflarðarhraðlesdna um atvinnuþróun. 7. Gengið var frá flármögnun á byggingu nýs leikskóla á Sauðárkróki og hönnun hafin. 8. Keypt húsnœði fyrir starfsetni Húss frítímans. 9. Gerður var samningur utn akstursþjónustu fatlaðra setn gerði verktaka kleift að kaupa nýjan sérhatmaðan bíl dl þjónustunnar. 10. Ákveðið að kotna upp mötuneyti í Árskóla fyrir haustið 2007. 11. Yfir20 milljónum króna er varið til skólabygginga út að austan. 12. Nýjar, skýrar og ódýrari reglur hafa verið settar um minka og refaeyðingu. 13. Ákveðið er að taka þátt í stækkun verknátnshúss FNV. 14. Gerð satnkonndags við Hólaskóla utn þjónustu sveitarfélagsins á Hólutn erá lokastigi. 15. Hafnar eru fratnkvœtndir við hitaveitu út að austan. ló.Áœtlun hefur verið gerð um lagningu hitaveitu í Sœtnundarhltð og Hegranesi. 17.Skrifað var undir sam- kotnulag við ORF-líftækni unt athuganir á möguleikum á að rækta erfðabreytt korn í Skagafirði. 18. Tekin voru upp frístundakort fyrir börn í tengslutn við Sumar-TÍM og nýta utn 85% barna þessa ttýju þjónustu. 19. Ráðinn var starfsmaður í atvinnuþróun í samstarfi við Skagafiarðarhraðlestitta. 20. Uttttið er að endurskipu- lagningu á rekstrarforsendum félagsheitnilatma. 21. Unnið er að stefnumótun varðandi starfsemi leikskólatma á Sauðárkróki. 22. Uttdirbúttingur er haftnn vegna framkvæmda við við- byggittgu Árskóla. 23. Umhverfisátak í sveitarfél- aginu er í undirbúningi. 24. Unnið er að satnkomulagi við ríkið utn auknar flugsatngöngur við Sauðárkrók. 25. Komið á statfshópi tneð ungufólki. 26.Skagafiarðarveitur og Fisk Seafood katma kosti þess að efla bleikjueldi. 27. Kostir basaltreflavinnslu eru í skoðun. 28. Tillögur utn eflittgu háskólamenntunar liggjajyrir. 29. Gagnaveita Skagaflarðar er komin á skrið ogstutt í að framkvæmdir heflist. 30.Starfsemi íþróttamann- virkja hefur verið endurskipu- lögð og auglýst eftir forstöðu- manni. 31. Breytt námsskipan fyrir Tónlistarskólann í satnstarfi við kennara. 32. Þátttaka í Sáttmála utn sóktt í skólamálum í Skagafirði, 30 tn.kr. á þretn árum. 33. Þátttaka að gerð Menningarsanmings við ríkið í samstatfi við önnur sveitarfélög áNV. 34. Unttið að og samþykkt erindisbréf og samþykktir fyrir stofnanir og starfsmetm. 35. Áhersla lögð á stefnumótun í innkauputn sveitarfélasins. 36. ]afnréttisáætlun fyrir Sveitarfélagið saittþykkt. Ofl ofl... Mál þessi hafa verið unnin í góðu samstarfi við starfsfólk sveitarfélagins, atvinnulífið og íbúa og sum hver að frumkvæði þeirra. Þökkum við þeim öllum og ykkur íbúar góðir fyrir ánægjulegt samstarf þetta fyrsta ár og hlökkum til frekari samvinnu. Framundan eru fjölmörg önnur verkefni sem garnan verður að takast á við. F.h. meirihluta Framsóknar- flokks og Samfylkingarinnar; Gtinttar Bragi Sveinsson Gréta Sjöftt Guðmundsdóttir smáauglýsingar... Gjafabréf til sölu Fimm tríppi til sölu Rúm til sölu Tilsölu gjafabréffyríttvo frá lceland Til sölu 5 veturgömul trippi, Tilsölu fururúm, l,6m á breidd með Express sem er flug fram og til baka þeir eru litföróttir, ógeltir. 3ja ára gamalli heilsudýnu úr Svefni með flugvallarsköttum á hvaða Simi 453 8262 og 897 8262 og heilsu. áfangastað sem er. Tilvalið I sumarbústaðinn! Upplýsingar 8615911 og 8933478. Upplýsingarí síma 8982596. Sendið smáauglýsingar til birtingar á feykir@nyprent.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.