Feykir


Feykir - 25.10.2007, Qupperneq 2

Feykir - 25.10.2007, Qupperneq 2
2 Feykir 40/2007 Félag ferðaþjónustunnar í Skagafírði Útigangsfé að nást til byggða Vömþróun í skag- firskri ferðaþjónustu Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði mun í vetur standa fyrir vöruþróunarverkefni fyrir ferðaþjónustuaðila í héraðinu. Voru þar kynnt 5 helstu verkefnin sem deildin fer fyrir. Markmiðið er að setja saman fjölbreyttar vörur, vinna markaðsáætlanir og kynning- arefni til þess að hafa í höndunum og selja á ferða- sýningum innan landssem utan á næsta ári. Verkefninu verður hleypt af stokkunum helgina 3. og 4. nóvember n.k. með vinnulotu á Löngumýri. Þá mun Sævar Kristinsson rekstrarráðgjafi frá Netspori vinna markvissa hugmyndavinnu með þátt- takendum og koma vinnuferl- inu af stað. Félagið hvetur alla sem koma að ferðaþjónustu í Skagafirði að taka þátt í spennandi verkefni. Nánari upplýsingar gefur Svanhildur á Hótel Varmahlíð í síma 4538170 svanhild@ hotelvarmahlid.is Er eitthvað að frétta? Leiðari Ertu búinn að spyrja guð? -Mamma ég bara finn ekki heimanámið mitt, sagði miðsonurinn miður sín í vikunni. Sá yngsti sat við eldhúsborðið og var að lesa heima. Leit hann upp á bróðir sinn og spurði; -Ertu búinn að spyrja guð? Það hjálpar. Síðan leitsá stutti aftur niður á bókina sína og hélt áfram að stauta. La la, ló ló, ró ró, ás ás heyrðist tautað. Minnug þess að hafa séð þann stutta biðja bænirnar sínar áður en hann gekk yfir götu fór ég að ræða þetta aðeins við hann. -Talarþú stundum við guð?, spurði ég. -Thjá, oft og mikið, var svarið. -Og hjálparþað?, spurði ég á móti. -Já,það hjálpar mér mjög mikið. Ég veitekki um ykkur en það Irjálpar mér, svaraði hann ákveðinn og hélt áfram að stauta. Forvitni mín var vakin og ég hélt áfram. -Og hvemig talarþú við hann?, spurði ég og var orðin áhugasöm. Sá stutti leit upp út bókinni, spennti greipar og horfði upp í loft. -Kæri guð, viltu hjálpa mér með heimanámið, bara svona sagði hann og hélt áfram orðinn hálfhissa á þessum spurningum móður sinnar. Leit síðan upp aftur og sagði; -Þú ættir bara að prófa að tala við hann sjálf. Þá var kallað innan úr stofu. -Mamma ég fann heimanámið, það var bara hérallan tímann, kallaði miðsonurinn. Hissa horfði ég á þann yngri og sat eftir með spurninguna um hvar ég hefðifarið út afsporinu og gleymt guði. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is sími 898 2597 Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Bladstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdis Sæmundardóttir, Úlafur Sigmarsson og Páll Dagbjansson. Ritstjóri & abyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Simi 455 7176 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is, Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: KarlJónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Simi 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Enn heimtist af fjalli Kristófer Ólafsson einn smalanna á Nesdalnum með hrútinn væna sem náðist í túrnum. Undanfarið hefur megmð af þvi utgangsfe sem vitað var um í austanverðum Skagafirði verið að nást til byggða, enda hefðbundnar göngur víðast afstaðnar. Um síðustu mánaðamót náðust fjórar veturgamlar kindur í Unadal. Þrjár voru frá Vogum og ein frá Sandfelli. Auk þess er vitað um fimmtu kindina.veturgamlan hrút frá Sandfelli einhversstaðar á þessum slóðum. Birgir í Vogum sem tók þátt í að ná þessum kindum sagði að þær hefðu alls ekki verið eins villtar og búast hefði mátt við og vel hefðigengiðaðnáþeim. Vitað var um að nokkrar kindur gengu úti í Unadalnum í vetur því þegar verið var að huga að tófu þar í vor varð þeirra vart. Síðastliðinn laugardag fór Kjördæmisþing framsóknarmanna Krefjast aðgerða Góð mæting var á þingið sem krafðist þess að mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðar á aflaheimildum verði gerðar að sértækum aðgerðum fyrir þau svæði og byggðarlög sem verst verða úti vegna skerðingarinnar. Þá töldu þinggestir ófært að litið væri á umbætur í samgöngumálum sem mót- vægisaðgerðir en ekki eðlilega þróun. Þá væri mikilvægt að ríkisvaldið komi sérstaklega að atvinnuuppbyggingu á þeim svæðum sem illa urðu úti sökum skerðingar á afla- heimildum. Þá hafi mörg sveitarfélög og samtök sveitarfélaga kontið fram nteð tillögur að aðgerðum og óskað eftir samstarfi við ríkisvaldið. Skoraði þingið á ríkisstjórnina að nýta sér þekkingu sveitarfélaganna á þörfinni heimafýrir, m.a. með sérstökum fjárveitingum til þeirra. Þá kom fram að Eftirlits- stofnun EFTA hefur gefið út svokallað byggðakort þar sem fram kemur að íslenskum stjórnvöldum er heimilt að veita sérstaka byggðastyrki sem geta numið 15 - 35% af fjárfestingakostnaði, eftir stærð fyrirtækja, á tilteknum svæð- um á íslandi. Norðunæstur- kjördæmi allt fellur undir skilgreiningu ESA. Tækifæri ríkisstjórnarinnar til að beita sértækum aðgerðum eru því greið og aðeins spurning um vilja. Þingið skorar því á ríkisstjórnina að beita áður- greindri heimild og styrkja þannig uppbyggingu fyrir- tækja í kjördæminu og þar með byggð. Nafnið datt út Við uppsetningu Feykis í síðustu viku datt úr nafn greinarhöfúndar á síðu 9 þar sem finna mátti grein um Skagfirsku matarkistuna. Var það Laufey Haralds- dóttir fýrir hönd ferða- máladeildarinnar á Hólum sem ritaði greinina. hópur manna í samalmennsku út á Siglunes og Nesdal sem er uppaf nesinu. Þarna var vitað að sjö kindur gengu úti í fyrravetur. Þessar kindur náðust allar utan ein sem hafði farið afvelta í sumar. Með kindunum voru fjögur lömb ffá í vor. Raunar höfðu þrjár kindur bæst í þennan hóp í sumar. Utigangsféð sent ekki hafði átt lömb var rígvænt t.d. vó veturgamall hrútur úr hópnum 110 kíló og lömbin voru á bilinu 50-62 kíló. Það virðist því ekki hafa væst um þessar skepnur síðasta vetur. Þettafé varallt frá Brúnastöðum í Fljótum utan tvennt veturgamalt frá Stóra-Holti. Kindurnar voru fluttar á bát frá Siglunesi inn til Siglufjarðar og þar sem engin hafnaraðstaða er við Siglunes þurfti að selflytja féð á gúmmíbát úr fjörunni út í fiskibát talsverðan spotta. Að sögn leiðangursmanna stóð tæpt að þeir gætu selflutt féð vegna veðurs sem fór ört versnandi eftir því sem leið á daginn. Mynd og texti: ÖÞ: Skattstjóri NV Hanna ráðin Gengið hefur verið frá ráðningu Hönnu Björns- dóttur til að gegna embætti skattstjóra á skattstofu Norðurlands- umdæmis vestra frá 1. des. 2007 til fimm ára. Hanna lauk B.Sc. í viðskiptafræði ffá Háskól- anurn á Akureyri árið 2006. Hún hefúr startáð á skattstofu Nv, með hléum, ffá 1992. Frá 2005 hefur Hanna sinnt starfi deildarstjóra og staðgengils skattstjóra. Löngumýri Trúboðí Eþíópíu Föstudagskvöldið 26. október verður Helgi Hró- bjartsson kristniboði með myndasýningu frá áratuga starfi sínu í Afríku. Fáir íslendingar þekkja betur aðstæður í þessari fjarlægu álfu enda hefur hjálparstarf Helga skipað honum lands- kunnan virðingarsess meðal innfæddra í Eþíópíu. Sýningin hefst kl: 20:30 og eru allir velkomnir.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.