Feykir


Feykir - 06.09.2007, Page 7

Feykir - 06.09.2007, Page 7
33/2007 Feykir 7 TÖLVUPÓSTURINN Birgitta Halldórsdóttir, rithöfundur og bóndi, býr á Syóri Löngumýri í Húnavatnshreppi. Feykir sendi henni tölvupóst og spurói frétta. Framtíöin veröur frábær > > Hvað er að frétta úr Húnavatnshreppi? -Allt gott að frétta úr Húnavatnshreppi. Sumarið var sólríkt og nú er kominn sá tími að skólarnir eru byrjaðir og flest bændafólkið farið að hugsa um og hlakka til að komast í göngur og réttir. En svona af þér sjálfri? -Af sjálfri mér er allt gott að frétta. Ég og fjölskyldan mín áttum mjög gott sumar. Veðurfarið var hagstætt fyrir okkur sem búum í mýrlendi og allur heyfengur toppfóður. Við plskyldan komumst í smá frí til Ítalíu sem var mjög gott og þarft, en við höfum aldrei komist saman með krakkana til útlanda fyrr svo það var alveg frábært. Núna fer líka allt að komast í meiri rútínu eftir sumarið þar sem skólinn er byrjaður. Ert þú með bók á vinnuborðinu? -Já, ég er með bók á vinnuborðinu en hún verður nú ekki tilbúin fyrir þessi jól. Hvers konar bók er það? -Ég er bæði með barna og fullorðinsefni í tölvunni en best að tjá sig ekki of mikið um það fyrr en það er orðið fullskapað. Frá spennusögum og yfir í barnabækur þetta eru ólík viðfangsefni. Hvort er nú skemmtilegra að skrifa fyrir börn eða fullorðna? -Það er ekki síðurskemmtilegt að skrifa fyrir börn. En mérfinnst þetta allt skemmtilegt, spennusögur, barnasögur, smásögur, Ijóð. Það fer líka mikið eftir því hvernig maður er stemmdur í það skiptið. Allt er þetta gefandi og skemmtilegt og mér er nauðsynlegt að vera að skapa eitthvað á prenti. Svona að lokum hvernig leggst veturinn í þig og þitt fólk? -Bara mjög vel. Ég hlakka til vetrarins og er sannfærð um að hann verður góður. Krakkarnir mínir eru líka mjög spennt, dóttirin var að byrja í 2. bekk og sonurinn í 10. bekk. Það eru bara allir mjög vel stemmdir eftir gott sumar og ég er viss um að framtíðin verður frábær. > > Brevttur lífsstíll meö Feyki Lengi hefur ritstjóri Feykis verið á leið að taka upp nýjan og betri lífsstíl og viku eftir viku hefur stefnan verið tekin á næsta mánudag. í sumar hefur þó eitthvað þokast í áttina og eitt stærsta skrefið í átt að nýjum lífsstíl var tekið með því að reyna að ganga eða hjóla sem oftast í og úr vinnu. Nokkrir litlir molar til þess aó byrja meó Bara með þessu litla skrefi hefur þrek aukist og líkamleg vellíðan aukist. Svo lengi sem við þurfum ekki að sendast á milli staða við vinnu okkar er fjölskyldubíllinn óþarfur ferðafélagi í og úr vinnu. Mælið vegalengdina á vinnustaðinn, festið ykkur kaup á betri skóm og gangið af stað. Með þessu erum við líka börnunum okkar góð fyrirmynd og það er góð leið til þess að byrja daginn að ganga til vinnu sinnar. Að ógleymdum sparnaði en það væri gaman að taka saman hvað sparast og leggja það til hliðar. Ef þið eigið erindi í hús þar sem lyfta er á staðnum þá ekki taka lyftuna heldur ganga stigana. Vanti mjólk eða annað smáræði úr búðinni er góð hreyfing að skjótast eftir því gangandi. Viti menn eftir að hafa lifað eftir þessu í ekki nema viku fer líkaminn að kalla á meiri hreyfingu og þrekið eykst. Sé farið eftir þessu og passað örlítið upp á mataræðið er heldur ekki útilokað að vigtin hafa eitthvað örlítið læðst niður á við. Byrjum á þessu og setjum okkur síðan nýmarkmið í næstu viku. r———> GulSkorn s vikunnar Þaó tekur líkamann allt upp í 30 mín. aó átta sig á því aó hann sé mettur. Því er gott ráó aó fá sér hrökkbrauó meó kotasælu, mögrum osti eóa grænmeti, og stórt vatnsglas 30 mín. fyrir máltíó. Uppskrift vikunnar Hollustuvefjur 5 dl. spelt Vi dl. matarolía 2 msk. sesamfrœ 1 stk. sjávarsalt 150-170 ml. heitt vatn Öllu skellt í hrærivélaskál og hnoðað saman. Flatt úr í átta þunnar kökur og steikt á þurri pönnu í um það bil 1. mínútu á hvorri hlið. Kökurnar eru settar inní blautt stykki og plastpoka svo þær harðni ekki. Gott að borða með salsa- sósu og öllu því grænmeti sem hugmyndaílugið eða græn- metisskúffan í ísskápnum bíður upp á þann daginn.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.