Feykir


Feykir - 25.10.2007, Qupperneq 11

Feykir - 25.10.2007, Qupperneq 11
40/2007 Feykir 11 Sigrún Helga Indriðadóttir handverkskona. Frá handverksfólki í Skagafirði Alþýðulist í útrás Feyki bárust spurnir af því að Alþýðulist, félag handverksfólks í Skagafirði, hygði á útrás og væri um þessar mundir að senda vörur sínar alla leið til Washington í Bandaríkjunum. Tíðindamanni Feykis lék forvitni á að vita meira um málið og mælti sér mót við Sigrúnu Helgu Indriðadóttur, handverkskonu og formann Alþýðulistar. „Þetta er nú enginn tuttugu ára samningur um að senda allar okkar vörur erlendis” segir Sigrún og hlær. Hvernig kom þetta til? „Það er íslensk kona sem býr þarna úti í Washington sem hefur mikinn áhuga á íslensku handverki og bað okkur um að senda sér nokkrar vörur til reynslu. íslendingafélagið hefur undanfarin ár fengið til sín handverksvörur ffá íslandi og selt á mörkuðum fyrir jólin. Mér skilst að íslendingafélagið haldi sinn eigin jólamarkað en svo séu líka skandinavískir og sænskir markaðir í nóvember og desember, þar sem íslensku vörurnar eru einnig á boðstólnum. Þarna koma norðurlandabúarnir saman og versla með sérvörur og handverk sem ekki eru almennt í boði í Bandaríkjunum og búa til svona norræna jóla- stemningu”. Hafa félagar í Alþýðulist verið að kynna vörur sínar erlendis? „Nei, ekki er það nú. Þessi íslenskakonahafðisambandvið mig um síðustu mánaðarmót. Þá hafði hún verið á ferð hér um slóðir og komið við í upplýsingamiðstöðinni í Varmahlíð þar sem okkar vörur eru til sölu. Það er auðvitað heilmikil kynning í því að hafa vörurnar til sölu þar, því upplýsingamiðstöðin fær um það bil fimmtán þúsund gesti á ári. Handverkssalan hefur gengið mjög vel í sumar. Starfsstúlkurnar í upplýsingamiðstöðinni eru greinilega lunknar að selja og við njótum góðs af því hvað þær eru áhugasamar um handverkið. Frábærar konur þar á ferð. Það er mjög skemmtileg og notaleg tilfinning og kannski svolítið skrýtið líka að vita af vörunum okkar víðs vegar um heiminn. Við erum kannski ekki alltaf að hugsa um það svona á meðan við erum að búa þær til”. Hvers konar vörur eru þið að fara að senda út? „Það var óskað eftir smávörum úr íslensku hráefni. Konan bjó eiginlega til óskalista þegar hún var búin að heimsækja upplýsingamiðstöðinaogskoða handverksvörurnar. Þetta er nú bara í raun sýnishorn af nokkrum vörum, alls ekki mikið magn, alla vega ekki í upphafi. Við vitum ekki hvað gerist í framtíðinni. Það er auðvitað nokkuð dýrt að senda vörurnar svo við þurfum að senda vörur sem eru ekki mjög þungar eða fýrirferðarmiklar og þola flutninginn vel”. Hvað er framundan hjá félögum í Alþýðulist á næstunni? „Það seldist ágætlega hjá okkur í sumar svo nú er handverksfólk á fullri ferð að búa til vörur fyrir jólavertíðina. Við höfum reynt að hafa notalega desemberstemningu hér í upplýsingamiðstöðinni og handverkið er sífellt að verða vinsælla sem gjafavara. Það er meira að segja alltaf að aukast að fólk panti ýmsa hluti ffá handverksfólki til gjafa. Veturinn er líka góður í námskeiðahald og svoleiðis, það er svo nauðsynlegt fyrir handverksfólk að skiptast á hugmyndum og læra nýja hluti. Það verður til dæmis prjónanámskeið núna 27. október, þar sem ég vonast sannarlega til að sjá allar prjónakonurnar úr hópnum. Við erum svo heppin hér á íslandi að það eryfirleitt nóg að fara út í garð, niður í fjöru eða út í skóg til að finna spennandi efni í handverk, möguleikarnir eru endalausir. Svo er það náttúrulega íslenska ullin sem er alveg meiriháttar efni í alls konarhluti. Ég er auðvitað ekki alveg hlutlaus en mér finnst mjög mikilvægt að íslenskt handverk sé sýnilegt og verði áfram sjálfsagður hluti af okkar menningu. Við berum ábyrgð á því að nýjar kynslóðir kunni til verka í þessum efnum”. Ágúst Þór Bragason og Guörún Benediktsdóttir Pizza úr brauövélinni Hjónin Ágúst Þór Bragason og Guðrún Benediktsdóttir bjóða lesendum Feykis upp á heimagert pizzadeig úr brauðvél. Þau segja að brauðvélin sé nokkuð notuð á þeirra heimili og vikulega sér gert í henni pizzadeig. Þá bjóða þau einnig upp á skemmtilega svaladrykki til þess að skola pizzunni niður. Þau hjón skora á ferða- og hlunnindabændurna á Höfnum á Skaga, þau Helgu Björgu Ingimarsdóttur nema í ferðamálafræðum við Háskólanum á Hólum og Vigni Á. Sveinsson. Heimagert pizzadeig í brauðvél 2 !4 dl. fmgurvolgt vatn 6 V2 dl. hveiti 1 teskeiðsalt V2 matskeið hunang 2 matskeiðar olía 1 teskeið þurrger Allt sett í brauðvélina og látið hefast. 1 staðþess hefðbundna ofaná pizzuna má t.d setja ólífuolíu í stað pizzasósu Salt og hvítlauksduft sem krydd Rœkjur og skelfisk Höfðingjaost Bakað í 200°C í ca. 10 mín. Tveir svalandi drykkir Svo kotna hér 2 svalandi dry'kkir sem krökkunum finnast góðir með pizzunni: V2 L Hindberjasafi 1L Sprite Blandað satnan muldum ísklökum V2 L tnysa 1L Appelsínusafi 1L Sprite Blandað satnan muldutn ísklökum með smáauglýsingar... Bíll til sölu Tilsölu er Toyota Corolla árgerð 1993. Bíllinn erekinn 155 þúsund kílómetra. Upplýsingar í sima 849 9415 Upplagt í útigang Tilboð óskastí uþb. 265m3affyrn- ingum. Um erað ræða ca. 1700 þurra smábagga I tveimur hlöðum 1 Okm sunnan Varmahlíðari Skagafirði. Miðað er við að hlöðurnar tæmist I nóvember. Greiðsla skal fara fram við afhendingu. Tilboð sendistá ey.thor@isl.is Hús frítímans - hvað er það? Kynningarfundur um framtiðarsýn og uppbyggingu frístundamála í Skagafirði verðurhaldinn I Félagsheimilinu Bifröst miðvikudaginn 31. okt. kl. 17.00 Allirhjartanlega velkomnir. Frístundastjóri Sendið smáauglýsingar til birtingar á feykir@nyprent.is

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.