Feykir


Feykir - 18.12.2008, Blaðsíða 17

Feykir - 18.12.2008, Blaðsíða 17
48/2008 Feykir 1 7 Ungur og efnilegur bakari á Blönduósi Bakar á föstudögum Frá vinstri: Arinbjöm Egill Fossdal, Bjartmar Dagur Bergþórsson og Sigurgeir Njáll. Sigurgeir Njáll Bergþórsson 11 ára Blönduósingur, tók upp á því á haustdögum að baka á föstudögum. Fyrsta kakan sem hann bakaði var skúffukaka úr bókinni Matargleði sem starfsfólk leikskólans Barnabæjar á Blönduósi gaf út. Þessa dagana bakar Sigurgeir til jólanna og ætlar að ná svo sem eins og fimm sortum. Aðspurður segir Sigurgeir hafa byrjað að baka þvi honum leiddist. -Mamma, [Selma Svavarsdóttir ökukennari, inn- skot blaðamanns], var að kenna en hún kennir svolítið mikið á föstudögum. Ég var að velta því fyrir mér hvað ég gæti gert við tímann og opnaði þá skápinn og sá hveiti. Aha, ég baka hugsaði ég með sjálfum mér og hringdi því næst í mömmu og spurði hvort það væri ekki í lagi að ég bakaði svolítið, útskýrir Sigurgeir. -Síðan hringdi ég í hana á þriggja mínútna fresti til þess að spyrja út í eitthvað og að lokum leiddist mér að finna ekki neitt og ég beið bara eífir mömmu sem hjálpaði mér að finna uppskriff. Ég bakaði skúffuköku þennan föstudag og hún bragðaðist mjög vel, bætir hann við. Sigurgeir segist vera mikill kökukall og því baki hann bara kökur en ekki svona rétti eins og hann orðar það. Bakar þú alltaf á föstudögum? -Ég verð nú að játa að ég næ því ekki alltaf því stundum er ég hjá pabba. En ég bakaði um daginn súkkulaðibitakökur með hnet- um sem áttu að duga til jólanna. En mamma kláraði þær náttúru- lega svo nú þarf ég að baka meira fyrir jólin. Hvað ætlar þú að baka margar sortir? -Ætli ég baki ekki svona fimm. Einhverjar sem mamma hefur bakað áður og síðan förum við mamma inn á matseld.is og finnum uppskriffir sem eru við hæfi. Ætlar þú að verða bakari? -Já ég ætla að reyna það ef ég hef tíma. Ég er líka að æfa fótbolta og saxafón, eitthvað af þessu verður mín framtíðarvinna, segir Sigurgeir, hér er á ferðinni ungur maður með allt á hreinu. Sigurgeir var svo vænn að gefa okkur uppskriffir af því sem hann hefur verið að baka en honum til aðstoðar í stórbakstri um daginn voru þeir Arinbjörn Egill Fossdal og Bjartmar Dagur Bergþórsson bróðir Sigurgeirs. ( UPPSKRIFTIR 2,5 bollar hveiti 1 tsk. matarsódi 1 tsk. salt 1 bolli smjör/smjörlíki 3/4 bollarsykur 3/4 bollar púðursykur 1 tsk. vanilludropar 2 egg 2 bollar súkkulaðibitar, best að nota eitthvað ekta súkkulaði... 1 bolli heslihnetur eða aðrar hnetur (má sleppa) Aðferð: Smjör/ smjörlíki, púðursykri, sykri og vanilludropum hrært saman, síðan er eggjunum bætt útí einu í einu. Þurrefnunum bætt rólega saman við. Að lokum er súkkulaði oghnetum (efvill) bætt út í. Sett með teskeið á plötu og bakaðviðl80°Cíum 10 mín. [pfllpiijMMr 500 gr. hveiti 9 tsk. lyftiduft (já 9 teskeiðar) 2 tsk. engifer 1/2 tsk. negull 1 tsk. kanill 1 tsk. matarsódi 500 gr. púðursykur 250 gr. smjörlíki 2 egg Sigurgeir bætir sírópi útí :o) Aðferð: Hnoðadeig, kæla, búa til kúlur, setja á plötu og bakað við 200°C í 15-20 mín. þu pænö aLLt nL jóLamkia L)já okkuR! Jólamat - Jólaföt - Jólagjafir - Jólaskraut - Jólaljós Óskucn SkAQpiRölMCJUCr) OQ M26RSVeiTApÓLkl QLeöiLeQRA jóLa CD6Ö þökk PYRIR VlÖSkipTlM Á ÁRIMU S6CD 6R Aö LÍÖA V

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.