Feykir


Feykir - 18.12.2008, Blaðsíða 24

Feykir - 18.12.2008, Blaðsíða 24
24 Feykir 48/2008 Binný og jólarósirnar Gamla skrautið nýtur sín vel á trénu sem Binný og Ómar eignuðust á sínum fyrstu búskaparárum. Jólaglugginn í Blóma og gjafabúðinni hefur vakið verðskuldaða athygli Jólaskraut meö sál Það er sál yfir glugganum í Blóma og gjafabúðinni þessa aðventuna en hugmyndina fékk eigandinn Brynhildur Sigtryggsdóttir, eða Binný, síðsumars. í glugganum er saman safn af gömlu skrauti úr eigu fjölskyldunnar og eru hlutirnir vel flestir yfir 40 ára gamlir. Sjálf segir Binný að henni haldist vel á hlutnum. - Því miður brotnar aldrei neitt hjá mér, segir Binný og hlær. Ég hvái á móti. -Já stundum verður maður leiður og pirraður á hlutunum og langar í eitthvað nýtt en það fýlgja engu að síður minningar öllum þessum hlutum, bætir hún við. í glugganum hennar Binnýjar kennir ýmissa grasa og segir hún að glugginn hafi vakið mikla athygli vegfarenda. -Það sagði mér ein kona að hún væri hér framhjá á hverju kvöldi til þess að horfa á gluggann. Það hefur enginn viljað fá að kaupa það sem í glugganum er? —Jú, það kom einn maður hingað inn voða glaður og hélt að bjölluseríurnar á jólatrénu væru til sölu, segir Binný en bjölluserían og hin á trénu koma báðar úr búi foreldra Binnýjar. -Klukkurnar koma frá Reykjalundi og voru keyptar á fyrsta búskaparári foreldra minna, Sillu Gunnu og Tryggva, hin serían er líka frá þeim en ég veit ekki hvar hún var keypt. Ég fékk rafvirkja í fjölskyldunni til þess að laga fyrir mig bjöllu- seríuna sem var eitthvað farin að bila. Jólatréð í glugganum er fyrsta eða annað jólatréð okkar Ómars, ég held samt frekar að það sé annað tréð og að það fyrsta hafi lent í ruslinu, en það var svona tré sem hægt var að brjóta saman og mér leiddist það alltaf. Trénu var því miður hent. Hvað með skrautið á trénu? -Það er eldgamalt skraut frá mömmu og tengdamömmu, Maríu Hermanns, og síðan á Reynir Kára, frændi hans Ómars [Kjartanssonar, eigin- manns Binnýjar, innsk. blm.] eitthvað smá skraut á trénu. Þetta kemur því allt innan fjölskyldunnar. Bangsinn heitir Palli Binný er mikill kertasafnari og segist hún hafa um jól tekið gömlu kertin sem hún og Ómar hafi eignast í gegnum árin og raðað þeim upp. - Bambinn og jólasveinahausinn í glugganum hafa fylgt Ómari frá því hann var fimm eða sex ára. Myndirnar á veggnum fékk mamma einhvern tímann og var alltaf með í kringum jólatré í svona hring en þær voru samhangandi. Síðan með tímanum fór það alltaf i sundur og ég tók þær og límdi upp á bak við jólatréð. Kertastjakinn úr plasti sem mótaði hring eða slöngu fékk ég í jólagjöf þegar ég var mjög lítil frá föður ömmu minni svo og bláa klukkustrenginn. Síðan er það bangsinn sem heitir Palli í höfuðið á Páli afa mínum, en bangsann fékk ég árið 1964. Síðan eru þarna líka jólakerti sem tengdamóðir mín átti og hafa alltaf farið upp í stofunni heima en ég ætla að geyma hér í búðinni þessi jólin, telur Binný upp. - Bollastell er þarna úr plasti sem ég fékk í jólagjöf þegar ég var 7 ára frá Nonna og Sólbrúnu og það er heilt og vantar ekkert í það enda hefur enginn fengið að leika sér með það. Ég veit að Sólbrún var mjög glöð þegar hún sá stellið í glugganum hjá mér, bætir Binný við. í glugganum er líka forláta kassi undan bíl sem Ómar fékk í jólagjöf sem strákur, bíllinn er enn til, en kassann notaði tengdamóðir Binnýjar alltaf undur jólakúlurnar. Segir Binný að skrautið hafi allt verið í kassanum þegar hún fékk hann. Ekki má gleyma dagatals- strengnum í glugganum en Binný segir að í æsku hafi mamma hennar sett bláar Akrakaramellur í strenginn eina fyrir hvern dag. -Síðan fengum við systur að taka eina karamellu á dag og þar sem við vorum þrjár fengu við karamellu þriðja hvern dag. Ég held að það myndi ekki þýða rnikið að bjóða krökkum upp á slíkt í dag. Ég man að einu sinni kom Bára á Víðimel í heimsókn og fékk sér karamellu um leið og hún fór fram hjá strengnum. Hún tók karamelluna af 24. desember og það lá við að jólin yrðu ónýt það árið en hún Gurra systir átti að fá þá karamellu. Það var mikill grátur og leiðindi út af þessari einu karamellu, rifjar Binnýhlæjandi upp. Núna eru Freyjukaramell- ur í strengnum og karamellu dagsins fær fyrsti viðskipta- vinurinn á hverjum degi. Jólaverslunin fariö ágætlega af staö Aðspurð segir Binný að jóla- verslunin hafi farið ágætlega af stað og hún finni ekki fyrir því að það sé kreppa. Ekki nema þá helst að fólk versli örlítið ódýrari gjafir en áður en það sé líka í lagi. -Sjálf ætla ég aðeins að bjóða upp á íslensk blóm þessi jólin en þarf að vísu að kaupa þetta græna með erlendis frá en það er ekki í miklu magni. Hvernig gengur að samræma jólaundirbúninginn heima og búðarrekstur? -Ég er mjög slök í þessu heima og fæ fagmann, mömmu og Ingu systur til þess að baka, segir Binný En í þeim töluðu orðum birtist Inga í búðinni með dýrindis súkkulaðiköku. Eins og þetta hafi allt verið fyrirfram ákveðið og hún beðið úti eftir rétta lykilorðinu -Mamma og Inga hafa verið mjög hjálplegar og síðan ætla ég ekki að gera neina stóra hluti heima. Ég er búin að skrifa jólakort og senda í póst og allar jólagjafirnar eru klárar. Ég tók það bara snemma en það hefur aldrei verið neitt jólastress hjá okkur Ómari, við borðum bara á aðfangadags- kvöld þegar allt er tilbúið, ekkert stress hér, segir Binný að lokum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.