Feykir - 13.03.2008, Side 7
10/2008 Feykir ~7
Jónas Svavarsson hefur verið meólimur í Kiwanis hálfa ævina
Félagsmálamaður
fram í fingurgóma
Jónas er hjá Skagfiröingum þekktastur fyrir aö selja þeim
málningu, parket og verkfæri, en hann hefur starfað sem
sölumaður hjá KS f 23 ár. Áður starfaði hann sem húsasmiður.
Samhliða vinnunni er Jónas mikill félagsmálamaður, syngur
í Heimi og er forseti Kiwanis en Jónas tók þátt í stofnun
hreyfingarinnar í Skagafirði fyrir 30 árum.
Ég hitti Jónas íýrst þar
sem við sitjum saman til
borðs þar sem mér er boðið
að vera gestafyrirlesari á
kvöldverðafundi hjá Kiwanis.
Staðurinn er litla rauða húsið
við höfnina á Sauðárkróki en
húsið festu Kiwanismenn kaup
á upp úr 1990. Húsið er ekki
stórt en dugar starfseminni.
Inni í eldhúsi standa kokkar
kvöldsins og þaðan berst
ilmur, ljúffeng súpa og brauð
eru á matseðli kvöldsins. -Við
skiptumst í nokkrar nefndir
innan félagsins og hver nefnd á
sitt kvöld og sér þá um matinn.
Við hinir borgum síðan allir
í matnum og sé hagnaður fer
hann í hússjóðinn, útskýrir
Jónas. -Við hittumst annan
hvern miðvikudag ffá því í
október og ffam í maí og er
miðað við að hver félagi sé með
um 60% fúndarsókn yfir það
tímabil, bætir hann við.
Fundurinn er formlegur en þó
svifúr húmor félagsmanna yfir
vötnum og mikið er hlegið. Nýr
meðlimur, Benedikt Lafleur er
telcinn inn í félagið og rnenn
skiptast á sögum úr starfinu yfir
súpunni. Farið er yfir starfið
framundan og afrnæli félagsins
sem haldið verður upp á í lok
maí.
Ég spyr því Jónas hvemig það
hafi komið til að hann gelck
til liðs félagið og það sem
meira er tók þátt í stofriun
þess fýrir þrjátíu árum, þá
þrítugur að aldri ? -Það var
nú eiginlega mín eðlislæga
forvitni sem varð til þess, segir
Jónas og hlær áður en hann
heldur áffam. -Ég var staddur
á bílaverkstæði hér í bæ á sama
tíma og maður sem fenginn
var af Kiwanisklúbbunum
Geysi í Mosfellsbæ og Skyldi á
Siglufirði en þessir tveir ldúbbar
höfðu teJcið höndum saman
um að hóa saman mönnum
hér á Krók með það í huga að
stofna félag. Ég spurði þá hvað
þeir væru nú að bralla sem varð
til þess að ég var spurður hvort
ég hefði ekki áhuga á að kíkja
á kynningarfúnd um Kiwanis.
Það varð úr að ég mætti á
fundinn en ekki hinir tveir.
Það er skemmst ffá því að segja
að þeir sem mættu á umræddan
kynningarfúnd voru mjög
jákvæðir og úr varð að sett var
saman stjórn. Jónas var beðinn
að taka sæti í stjórninni sem
meðstjórnandi. -Ég hafði aldrei
komið nálægt félagsmálum
en eftir að ég hafði verið
fullvissaður um að ég þyrfti
ekkert að gera sló ég til. Næsta
skref var síðan að finna fleiri
félaga en til þess að hægt yrði að
stofna ldúbbinn urðu félagar að
vera 25. Það tókst og ldúbburinn
var formlega stofnaður þann
16. maí árið 1978 og síðar
fullgiltur af Evrópustjórn um
haustið það sama ár. Þá hins
vegar kom það upp að sá sem
kosinn hafði verið forseti um
vorið hafði flutt til Selfoss í
millitíðinni og annar þurfti að
taka við. Þar sem allir nema
ég voru komnir með embætti
innan stjórnar var álcveðið að
leita til mín. Þar sem ég vissi að
í þessum félagsskap er gert ráð
fýrir að allir gegni að minnsta
kosti einu sinni embætti forseta
hugsaði ég með mér að illu væri
best aflokið og sló til og var
forseti annað starfsár klúbbsins
sem varð mjög lærdómsrík. Nú
30 árum síðar er ég síðan affur
orðinn forseti.
Ekki bara gamlir kallar
Kiwanis er líknar- og
þjónustuklúbbur og segir
Jónas að starfið gangi að miklu
leiti út á að safúa peningum
til góðgerðamála. Hefúr
klúbburinn styrkt myndarlega
við baldð á ýmsum málefnum
í gegnum tíðina. Nú nýlega
styrktu þeir björgunarsveitina
nokkuð veglega til kaupa á
snjóbíl. -Stærsta verkefúi olckar
var þó fýrir 10 árum þegar við
söfnuðum fýrir og gáfúm bíl til
sambýlanna hér á Sauðárlcróki.
Sú söfúun tókst með hjálpa
margra góðra aðila og það er
ógleymanlegur dagurinn þegar
við afhentum bílinn. Gleðin
skein úr hverju andliti og við
fengum þau viðbrögð að lolcsins
gætu þau farið að ferðast.
Hvemig fjármagnið þið
starfið? -Að mestu leyti með
fjáröflunum. I mörg ár sáum
við um að keyra um sveitirnar
og selja fisk en nú er hann
orðinn svo dýr að það datt upp
fýrir. Þær eru orðnar margar
fjáraflanirnar sem við höfúm
staðið fýrir í gegnum tíðina en
aðalfjáröflunin er litla síma- og
þjónustuskráin sem við gefúm
út á hveiju ári.
Aðspurður segir Jónas að það
gangi þolckalega að viðhalda
félagsskapnum og félagafjöldin
sé yfirleitt þetta í kringum 28
og aldrei hafi þeir farið niður
fýrir 25 -Við höfúm fengið tvo
nýja félaga það sem af er ári en
auðvitað mætti endurnýjunin
vera meiri. En er það ekki
þannig í öllum klúbbum í dag?
Síðan er konurnar líka með
félagsskap sem heitir Sinawik
og þar eru 11 starfandi konur.
Þeirra félagsskapur gengur
þó meira út á að hittast því
þær hafa ekJd staðið í neinum
fjáröflunum.
Hvað með ungu mennina leita
þeir inn í klúbbinn eða er hann
meira fýrir heldri menn? -Nei
alls ekld, ungu mennirnir eru
líka með okkur en sá yngsti,
sem nýlega er gengin til liðs
við okkur er 29 ára og sá elsti
79. AJdursbilið er því breitt og
engin ástæða til að ætla að hér
séu bara saman komnir gamlir
kallar, svarar Jónas og hlær.
Nú ert þú sjálfur búinn að
vera meðlimur hálfa ævina
og ert nú forseti í annað sinn,
hugsar þú aldrei með sjálfum
þér að nú sé þetta komið
gott? -Nei, alls ekld. Ég tel
mig hafa algjörlega sloppið
við formannaveildna eins og
við köllum það. En mönnum
hefur hætt til að hætta eftir að
hafa setið sem formenn. Mér
finnst bara svo gaman að koma
hingað og hitta kunningjana
hálfs mánaðarlega, spjalla og
borða með þeim. Eins höfúm
við farið saman í ferðalög bæði
innanlands og utan sem ég hef
gaman af.
Eru einhver ferðalög sem eru
þar eftirminnilegri en önnur?
-Já mér er ógleymanlega
ferð sem við fórum á
Vestfirði í maí árið 1989 en
það þurfti blása okkur með
öflugum snjóblásara leið yfir
Steingrímsfjarðarheiðina og
það var allt gjörsamlega á lcafi í
snjó fýrir vestan. Við létum það
samt sem áður ekki affra okkur
og áttum þarna ógleymanlega
ferð. Eins var Færeyjaferðin
1995 effirminnileg. Nú síðan
hef ég upplifað það að fara
til Bandaríkjanna á ball hjá
Kiwanis án þess að fara úr
landi, segir Jónas og þessi
síðasta setning verður til þess
að ég hvái. -Olckur var boðið
tvö ár í röð á vordansleik
hjá Kiwanisklúbbnum Brú
á Keflavíkurflugvelli. Til að
fá inngöngu þurftum við að
hafa með okkur vegabréf og
kaupa dollara. Þegar inn á
svæðið var komið svo ég tali
nú ekld um klúbbinn var engu
líkara en við værum komnir til
Bandaríkjanna. Það þótti því
mörgum olckar sem eldd höfðu
farið út fýrir landssteinana
að þarna hefðum við farið tO
útlanda. Þetta var mjög gaman
og milcil upplifún fýrir oJckur
á þeim tíma en þetta var á
upphafs árum klúbbsins.
Hátíðarhöld í lok maí
Eruð þið margir af
stofnfélögunum sem eruð
enn starfandi í klúbbnum ?
-Við erum fimm starfandi og
síðan er einn gamall stofnfélagi
okkar, Svavar Einarsson, uppi
á sjúJcrahúsi, hann er enn félagi
og verður það.
Ef það er einhver sem langar
að mæta á fúnd, skoða
félagsskapinn og hugsanlega
ganga í klúbbinn, hvert á
hann þá að snúa sér? -Hann
getur annað hvort snúið sér til
mín beint nú eða haff samband
við Pálma Ragnarsson, bónda í
Garðakoti, sem er formaður
félagsmálanefndar. Forseti
lendir alltaf í því að verða
formaður þeirrar nefndar árið
sem hann hættir.
Er félagið einskorðað við
Skagafjörð? -Nei alls ekki.
Eftir að Borgir á Blönduósi var
lagður niður gelck einn félagi
þaðan til liðs við okkur og hann
keyrir alltaf yfir á fundi. Við
höfum verið að hnippa aðeins
í hann um að fá með sér nýja
félaga en síðan geta menn sem
lesa viðtalið bara haft samband
ef þeir hafa áhuga.
Framundan er 30 ára afmæli
en í tilefni tímamótanna
hefúr klúbburinn teldð að sér
að vera með umdæmisþing
Kiwanisfélaga á Islandi og
Færeyjum og segir Jónas að
von sé á eitthvað á milli 3 - 400
manns síðustu helgina í maí.
-Við stefnum að því að halda
veglega upp á afmælið og fýrst
allt þetta fólk kemur verðum
við jú að taka vel á móti því,
segir Jónas brosandi. -Við
ædum að bjóða öllum niður í
reiðhöll á föstudagslcvöldinu og
gera þar eitthvað skemmtilegt
og síðan verður hátíð í
íþróttahúsinu á Sauðárkróki á
laugardagskvöldinu.
Dagskráin er ekki fullmótuð
enn sem komið er en við
gerum ráð fýrir að vera vel
sýnileg í Skagafirði þessa helgi
enda búnir að bóka mest allt
gistirými í firðinum og stefnum
að miklum hátíðarhöldum,
segir Jónas að lokum.