Feykir - 16.08.2007, Page 1
Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla Háskólans á Hólum, Herra Ólafur Skúlason, fyrrverandi biskup íslands og Jón
Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup. Myndina tók Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni á Akureyri.
Hólahátíð 2007_________________________
Hólahátíð á andlegum nótum
Hólahátíðin í ár tókst vel, þrátt fyrir að slæmt veóur hafi
setti töluvert strik í reikninginn. Ýmislegt var á dagskrá um
helgina, dagskrárliðir sem bæði voru ætlaðir andlegu- og
líkamlegu hlið líkamans.
Hólahátíðin hófst á föstudag
í Auðunarstofu þar sem efnt var
til málþings. Sköpuðust líflegar
umræður eftir skemmtilegan
fyrirlestur Guðmundar Odds
Magnússonar, prófessors
við Listaháskóla Islands. Á
laugardag tókust atburðir ekki
eins vel vegna veðurs, en ffesta
þurfti göngunni sem skipulögð
hafði verið, og lítið varð úr
áætluðu fótboltamóti vegna
skortsáleikmönnum.Seinnipart
dags fjölgaði þó á Hólum og
þéttsetið var í kór í kvöldbænum
og var grillmaturinn borðaður
innandyra, ólíkt undanfömum
árum.
Á hátíðlegri athöfn í
Auðunarstofú á sunnudag, var
sr. Ragnars Fjalars Lárussonar
minnst og sérstakur snertiskjár,
sem fjármagnaður var úr
minningarsjóði sr. Ragnars,
afhentur formlega. Það voru
systkinin Herdís Helgadóttir,
ekkja sr. Ragnars, og bróðir
hennar Hörður sent afhjúpuðu
skjáinn. Með búnaði þessurn
er mögulegt að skoða valdar
bækur og hlusta á sr. Ragnar
segja frá þeim, og gerir fólki því
kleift að forvitnast um bækur
sem eru of viðkvæmar fyrir
daglegan lestur.
I guðsþjónustu kl 14.
predikaði herra Ólafúr Skúlason
fyrir fullri kirkju, hátíðarkór
söng undir stjóm Jóhanns
Bjarnasonar og bróðir hans
Jón lék á orgelið. Einsöng söng
Hallveig Rúnarsdóttir. Þar næst
héldu gestir hátíðarinnar til
kaffisamsætis áður en var haldið
í kirkjuna á nýjan leik. Þar
komu ffam, Þóra Jónsdóttir ffá
Laxamýri sem flutti eigin ljóð,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
utanríkisráðherra, afkomendur
herra Sigurðar Stefánssonar
sem afhentu Hóladómkirkju
eftirmynd af málverki af
honum og loks fluttu Hallveig
Rúnarsdóttir og Jón Bjarnason
sönglög. Ingibjörg Sólrún
kom í ræðu sinni að mikilvægi
menntunnar og góðra sam-
gangna fyrir landsbyggðina.
Kántrýdagar
Fjölskylduhátíð
Norðursins
Um helgina er komið að hinum arlegu Kantrydogum a
Skagaströnd, en hátíðin hefst
til sunnudags.
Það verður ýmislegt á
dagskránni á Skagaströnd um
helgina og verður hátíðin með
svipuðu sniði og í fyrra, enda
tókust dagarnir einkar vel þá.
Leiktæki verða í boði fyrir
börnin, heilmikið um tónlist
fyriralla fjölskylduna, dansleikir,
á föstudag kl. 18 og stendur
dorgveiðikeppni, grillveisla og
fleira spennandi verður hægt að
finna á svæðinu. Auk þess verða
málverkasýning Magnúsar
Álfssonar og sýning Lúkasar
Kárasonar á skúlptúrum úr
rekaviði opnar alla helgina.
Sparisjóður Skagafjarðar______
Baráttan heldur áfram
Mikill titringur er í
Skagafirði eftir aðalfund
stofnfjáreigenda
Sparisjóðs Skagafjarðar
sem haldin var sl.
mánudag. Á fundinum
var samþykkt með 78%
greiddra atkvæða að
sameina sparisjóðinn
Sparisjóði Siglufjarðar.
Á fundinum kom
ffam mikil óánægja hluta
stoffifjáreigenda og heffir einn
þeirra nú kært niðurstöðuna
til Fjármálaeftirlits ríkisins.
Er kæran lögð fram á þeirri
forsendu að kosningarnar hafi
byggist á rangri atkvæðaskrá
þar sem hlutir hafi verið
ffamseldir á aðila sem hafi
ekki leyfi til að fara með
atkvæðisrétt, en stór hluti
fundarmanna gekk af fúndi
eftir að niðurstaða um að af
sameiningu yrði varð ljós.
ítarlega fféttaskýringu urn
málið má finna á síðum 6-7.
Þórarinn Eymundsson tvöfaldur heimsmeistari
Undrahesturinn Kraftur
Þorarinn Eymundsson og undrahesturinn Kraftur frá Bringu
komu sáu og sigruðu á heimsmeistaramóti íslenska
hestsins sem haldið var í Hollandi í síðustu viku.
Þórarinn og Kraffur sigruðu
fimmganginn örugglega auk
þess að verða heimsmeistarar í
fimmgangsgreinum. Skagfirð-
ingurinn Jóhann Skúlason varð
fyrir því óláni að hestur hans
Hvinur ff á Holtsmúla reifundan
sér í úrslitum í tölti en fyrirfram
þótti líklegt að þeir myndu
landa heimsmeistaratitlinum
í tölti. Varð Jóhann að
sætta sig við 5. sæti. Hann
varð síðan heimsmeistari í
fjórgangsgreinum. Feykir
náði tali af Þórarni í bítið á
miðvikudagsmorgun. Síða 4.
VIÐ BÓNUM OG RÆSTUM!
Daglegar ræstingar og
reglubundið viðhald á bóni
í fyrirtækjum og stofnunum
/
Hringdu núna eða sendu tölvupóst
Sími: 893 3979 * Netfang: siffo@hive.is
Bílaviðqerðir