Feykir


Feykir - 25.10.2007, Page 6

Feykir - 25.10.2007, Page 6
6 Feyklr 40/2007 á þeirra vegum og þær vildu að ég tæki þátt. Mér fannst ég alls ekki vera tilbúin í þetta og fannst erindi þeirra hálf fáránlegt og óttaðist að það væri verið að gera grín að mér. Sýningin væri haldin í mars og ég væri að ffamleiða jólasveina. Þær hins vegar gáfu sig ekki og báðu mig að senda sér nokkra og þær myndu sjá um allt annað. Þessi heildsölusýning var fýrir öll stóru fyrirtækin í kringum túristaverslun hér á landi og mér var boðið að vera með. Eftir þessa sýningu fékk ég það mikið af pöntunum að ég sat uppi með það að velja hverjum ég ætlaði að sinna og hverjum ekki. Á sama tíma fékk ég breytingu á minni vinnu og fór í 50% vinnu þannig að ég gat gert þetta. Ég fór að framleiða fyrir Mál og menningu en þegar ég missti vinnuaðstöðuna þá datt það upp fyrir sig. í dag er Jólahúsið á Skólavörðustíg minn aðal söluaðili og það selst alltaf allt sem ég sendi þangað. Jólagarðinum í Eyjafirði hef ég aldrei getað sinnt. Hefur aldrei hvarflað að þér að hætta bara að vinna úti og snúa þér eingöngu að listinni? -Jú, jú, oft. Þá kemur á móti að ég vil hafa félagsskapinn sem vinnan gefur mér, öryggið og föstu launin. Og í hvert sinn sem ég tek þátt í stórri sýningu og fæ mildð af pöntunum hugsa ég með mér að ég þurfi nú eldd að vinna Jengur í bankanum en þá kemur á móti að ég hefði ekld vinnufélagana og þessa tengingu út í samfélagið sem vinnan úti gefur mér. Það er eitthvað sem ég er ekld tilbúin í þannig að meðan ég held þessu starfshlutfalli þá verð ég þar enda hef ég unnið í banka í um 20 ár, segir svarar Hreffia. Hráefnið talið illgresi Hráefhið í stytturnar hennar Hrefhu er ekld dýrt en það fær hún á tjaldsvæðinu heima á Blönduósi. -Ég vinn allt úr alaskavíði. Þeir hlógu að mér hérna hjá bænum þegar ég fór að sækja í þetta enda var litið á alaskavíðinn sem hálfgert illgresi. Ég sá hins vegar möguleika í honum því ég get alltaf fengið nóg af honum auk þess sem hann er ntjúkur og því er gott að vinna í hann. Eins verða stytturnar mjög léttar þegar þær eru skornar út í alaskavíði, reyndar svo léttar að það tók mig svolítinn tíma að finna út úr því hvernig ég gæti fengið þær til þess að standa sjálfar. Kom á endanum niður á það að saga út litla palla sem ég set stytturnar á svo þær haldi jafnvægi og er þá komin með létta og meðfærilega gjöf. Hrefna segir að hún viti aldrei Skapar listaverk úr aiaskavíði Skapandi athafnakona Hrefna Aradóttir er fædd og uppalin í Neskaupstað en fyrir 17 árum flutti hún á Blönduós er hún kynntist manni sínum Þorsteini K. Jónssyni og eiga þau tvær dætur. Hún er handverkskona og bankastarfsmaður og hefur vart undan aó framleiða jólasveina og fermingarstyttur sem hún sker í greinar af alaskavíði. Allt byrjaði þetta þó með fikti austur á héraði og upphaflega ætlaði Hrefna að skera út álf en úr spýtunni birtist jólasveinn. Það er skemmtilegt að koma inn á heimili Hrefnu og fjölskyldu, heimilislegt andrúmsloftið tekur á móti gestinum og býður hann velkominn. Út um allt hús má sjá handverk ijölskyldumeðlima og inni í eldhúsi á húsmóðirin mikið safn dósa undan hinu og þessu. Ég tek eftir dósasafninu og spyr Hrefnu aðeins út í það. -Þetta hefur nú bara undið upp á sig í gegnum árin en eins og má sjá þá eru þetta allt dósir sem einu sinni höfðu tilgang, svarar Hrefna spurningum mínum hressilega. En við erum ekld komnar saman til þess að ræða dósir heldur styttur og ég bið Hrefnu að rifja upp hvernig þetta byrjaði allt saman. -Það var nú allt saman svolítið slys. Ég er reyndar alin upp við það að geta framkvæmt og hef í gengum tíðina gert það. Saumað föt, málað og þar fram eftir götunum. Ég þurfti alltaf að vera að gera eitthvað. Fór í húsmæðraskóla á sínum tíma og þegar ég bjó fyrir austan þá saumaði ég mikið bæði á mig og fyrir aðra og svona gæti ég haldið áfram. Föðurafi minn, sem dó reyndar þegar ég var sex ára, tálgaði mikið og ég hugsaði alltaf með mér að ef maður á annað borð ætti hníf þá ætti maður að geta þetta. Allt byrjaði þetta jólasveina- ævintýri, þó þegar ég ásamt systur minni fór í heimsókn austur á hérað sumarið 1998. Þar sáum við rosalega skemmtilega álfa tálgaða úr viði. Þetta sagði ég að við gætum nú bara gert sjálfar og sótti spýtu og vasahníf og hófst handa, rifjar Hrefna upp. Ekki var það þó álfur sem birtist í spýtunni heldur þessi líka flotti jólasveinn sem Hrefna, eins og hún orðar það sjálf, hefur setið uppi með síðan. -Ég fann það strax að þarna var ég komin með eitthvað og hélt áffam að þróa mig áfram. Ári síðar fór ég síðan til Bjarnheiðar Jóhannesdóttur, sem var jafn- réttisfulltrúi hér, og bað hana að aðstoða mig við að verðleggja stytturnar og meta hvort ég gæti yfir höfuð selt þetta. Eitthvað hefur henni fundist ég vera með í höndunum því nokkrum dögum síðar fékk ég ffá henni bréf sem innihélt umsóknareyðublað um námskeið sem hét Gæðahandverk í Húnaþingi. Sagði hún að þarna gæti ég lært allt sem ég þyrfti að vita og að hún ætlaðist til þess að ég mætti. Námskeiðið stóð ailan veturinn en kostaði mig ekki mikið en það var niðurgreitt af Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra. Þarna lærðum við að gera framlegðaráætlun, viðskipta- áætlun og svo margt, margt fleira. Handverkskona í hálfu starfi Það rná segja að með þessu námskeiði hafi boltinn farið að rúlla Hrefnu í hag. I janúar árið 2000 eða á miðju námskeiði komu aðilar ffá Handverk og hönnun til þess að skoða hvað verið væri að gera í Gæðahandverki í Húnaþingi. - Stuttu síðar fékk ég hringingu ffá þeim þar sem mér var tjáð að það væri heildsölusýning á handverki

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.