Feykir - 08.11.2007, Side 2
2 Feykir 42/2007
Húnaþing vestra
40 milljónir til hitaveituframkvæmda
syðri og nyrðri Hvammsár
verði deiliskipulagt.
Ný svæði
skipulögð
A fundi Skipulags- og umhverfisráðs Húnaþings vestra í
síðustu viku var lagt fram erindi frá sveitarstjóra þar sem
óskað var eftir skoðun
skipulagsverkefnum.
Lagði ráðið á fundi sínum
áherslu á að hafist verði handa
við að deiliskipuleggja svæðið
sunnan Veigastígar og vestan
Þjóðvegar 72 (Hvammstanga-
vegar) að mörkum aðal-
skipulags Hvammstanga.
Einnig er lagt til að svæðið
austan Norðurbrautar milli
ráðsins á fyrirsjáanlegum
Frá Hvammstanga.
Leiðari
Gengur bloggið að
sagnfræðinni dauðri?
Ég er ein afþeim íslendingum sem síðustu ár heftekið upp
svokallað bloggsamband við gamla vini og kunningja.
Fólk sem ég hqfðifyrir löngu týnt dúkkar allt í einu upp á
tölvuskjánum þarsem það bloggar, skrifar, um allt milli
himins ogjarðar. Sumir blogga bara um eitthvað sem ekki
skipir neinu máli á meðan aðrir blogga um sín leyndustu
mál. Blaðamaðurinn í mér hefur oft tekið kipp á þesswn
ferðalögum mínum um veraldarvefinn og ofterég komin
inn á síður hjá fólki sem ég veit engin deili á og komi ég
ítrekað inn á þessar síður veit ég oft orðið meira um hagi
þessarafólks en systra minna, þær blogga jú ekki. Sjálf
held ég úti bloggsíðu kannski bara meira tilþess að vera
eins og hinir og stundum tilþess að tjá mig um mál sem
ég ekki fæ útrás fyrir hér. Ekkert ofpersónulegtþó.Ætli
ég sé ekki ofspéhrædd tilþess að gera það. Að mestu leiti
finnst mérþessiþróun vera að liinu góða. Hún hefur opnað
augu okkarfyrir mörgu og kennt okkur listina að deila
tilfinningum okkar. Hins vegar hefég veltþví'fyrir mér
hvað verði um þessi blogg þegar tölvan hrynur? Týnast
þau og gleymast að eilífu. Ástarbréfnútímansfara á milli á
tölvupósti eða sem sms skeyti. Hver verður arfleifð okkar?
Hverjar verða heimildirnar um lífokkar og tilfinningar?
Verður sagnfræðiframtíðarinnar byggð á blöðum og
tímaritum í stað dagbóka og sendibréfa hér áður? Kemur
bloggið tíl með að ganga að sagnfræðinni dauðri? Þegar
stórt er spurt verður ekkert um svör.
Ps. Fyrir ykkur lesendur mína afeldri kynslóðinni sem ég
met mikils. Blogg er einhvers konar dagbókarform sem
haldið erútiá veraldarvefnum og því sýnilegt öllum.
Guðný Jóhannesdóttir
feykir@nyprent.is
sími 898 2597
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
Utgefandi:
Nýprent ehf.
Borgarflöt I Sauðérkrúki
Póstfang Feykis:
Box 4,550 Sauðárkrókur
Blaðstjórn:
Árni Gunnarsson,
Áskell Heiðar Ásgeirsson,
Herdis Sæmundardóttir,
Ólafur Sigmarsson og
Páll Dagbjartsson.
BitstjoriS
ábyrgðarmaður:
Guðný Jóhannesdóttir
feykir@nyprent.is
Simi 455 7176
Blaðamenn:
Óli Arnar Brynjarsson
oli@nyprent.is,
Örn Þórarinsson.
Prófarkalestur:
Karl Jónsson
Askriftarverð:
275 krónur hvert tölublað
með vsk.
Lausasötuverð:
325 krónurmeð vsk.
Áskrift og dreifing
Nýprent ehf.
Simi 455 7171
Umbrot og prentun:
Nýprent ehf.
Skagafjörður
slær lán
Hitaveituframkvæmdir i Hrolleifsdal. Símon Skarphéðinsson verktaki glaðbeittur. Mynd:
skv.is
Á fundi Byggðarráðs Skagafjarðar í síðustu viku var lagt
fram lánstilboð frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna
hitaveituframkvæmda á Hofsósi.
Samþykkti Byggðarráð að
taka lán hjá Lánasjóði
sveitarfélaga ohf. að fjárhæð
40.000.000 kr. til 10 ára, í
samræmi við samþykkta
skilmála lánveitingarinnar sem
lágu fyrir fundinum. Til
tryggingar láninu standa tekjur
sveitarfélagsins, sbr. heimild í
3.mgr.73.gr.sveitarstjórnarlaga
nr. 45/1998. Er lánið tekið til
hitaveituframkvæmda, sbr. 3.
gr. laga unt stofnun opinbers
hlutafélags um Lánasjóð
sveitarfélaga nr. 150/2006.
SAH afurðir ehf.
Nýttmet
Á heimasíðu SAH afurða ehf kemur fram að nýtt met hafi
verið slegið í sauðfjárslátrun á Blönduósi þetta haustið. Búið
er að slátra 92.177 Qár sem er þó nokkur aukning frá fyrra ári.
Sláturdagar voru einunt
færri en í fyrra en nýting hvers
dags betri. Meðalvigt dilka
15,26 kg, sent er um 0,3 kg.
léttara en árið 2006. Nú er
folaldaslátrun komin á fullan
skrið og eru bændur hvattir til
að hafa samband við slátur-
hússtjóra til að panta slátrun
fyrir folöld.
Bókin um Vatnsenda Rósu
Komin í dreifingu
Siðastliðinn laugardag kom í dreifingu bókin um Vatnsenda
Rósu sem greint var frá í blaðinu fyrir skömmu.
Við það tækifæri afhenti
séra Gísli H. Kolbeins höf-
undur bókarinnar Kvenna-
bandinu í Vestur Húnavatns-
sýslu nokkur eintök afbókinni,
en kvennabandið lagði frarn
peningaupphæð til útgáfu
bókarinnnar. Á myndinni er
stjórn Kvennabandsins kontin
með bókina í hendur; frá
vinstri Jónína Jóhannesdóttir,
Bjarney Valdimarsdóttir og
Gerður Ólafsdóttir.
Mynd ÖÞ.
Blönduós
Lagaá
græn svæði
Á fundi Æskulýðs- og
tómstundanefndar
Blönduósbæjar á
dögunum var lagt til að
gerðar verði úrbætur á
leiksvæðum í bænum.
Lagði nefndin sérstaklega
áherslu á svæðið við skólann
og eins að sett verði upp
leiktæki við Skúlabraut. Þá
leggur nefndin til að endur-
bætur á grænum svæðum í
bænum verði settar í fjár-
hagsáætlun.
Frá Háskóla SÞ
tilHóla___________
Hólaútrásin
heldur
áfram
Næsta einn og hálfan
mánuð munu sex
nemendur frá
Sjávarútvegsskóla
Háskóla Sameinuðu
þjóðanna dvelja á Hólum
við nám í fiskeldi.
Nemendurnir koma ffá
Kenya, Tansaníu, Malasíu og
Úganda. Þau starfá flest við
ráðgjöf og stjórnsýslu tengdu
fiskeldi og fiskveiðum í sínum
heimalöndum.
Fiskeldisnámið á Hólunt
er hluti af sex mánaða dvöl á
íslandi. Sumir þessara nerna
ntunu verða á Hólum þangað
til í febrúar og vinna loka-
verkefni undir leiðsögn sér-
fræðinga Hólaskóla.
Húnaþing vestra
Bókasafnið
sprungið
Á fundi Menningar- og
tómstundaráðs
Húnaþings vestra í
síðustu viku kom fram
að finna þyrfti úrlausnir á
geymslu fyrir bóka- og
skjalasafn
sveitarfélagsins en
núverandi húsnæði er
sprungið á plássi.
Á fúndinum kom upp sú
hugmynd að Óríon m}aidi
fl\tja í félagsheimilið og að
félagsmiðstöðin gantla myndi
verða bóka- og skjalasafn.
Ekki var komist að endanlegri
niðurstöðu á fúndinum.