Feykir


Feykir - 18.12.2008, Blaðsíða 14

Feykir - 18.12.2008, Blaðsíða 14
14 Feyklr 48/2008 Erla Gígja Þorvaldsdóttir, 69 ára, er á meðal hðtfunda sem eiga lag í undankeppni Eurovision Erla Gígja vann í 25 ár í mötuneyti Fjölbrautaskóla Noróurlands vestra en er nú hætt aö vinna og eyðir frítímanum meóal annars vió tónsmíóar. Lag Erlu, Vornótt, er eitt 16 laga sem komiö er í undankeppni Eurovision en lagiö syngur dóttur dóttir Erlu, Hreindís Ylva Garóarsdóttir Holm. Feykir náói tali af þeim Erlu og Hreindísi Ylvu og spurói aóeins út í lagið Vornótt. Ljúfsár ballaöa hafa átt það í skúffunni í um það bil ár en þá hafi ráðin verið tekin af henni og dóttir hennar hafi sent lagið inn. -Síðan þegar var hringt og mér tjáð að lagið væri inni í keppninni eiginlega bara dauðbrá mér, segir Erla og brosir. -Textann við lagið samdi Hilmir Jóhannesson en lagið fjallar um unga stúlku og þann tímapunkt í lífi hennar er hún áttar sig á því að hún er búin að vera að bíða lengi eftir sama drengnum og vornóttin hefur á meðan verið hennar eini vinur og þarna er hún eiginlega búin að taka ákvörðun um að gefast upp á því að bíða, segir Hreindís Ylva er hún er beðin Erla við orgelið heima. Erla býr á Fornósi á Sauðárkróki ásamt eiginmanni sínum Jónasi Þór Pálssyni, málara. Hún segir að tónlistin hafi blundað í sér frá unga aldri en mest semji hún nú bara fyrir sjálfan sig og skúffuna. -Ég var í lúðrasveit í gamla daga þar sem ég spilaði á trompet, segir Erla en aðspurð segist hún var vera að mestu sjálfmenntuð í tónlistinni. Inn í litlu herbergi á Forn- ósnum á Erla forláta orgel sem hún notar við tónsmíðarnar en lög eftir Erlu hafa oftar en ekki verið til úrslita í Dægur- lagakeppni kvenfélagsins á Sauðárkróki. Eitt árið lenti hún meira að segja í þriðja sæti. Nánar tiltekið árið 2002 en þá var það Regína Ósk sem söng lagið Drauma. -Síðan hefur Hreindís Ylva sungið aðeins fyrir mig. Fyrst þegar hún var níu ára en þá söng hún með Guðbrandi Ægi, síðan söng hún aftur seinna og þá með Bjartmari Þórðarsyni, segir Erla. Dauóbrá þegar Vornótt komst inn Lagið hennar Erlu sem nú fer í Eurovision heitir sem áður segir Vornótt og segist Erla að lýsa textanum. -Það má segja að þetta sé ljúfsár texti um glataða ást, bætir hún við. Erla er eina konan sem á lag í undankeppninni en hún fékk Vilhjálm Guðjónsson til þess að útsetja lagið en Vilhjálmur hefur áður unnið með lögin hennar Erlu. Lagið verður spilað í Laugardagslögunum þann 17. janúar en fjögur lög verða spiluð í hverjum þætti og komast tvö þeirra áfram í úrslit. Þær Erla og Hreindís Ylva segja að undirbúningur að flutningi lagsins sé skammt á veg kominn enda hefur söng- konan unga verið í önnum. Hreindís Ylva. -Ég er að klára stúdentinn núna um jólin og síðan hef ég verið á bólakafi í leikhúsinu en ég er að kenna sönglist í Borgarleikhúsinu, segir Hrein- dís Ylva. Hreindís Ylva byrjaði að læra söng þegar hún var aðeins 7 ára gömul og hefur álíka lengi verið viðloðandi leikhúsið. Enda hefur hún tekið stefnuna á leiklistarnám eða öllu heldur dreymir hana um að komast í söngleikjaskóla. -Það væri voða gaman, ég er að læra djasssöng í FÍH og held að ég sé þarna búin að finna mína hillu, alla vega þá hillu sem mér líður best í, segir Hreindís Ylva og hlær. Ég spyr Hreindísi Ylfu út í lög ömmu hennar. -Ég er búin að vera syngja lögin hennar ömmu síðan ég var níu ára. Þau eru yndislega gamaldags og það er einhver andi yfir þeim sem er svo ólíkur því sem heitast er í dag. Mér finnst eitthvað svo rosalega sjarm- erandi og notalegt við lögin hennar ömmu. Hvernig lag er Vornótt ? -Það er mjög klassískt fyrir hennar stíl. Ég hef verið spurð mikið út í lagið og hef komist að þeirri niðurstöðu að þarna sé á ferðinni fallegt íslenskt sönglag sem er gaman fyrir söngvara að fá að syngja. í laginu er falleg melódía sem fær að njóta sín. Það eru engir stælar í því enda þarf þetta lag ekkert rosalega mikið. Síðan er Vilhjálmur að útsetja lagið og við settum það algjörlega í hendurnar á honum enda treystum við honum fullkom- lega fyrir laginu. Það þarf aðeins að lengja lagið og bæta við hljómum áður en það verður endalegt. Lögin eru bara fyrir mig og börnin mín Ég spyr Erlu hvort ekki sé tímabært að taka lögin hennar upp úr skúffunni og gefa þau út. -Nei það held ég ekki, alls ekki. Þau eru bara fyrir mig og börnin mín, svarar Erla en Hreindís Ylva er ekki alveg á sama máli. -Það væri nú óskaplega gaman að taka lögin hennar ömmu og gefa þau út. Þetta lag verður alla vega gefið út og við skulum sjá til hvort okkur takist ekki að tala hana til, segir Hreindís Ylva hlæjandi að lokum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.