Feykir - 08.11.2007, Síða 9
42/2007 Feykir 9
Norðlenskir bloggarar
Rannveig Lena Gísladóttir, bókari, Blönduósi
Feykir
heimsækir
bloggheima
Er bloggiö hið nýja dagbókarform okkar
íslendinga? Hverjum hefði grunað að
ótrúlegasta fólk ætti eftir að opna svokallaðar
bloggsíður og fara að tjá sig um menn, málefni
og jafnvel sig sjálf. Feykir hafði samband við
fjóra norðlenska bloggara og spurði þá út í
tilurð bloggsíðna þeirra.
Byrjaði að blogga nafnlaust
Hver er slóðin inn á
bloggið þitt?
www.lena75.blog.is
Hvað hefnr þú bloggað
lengi og af hverju
byrjaðirþú að blogga?
-Síðan 2005. Byrjaði
að blogga nafiilaust og
þá var það til að tjá mig
um vandamál sem að
hrjáði mig mikið á þeim
tíma, offituvandamálið.
Þá var hópur á netinu
sem að bloggaði og sótti
stuðning í gegnum það.
Það varð til nokkurs
konar “lítið samfélag”
svona fólks á netinu.
Um hvað bloggarþú ?
-Daglegt líf, skólann
minn,börnin,bóndann...
hitt og þetta bara. Inn á
bloggið fer þó ekkert sem
að er of persónulegt.
Ertu virkurþátttakandi
í bloggheimum, það
er skoðar þú aðrar
síður og skilur eftir þig
athugasemdir?
-Ég skoða mis mikið
af annarra manna
bloggum, mest hjá
“fjölskyldu og vina”
bloggurum. Misdugleg
við að “kommenta” líka.
Utn hvað bloggaðir þú
síðast?
-Ferð mína á ráðstefnu
Félags bókhaldsstofa um
sl. helgi.
Hefur þú eignast vini í
gegnum bloggið?
-Já, ég eignaðist ágætis
kunningja í gegnum
fyrsta bloggið mitt. Fólk
sem ég veit að fylgist með
mér ennþá í dag hvernig
mér gengur.
Séra Sigríður Gunnarsdóttir
Sauðárkróki
Bloggar mest
fyrir sjálfa sig
Jón Sigurðsson, tryggingaumboðsmaður og
fréttaritari Morgunbiaðsins á Blönduósi
Bloggar um allt milli
himins og jarðar
Hver er slóðin inn á
bloggið þitt?
-Ég held til á Mogga-
blogginu, slóðin er sigrg.
blog.is
Hvað hefur þú bloggað
lengi og afhverju
byrjaðir þú að blogga?
-Ég byrjaði að blogga
ef að ég man rétt 2004.
Auðvitað er kjánalegt að
segjast blogga fyrir sjálfa
sig, ekkert er einka sem
fer á veraldarvefinn en ég
hef alltaf haff gaman af þ\i
skrifa og fást við texta svo
ég tók blogginu fagnandi.
Um hvað bloggarþú?
-I upphafi vega ætlaði
ég eingöngu að skrifa
beinskeytta og meitlaða
pistla sem fjölluðu um
þjóðfélagsmál, trúmál
eða það sem er efst á
baugi hverju sinni. Þau
fögru fyrirheit fóru fljótt
út um þúfúr og ég blogga
mest um sjálfa mig og
fjölskylduna.
Ertu virkurþátttakandi
í bloggheimum, það
er skoðar þúaðrar
síður og skilur eftir þig
athugasemdir?
-Ég gef mér ekki tíma til að
fylgjast með umræðunni
bloggheimum. Renniyfir
síðurvinaminnareglulega
og sömuleiðis nokkurra
guðfræðinga sem hafa eitt
og annað fram að færa.
Og geri athugasemdir þar
sem við á.
Um hvað bloggaðirþú
síðast?
-Ég bloggaði síðast um
sálma og söngvakvöld
í kirkjunni, þar sungu
tvær ffábærar söngkonur
sálma og trúarsöng\'a úr
ýmsum áttum.
Hefurþú eignast vini í
gegnum bloggið?
-Nei, en ég hef verið
blessuð með mörgum
vinkonum og vinum, sum
þeirra hef ég samskipti við
í gegnum bloggsíður.
Hver er slóðin inn á
bloggið þitt?
-Slóðin sem ég skil eftir
mig í bloggheimum er
123.is/jonsig
Hvað hefurþú bloggað
letigi og afhverju
byrjaðirþú að blogga?
-Mig rninnir að ég hafi
bloggið um það bil í
svona eitt og hálft ár.
Hugsanlega getur það
verið eitthvað meira en
það er ekki aðalatriði.
Hvers vegna ég byrjaði
að blogga er ekki svo
auðvelt að útskýra. Til
dæmis var skorað á mig
en þetta svar er svona
eins og hjá frambjóðenda
þannig að líta ber á það
í því ljósi. En til að gera
langa sögu stutta þá hef
ég skrifað fréttir úr A-
Hún í Morgunblaðið frá
því í febrúar árið 1985 og
til þess að gera nýlega og
með þægilegu aðgengi
að heimasíðugerð hef ég
uppgötvað þá yndislegu
möguleika internetsins
til að koma á framfæri á
ffjálslegan hátt því sem
við erum að gera, eða
ekki gera sem ekki kemst
fyrir á síðum dagblaða.
Utn hvað bloggarþú?
-Ég blogga um allt milli
himins og jarðar, allt frá
10 litlum negrastrákum
að bilanagreini hjá Vél-
smiðju Alla. Persóna
mín er fyrirferðamikil
í blogginu því hver er
sjálfúm sér næstur.
Ertu virkurþátttakandi
í bloggheimum, það
er skoðar þúaðrar
síður og skilur eftir þig
athugasetndir?
-Ég er ekki virkur í
umræðum í bloggheim-
um en ég fylgist út undan
mér hvað sumir eru að
skrifa en geri afar sjaldan
athugasemdir einfaldlega
vegna þess að enginn
tekur mark á mínum
“réttu” skoðunum.
Utn hvað bloggaðirþú
síðast?
-Síðast bloggaði ég
um 10 litla negra-
stráka, hjónaband
samkynhneigðra og
biblíuþýðingu. Reyndar
legg ég oftast út frá
efni auglýsingablaðsins
Gluggans en þar má
finna sýslusálina í
sinni fegurstu mynd.
Og smáauglýsingar á
Húnahorninu heilla
mikið og hann Rúnar í
Samkaupum leggur mér
oft lið.
Hefurþú eignast vini í
gegnutn bloggið?
-Ég held að það hafi ekki
fækkað í vinahópnum
eftir að ég tók upp á
þessu. Grun hef ég um
að fólk láti sér í léttu
rúmi liggja um hvað ég
skrifa ef ég skila bara inn
myndum af lífinu hér í
A-Húnavatnssýslu.
Axel Kárason, búfræðinemi Hvanneyri
Bloggar um lítilfjörlega og
tilgangslausa hluti
Hver er slóðin inn á
bloggið þitt?
anastadir.blogspot.com
Hvað hefur þú bloggað
letigi og afhverju byrjaðir
þú að blogga?
-Frá haustinu 2005, þegar
ég settist á skólabekk á
HvanneyTÍ. Ég sá að vinur
minn var farinn að blogga
og ákvað að prófa hvort
þetta væri eitthvað sem ég
hefði gaman af.
Um hvað bloggarþú?
-Að mestu leyti reyni ég
að blogga um lítilfjörlega
og tilgangslausa hluti. Mér
leiðist að blogga um hluti
eins og t.d. REI-málið
því fféttaumfjöllun og
spjall \ið fólk á förnum
vegi uppfyllir minn
dægurmálakvóta. Það eru
þá helst málefni tengd
íslenskum landbúnaði
sem rata inn á mína síðu.
Ertu virkur þátttakandi
í bloggheimum, það
er skoðar þú aðrar
síður og skilur eftir þig
athugasemdir?
-Ég flokkast nú örugglega
ekki undir mjög virkan
þátttakenda, hef t.d.
ekki neinn bloggrúnt
á morgnanna. En það
eru auðvitað ákveðnar
síður sem eru skoðaðar
reglulega, en ég er nú
ekki mikið að skilja eftir
mig athugasemdir.
Utn hvað bloggaðir þú
síðast?
-Stuttar hugleiðingar
um hitt og þetta, og
svo fór ég af stað með
spumingaleik sem tengist
sögu Sambandsins og
Kaupfélaganna.
Hefur þú eignast vini í
gegnutti bloggið?
-Nei ég held að það hafi
nú bara aldrei komið
fyrir að manneskja sent
ég þekkti ekki hafi skilið
eftir athugasemd (þá
tel ég ekki með þar sem
leyninafn hefúr verið
notað) þannig að ég virka
greinilega ekki mjög
aðlandi í gegnum síðuna
mína.
bloggbrot
Brot úr öðrum
norðlenskum
bloggum
Jón Þór
Bjarnason
http://drhook.blog.is
/blog/drhook/
í rigningu og hálfrökkri
gekk ég út Fossvoginn
áleiðis í Nauthólsvík. Á
leiðinni er Svartiskógur,
sem er hluti af
Skógræktinni. Með mér í
ferð var tíkin Týra og við
löbbuðum inní rjóöurvin
í skóginum. Þegar við
komum aftur upp á
göngustíg var hún komin
með tóma plastflösku í
kjaftinn, eins og svo oft
áður I gönguferðum. Tíkin
japlaði á flöskunni næsta
hálftímann, en reyndi
endrum og eins að leggja
hana frá sér á stíginn
og fá mig til að sparka í
hana. Ég vildi síður rjúfa
göngutempóiö og var
tregur til leiks. Á bakaleið
úr Nauthólsvík tók ég
betureftirflöskunni,
sem var með sérstökum
stút, álpappír og brún að
innan. Nú erum við komin
heim og Týra liggur hér í
móki. Úr sljóum augunum
má lesa: Vaaaáá mar,
heavy!
Pálína Ósk
Hraundal
http://palinaosk.blog. is
/blog/palinaosk/
Það hefur bara verið
crazzyyy að gera í
skólanum undanfarna
daga. Við lukum heilum
áfanga nánast á einni
viku, þannig við erum
búin að vera hér og þar
og út um allt undanfarna
daga. í dag var ég í
Kolkuós, ég er alveg
heilluð af þessum
stað. í gær vorum við
á Sigló og Hofsós.
Daginn þar áður fórum
við Skagafjaröarrúnt,
skoðuðum slóðir
Sturlungasögu. Mjög
skemmtilegt allt saman.
Þuríður Kristjana
Þorbergsdóttir
http://prestsfruin.
bloggar.is/
Frumburðurinn er 25 ára
í dag. Ég get varla trúað
því að það sé oröiö þetta
langt síðan hann Gunnar
fæddist. Við hringdum í
hann áðan og þá var hann
að fara á Krókinn að grilla
hrút, vona að hrúturinn
bragðist vel og Gunnar
eigi gott kvöld. Á svona
dögum langar mann
heim að faðma og knúsa
börnin sín ogjafnvel baka
eina köku.
J