Feykir


Feykir - 19.07.2007, Blaðsíða 6

Feykir - 19.07.2007, Blaðsíða 6
6 Feykir 27/2007 íþróttafréttir Helga Margrét í 5. sæti ísjöþraut á HM U18 Glæsilegur árangur Helga Margret Þorsteinsdottir, USVH, hafnaði 1 5.sæti a Heimsmeistaramóti ungmenna 17 ára og yngri í sjöþraut í Ostrava í Tékkland. Helga Margrét hlaut samtals 5405 stig. Gaman er að segja frá því að aðeins ein af þeim stúlkum sem voru fyrir ofan Helgu, er jafnaldra hennar, en hinar eru allar 17 ára á þessu ári. Árangur Helgu Margrétar í einstökum greinum: lOOm gr.: 14,56s (pb) Hástökk: l,63m Kuluvarp: ll,90m 200m: 25,31s Langstökk: 5,79m Spjótkast: 35,40m 800m: 2:17,72 min(pb) Árangur Helgu Margrétar er besti árangur íslensks keppenda á HM ungmenna ffá upphafi. Félagsmót Léttfeta Gloppa glæsilegust Léttfeti hélt félagsmót á dögunum en þar stóð Skapti á Hafsteinsstöóum í fremstu röó og sigraði bæði A- og B- flokki gæðinga. Gloppa frá Hafsteinsstöð- um var valin glæsilegasta hross mótsins af dómurum, en þann titil hlaut hún einnig í fyrra en þá sigraði hún A- flokk gæðinga. Hér má sjá helstu niðurstöður mótsins. B-tlokkur Gloppa frá Hafsteinsstöðum /Skapti Steinbjörnsson 8,62 Farsæli frá íbishóli /Magnús B Magnússon 8,56 Fengur frá Sauðárkróki /Friðrik Steinsson 8,50 Bassi frá Stangarholti /Gisli Gíslason 8,45 Hróar frá Hafsteinsstöðum /Jenný Kurki 7,95 Barnaflokkur Steindóra Haraldsdóttir /Prins frá Garði 8,33 Ragnheiður Pedra Óladóttir /Presley frá Hofi 7,68 Guðmar F Magnússon/ Katla frá íbishóli 7,52 Unglingaflokkur Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir /Hafdis frá Sauðárkróki 8,16 Aníta Elvarsdóttir /Lady frá S-Vallholti 7,91 Anna Margrét Geirsdóttir /Glanni frá Tjarnarlandi 7,50 Ungmennaflokkur Guðrún Hanna Kristjánsdóttir /Gunnar frá Hlið 8,31 Björn J Steinarsson /Öfeigur frá Ingveldarstöðum 8,19 Sunna Björk Atladóttir /Birkirfrá Sauðárkróki 7,71 A-flokkur Grunur frá Hafsteinsstöðum /Skapti Steinbjörnsson 8,49 Reykur frá Skefilsstöðum /Guðmundur Sveinsson 8,44 Straumur frá Hverhólum /Magnús B Magnússon 8,33 Röðull frá Reykjum /Auður I Ingimarsdóttir 7,66 Prins frá Reykjum /Brynjólfur Jónsson 7,60 tOOm skeið Spói frá Sauðárkróki /Ragnar Eiriksson 8,81 Venus frá Sjávarborg /Pótur Örn Sveinsson 9,59 Frami frá íbishóli /Magnús B Magnússon 9,81 Glæsilegasti gæðingur mótsins valin afdómurum: Gloppa frá Hafsteinsstöðum, knapi Skapti Steinbjörnsson, Eig: Hildur Claessen og Magnús Matthíasson w UMF. TIIMOABTÓLL 10D ÁRA Ungt fólk á öllum aldri í svaka stuði! Grannaslagur á Sauðárkróksvelli Fjörugum toppslag lauk með sigri Stóla Tindastóll og Hvöt mættust í hörkuleik í toppslag c-riðils 3. deildar á Sauðárkróksvelli síðast liðið fimmtudagskvöld. Bæði lið áttu ágætan leik þó svo að færin létu á sér standa. Gestirnir voru ákveðnari framan af leik en vörn Stólanna stóð fyrir sínu og gaf fá færi á sér. Stólarnir nýttu færin sín vel og sigruðu að lokurn 2-1 og tryggðu stöðu sína á toppi riðilsins. Það var brunagaddur á vellinum á meðan á leiknum stóð, ísköld norðanátt, en leikmenn létu vindinn lítið á sig fá og spiluðu ágætan fótbolta. Sem fyrrsegirvoru Hvatarmenn sprækari en náðu ekki að ógna marki Tindastóls að ráði. Þó áttu þeir góðan skalla rétt yfir eftir hornspyrnu. Stólarnir komust betur inn í leikinn eftir því sem á leið fyrri hálfleikinn og á 43. mínútu fékk Ebbe Nygaard boltann óvænt í teig Blöndu-ósinga og skoraði af öryggi. Hvatarmenn sóttu ákaft í upphafi síðari hálfleiks en það voru hins vegar Stólarnir sem bættu við marki í sinni fyrstu alvöru sókn í hálfleiknum 2-0 fyrir heimamenn sem drógu sig nokkuð til baka eftir þetta og Hvatarmenn reyndu að pressa. Líkt og í fyrri hálfleik gekk þeim illa að skapa sér færi. Þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum minnkaði Óskar Vignisson muninn með draumamarki, þrumuskoti utan af kanti í stöngina og inn. Jókst pressa Hvatar enn eftir þetta en liðið fékk aðeins eitt gott færi er einn gestanna þrumaði yfir í ágætu færi eftir að hafa fengið boltann eftir klafs í teignum. Lokatölur 2-1 fyrir Tindastól. Með sigrinum náðu Stólarnir átta stiga forskoti á Hvöt og eru komnir langt með að tryggja sæti í úrslitakeppni 3. deildar. Séra Guöbjörg Jóhannesdóttir verður með kveðjumessu í Sauðárkrókskirkju sunnudaginn 22. júlí kl. 14:00. Kirkjukór Sauðárkróks syngur. Að lokinni messu er kirkjugestum boðið á Katfi Krók. Sóknarnefnd býður þar uppá léttar veitingar. Við skulum fjölmenna og eiga notalega stund saman. Tökum þátt í guðsþjónustu, kveðjum séra Guðbjörgu og hennar fjölskyldu og þökkum henni mikið og gott starf í þágu sóknarinnar. Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.