Feykir


Feykir - 19.07.2007, Blaðsíða 5

Feykir - 19.07.2007, Blaðsíða 5
27/2007 Feykir 5 Halldóra kann vel við sig í sveitinni. Halldóra Hermannsdóttir og Ásmundur Jónasson reka gallerí ígamalli hlöðu fram í Lýtingsstaðahreppi Gallerí í sveitinni Inni í blómlegri sveitinni svo til í túnfæti ferðaþjónustunnar á Bakkaflöt hafa hjónin í Hólagerði endurreist gamla hlöðu og opnað þar handverksgallerí þar sem undirstaðan eru vörur frá Indlandi og Nepal. Auk þess sem þau eru með íslenskt handverk. Forsagan er sú að Marín Ásmundsdóttir, dóttir þeirra Halldóru og Ásmundar, hleypti heimdraganum og á þeirri leið ferðaðist hún meðal annars urn Indland og Nepal. -Hún er útskrifúð úr Listaháskóla íslands og heillaðist gjörsamlega af því handverki sent þar var í boði. Hún bjó hér heima hjá okkur og það varð úr að hún sendi hingað heim yfir 100 kíló af vamingi og við opnuðum markað á veröndinni heirna. Hringdum í vini, vandamenn, kunningja, saumaklúbbinn og bara alla sem okkur datt í hug og létum vita af þessu. Viðtökumar voru svo góðar að við ákváðum að halda áfram nreð þetta, riþar Halldóra upp. Þetta var árið 2001. -Síðan fór María aftur út til þess að ferðast nreira og skoða sig unt árið 2005 og í þeirri ferð verslaði hún meira og það er afraksturinn af þvf sem við erurn að selja hér. Galleríið er staðsett í gamalli hlöðu sem ekki hafði verið notuð lengi. -Við byijuðum fyrir tveimur ámm síðan að gera hlöðuna upp. Kallinn minn er mikill dútlari er mikið í silfursmíði og öðm og í upphafi var þetta hugsað sem vinnusto.fa lyrir hann. Síðan kviknaði þessi hugmynd í vetur, að opna héma gallerí, segir Halldóra. Fólkið í sveitinni hefur tekið þessari viðbót við, annars blómlegt atvinnulif sveitarinnar, vel og segir Halldóra að í það minnsta hafi enginn sagt það beint við hana að eitthvað sé athugavert við þessa tegund verslunar á þessum stað. -Ég hef líka verið svo dugleg við að auglýsa það sjálf hvað við séum hálf rugluð að fara út í þetta, segir Halldóra og hlær. - Fólk spyr mikið hvemig datt ykkur þetta í hug en það kernur líka hér við og fylgist með ffamkvæmdum og skoðar það sem í boði er. Listræn fjölskylda Galleríið sjálft er ekki stórt í fermetrum talið en úivalið þar er ævintýri líkast og litadýrðin eins og að koma inn í ævintýri í þúsund og einni nótt. Það sem kernur kannski mest á óvart er I galleríinu ermikið útval affallegum varningi. Steinkallar og kellingar setja skemmtilegan svip á umhverfi sitt. hið rnikla úrval af ullarvörum og er engu líkara að þarna sé komin gamla góða íslenska ullin, bara í aðeins glaðlegri útgáfú. Því til viðbótar eru þau með silki sari, handofin Kasmímllarsjöl sem eru listilega handbróderuð og þrátt fýrir að litasamsetning sé djörf passar hún fúllkomlega og útkomaneralgjörtaugnakonfekt. Verðlagið er heldur ekkert sem svíður undan. -Við tökum þetta beint inn, dóttir okkar hefúr verslað þetta á mörkuðum og sent beint heim og þess vegna náum þessurn góðu verðum því við þurfúm ekki að notast við milliliði. Þá er Bjarki Reyr, ljósmyndari úr Hafnarfirði og sonur þeirra hjóna, með skemmtilega sölu- sýningu á ljósmyndum úr Laufskálarétt sem teknar vom haustið 2001. -Þessar myndir eru allar handstækkaður og framkallaðar í myrkrakompu. En Bjarki Reyr starfar sem ljósmyndari og er einmitt nú í sumar að fara í ferð um landið með ljósmyndara á vegum National Geographic. Ég vona að hann konri líka hingað en gert er ráð fýrir að vera með stóran myndaþátt og umfjöllun um Island í blaðinu, segir Halldóra og það er Ijóst að hér er á ferðinni listræn fjölskylda. Ætla að enda í sveitinni heldur keyptu þau Hólagerði sem sumarbústað árið 1998. -Viðkomum hingaðínóvenrber 1998. Á þeirn tíma stóðum við frammi fýrir breytingum í okkar lífi. Höfúm verið að reka blómabúð í Hafitarfirði í rúm 20 ár og vorum að leita okkur að jörð úli á landi. Helst ekki lengra en Holtavörðuheiði í norðurátt. Síðan fréttum við af þessu fýrir tilviljun og skruppum hingað norður til þess að skoða og það er skemmst ffá því að segja að við heilluðumst alveg af staðnum. Ásntundur er bílstjóri hjá elli- og hjúkrunarheimilinu Eir og Halldóra er í því að sinna galleríinu. -Við konrum orðið alltaf nreira og meira hingað norður og núna undir vorið komum við orðið unt hverja einustu helgi bara til þess að ná að klára þetta fýrir sumarið. Sjálf segjumst við alltaf koma til nteð að enda með því að eiga heima héma enda líkar okkur sveitalífið vel. Fyrir áhugasama er gott að komi ffam að opnunartími í Galleríinu er fastur á laugardögum og sunnudögum á milli 13 - 18 og síðan er símanúmer Halldóru 8207201 og sé hún á staðnum er galleríið opið skömmu síðar. Heinrasíða gallerísins er www.intemet.is/ namaste Þau hjón Halldóra og Ásmund- ur búa ekki allt árið í Skagafirði Þú hefur alltaf góða ástæðu til að heimsækja Norðurland vestra! DÖFINNI 18.júlí : Sauðárkrókur KaffiKróks-mótarödinígolfi á Hlíðarendavelli 20.júlí : Sauðárkrókur Knattspyrna, Mfl. karla 3. deild. Tindastóll - Skallagrímur, kl. 20 á Sauðárkróksvelli 21.júlf : Skagafjörður Skagafjardarrall Bílaklúbbs Skagafjardar Keppnisleiðir um Mælifellsdal og Nafir. 21. júlí : Gránu-Móum Sauðákróki Bikarmót í mótorkrossi - Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar. 22. júlí : Hólar í Hjaltadal Tónleikar á Hólum. Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúnuleikari og Magnús Ragnarsson organisti. 22. júlí : Skagafjörður Fjölskyldudagur á Hestaleigunni Lýtingsstöðum. 23. júlí : Skagafjörður Skotf élagid Ósmann með völlinn opinn frá 18-21. SAMTÖK SVEITARFELAGA A NORÐURLANDI VESTRA ATVINNUPROUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.