Feykir - 13.03.2008, Blaðsíða 1
Jónas Svavarsson hefur verið
meðlimur í Kiwanis hálfa
ævina
Félagsmálamaður
fram í fingurgóma
Jónas er hjá Skagfirðingum
þekktastur fyrir að selja þeim
málningu, parket og verkfæri en
hann hefur starfað sem sölumaður
hjá KS í 23 ár. Áður starfaði hann
sem húsasmiður. Samhliða vinnunni
er Jónas mikill félagsmálamaður,
syngur í Heimi og er forseti
Kiwanis en Jónas tók þátt í stofnun
hreyfingarinnar í Skagafirði fyrir 30
árum.
sjá viðtal á bls. 7
Lögreglumál í Skagfirdi
Skagafjörður - Blönduós
Yfirlögregluþjónn á leið
í frí en ekkí hættur
Bjom Mikaelsson, yfirlogregluþjónn hja logreglunni a
Sauðárkróki er kominn í opið veikindaleyfi en Bjöm
er á biðlista eftir þvf að komast í hjartaþræðingu.
Sýslumannsembættið leitar nú að manni til þess að
leysa Bjöm af í veikindum hans.
-Ég er með bréf upp
á vasann þar sem kemur
fram að ég þurfi að bíða í 1
- 8 mánuði eftir að komast
að í þessa aðgerð. Þangað til
er mér fyrirskipað að hvíla
mig, segir Björn. Aðspurður
segir hann að ekkert sé til í
þeim sögusögnum að hann
sé kominn í veikindaleyfi
þar til hann fari á
eftirlaun samkvæmt hinni
svokölluðu 95 ára reglu.
Björn segir að ráðið verði
í hans starf tímabundið
eða til sex mánuða. Eftir
það, að því gefnu að aðgerð
hans takist vel, komi hann
aftur til starfa. Annar
lögreglumaður hefur einnig
farið í tveggja vikna leyfi en
sá þriðji hefur sett hús sitt
á sölu og hyggst yfirgefa
liðið. Hlýtur þetta að vera
áfall fyrir lögregluliðið en
nýlega var þremur af fimm
héraðslögreglumönnum
sagt upp, þar með talin
eina konan í lögreglunni
á Sauðárkróki. Feykir
hafði samband við Ríkarð
Másson, sýslumann,
og spurði hann hvernig
málum verði háttað í fjar-
veru Björns,- Ég tel að
hann verði í sjúkraleyfi
í allt að 12 mánuði og
eftir það verðum við að
sjá hvað skeður. Verður
fundinn maður tO þess að
gegna embættinu í fjarveru
Björns eða er eitthvað til
í þeim sögusögnum að
sýslufulltrúi muni gegna
starfinu í þennan tíma?
-Nei, það er ekkert til í því.
Við erum að leita að manni
til þess að gegna þessu starfi
í þennan tíma og hann
kemur um leið og hann
finnst. Við erum að leita að
manni utan héraðs, segir
Ríkarður Másson.
Sameina á heilbrigðisstofnanir
Framkvæmdastjórar heilbrigðis-
stofnanna á Blönduósi og
Sauðárkóki voru boðaðir á fund
í heilbrigðisráðnuneytinu á dög-
unum þar sem þeim var tilkynnt
um að fyrir lægi frumvarp þess efnis
að sameina ætti stofnanirnar.
Ekki var greint ffá því hvert
framhaldið yrði, hvort þeim yrði
báðum sagt upp og staðan auglýst
að nýju, hvort hjúkrunarforstjórum
og yfirlæknum yrði sagt upp eða
starfsfólki yfir höfuð. Ákvörðun
þessi hefur skapað spennu innan
vinnustaðanna enda starfsfólk í
mikilli óvissu með framhaldið.
Samkvæmt heimildum Feykis var
ekkert samráð haft við starfsfólk
stofnananna áður en þessi ákörðun
var tekin.
Feykir mun fjalla nánar um þetta
mál í næstu viku.
Skagaströnd
Tundurdufl sprengt í Hrafndal
Sprengikraftur skók bíl í 500
metra flarlægð er tundurdufl
var sprengt í Hrafndal á
þriðjudagskvöld. Tundurduflið
hafði hafrannsóknarskipið Bjarni
Sæmundsson féngið f trollið úti
á Húnaflóa.
Áður en skipið kom að bryggju
hafði björgunarskipið Húnabjörg
flutt sprengjusérfræðinga Land-
helgisgæslunnar um borð til að gera
duflið óvirkt. Duflið var síðan flutt
undir stjórn sprengjusérfræðinga
af Björgunarsveitinni Strönd upp í
Hrafndal þar sem það var sprengt
rétt fyrir hálf átta.
UIH
ixus 70
=24.900 m/
Ixus 75
27.400 m/vsk
—(CTengill ekp—
TÖLVUDEILD TENGIL.S
BORGARFLÖT 27 SAUÐÁRKRÓKI / 455 7900
VIÐ BONUM OG RÆSTUM!
Daglegar ræstingar og
reglubundið viðhald á bóni
í fyrirtækjum og stofnunum
Hringdu núna eða sendu tölvupóst
Sími: 893 3979 * Netfang: siffo@hive.is
Bílaviðgerðir
hjólbarðavidgerdir
réttingar
ogsprautun
nan
■mmmgsz
Síiuðárkrókur-S:4535141