Feykir


Feykir - 18.12.2008, Blaðsíða 7

Feykir - 18.12.2008, Blaðsíða 7
48/2008 Feykir 7 Höskuldur Þórhallsson, skrífar CB C Sí Samvinna og samstillt átak er næst á dagskrá Að þessu sinni heilsa jólin okkur við ólíkar aðstæður eins og alla tíó fyrr. Þjóðin í heild býr við erfiðari kjör nú en oft áður og því miður hefur samdrátturinn sennilega bitnað fyrst á þeim sem sfst skyldi. Margir horfa fram á erfiða tíma. Tímabundnir erfiðleikar breyta samt engu um hvað það er gott að búa í þessu landi. Með samvinnu og samstilltu átaki munum við á ný snúa gæfunni okkar í hag. Við búum við ríkulegar auðlindir til sjávar og sveita og ef okkar farnast að nýta þær skynsamlega landi og þjóð til gagns og heilla þá verða okkur allir vegir færir. Nýjir tímar kalla vissulega á breytt viðhorf og við sem þjóð þurfum sífellt að meta stöðu okkar gagnvart öðrum, gagnvart sjálfum okkur og gagnvart lífinu yfirleitt. Efnahagsþrengingarnar geta líka verið upphaf að nýjum tímum, nýjum skrefum sem verða stigin þjóðinni til farsældar. Við íslendingar erum nefnilega alltaf að velja okkur nýja framtíð. Breyttar forsendur kalla á nýjar lausnir og ný skref sem verða stigin þjóðinni til farsældar. Ef við lítum okkur nær þá búum við yfir metnaði og styrk til að koma landinu okkar aftur í fremstu röð þjóða hvað lífsskilyrði varðar. í mínum huga eigum við ekki að leita langt yfir skammt að lausninni á vandanum. Erlendir straumar og stefnur munu ekkert gagnast okkur frekar í framtíðinni en þeir gerðu í fortíðinni nema við yfirfærum þá á íslenskt samfélag, íslenskan raunveruleika. Þannig hefur frjálshyggjan beðið jafn mikið skipsbrot og kommúnisminn gerði í lok síðustu aldar og ljóst að upptaka hvorrar leiðarinnar um sig mun ekki verða þjóðinni til framdráttar. Ef síðustu atburðir hafa kennt okkur eitthvað þá er það fyrst og fremst það að hin sjálfhverfa einstaklingshyggja er búin. Tími ofurlauna er liðinn. Samvinna, samstillt átak er næst á dagskrá. f samvinnuhugssjóninni fellst ekkert annað en að skapa umhverfi þar sem allir geta keppt innan sanngjarns ramma og útiloka einokun og fákeppni. Þannig munum við fram- sóknarmenn ávallt beita okkur fyrir því að atvinnulífið verði frjálst en að leikreglurnar séu skýrar og að þeim sé gætt af öflugu íjármálaeftirliti og samkeppniseftirliti. Öflug fyrirtæki verða nefnilega að standa undir velferðarkerfi sem á að vera fyrir alla óháð búsetu, stöðu og efnahag. Aðeins þannig munum við búa til samfélag þar sem allir njóta grunn mannréttinda og hvernig sem ástatt er hjá fólki þá á enginn að þurfa að líða skort í landi sem er jafn ríkt af auðlindum og okkar. Við eigum alltaf að taka mið af íslensku aðstæðum. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og áherslur og kröfur fólks geta verið mismunandi milli landshluta. Þess vegna verðum við á hverjum tíma að taka ákvarðanir sem tryggja það að lífsskilyrði og lífskjör séu sambærileg hvar sem er á landinu. Brýnasta verkefnið sem þjóðin stendur frammi fyrir er að heimilin í landinu komist í gegnum þann vanda sem þjóðin glímir nú við. í raun eiga ákvarðanir stjórnvalda nú sem aldrei fyrr fyrst og fremst að miða að því að styrkja undirstöður samfélagsins með þvi að hlúa að þeim sem eiga um sárt að binda og styrkja heimilin. íþróttafréttir Subway-bikarinn í körfuknattleik_ Tindastóll úr leik Tindastóll og IR léku f síðustu viku í 16 liða úrslitum Subway bikarsins. Ekki náðu Stólarnir að hefna fyrir tapið í deildinni á dögunum og lágu aftur fyrir heimamönnum f Hellinum. Voru lokatölur leiksins 69-56. í umfjöllun um leikinn á körfunni.is segir að gestimir frá Sauðárkróki hafi framan af verið með frumkvæðið en hafi leikið án Darrels Flake og munað hafi um minna. Flake fór í hnéaðgerð sl. föstudag og verður frá næsta mánuðinn. Félagarnir Friðrik Hreinsson og Óli Barðdal voru að nýju komnir með KS merkið á bringuna og fékkst ekki betur Hyötsérum jólapóstinn séð en að kapparnir verði fljótir að finna taktinn með Stólunum. Stólarnir leiddu í hálfleik 31-32þarsem Helgi Viggósson var kominn með 14 stig fyrir Stólana. ÍR náði forystunni í þriðja leikhluta og leiddu að honum loknurn 50-45. Heimamenn höfðu frumkvæðið í fjórða leikhluta en gestirnir voru aldrei langt undan. Maður leiksins, Hreggviður Magnús- son, gerði svo út um leikinn þegar rétt rúm mínúta var til leiksloka. Hreggviður sökkti þá þriggja stiga skoti og breytti stöðunni í 68-54 og það reyndist gestunum ofviða og lokatölur eins og fyrr greinir 69-56. Borið út á aðfangadag Ungmennafélagið Hvöt mun að vanda sjá um jólapóstinn á Blönduósi. Búið er að gera samning við jólasveina um útburð bréfa og pakka á aðfangadag en þeir munu síðan halda heim á leið fljótlega eftir það. Verðið verður sanngjarnt og inn- koman fer til íþrótta-, forvarna- og æskulýðsstarfs á Blönduósi. Hægt verður að skila inn umslögum og pökkum í íþróttamiðstöðina eins og venjulega. Með þessi gildi að leiðarljósi munum við framsóknarmenn leggja okkur fram við að leggja grunn að farsælli framtíð þessa lands. Og höfum eitt hugfast nú um jólahátíðina - tímabundnir erfiðleikar breyta engu um hvað það er gott að búa í þessu landi. Höskuldur Þórhallsson Höfundur er alþingismaður og íframboði til formanns Framsóknarflokksins. Jón Bjarnason skrifar Jólakveðja íslenskt samfélag stendur á tímamótum eftir efnahagshrun og skipbrot þeirrar frjálshyggjustefnu sem hér hefur verið rekin undanfarin sautján ár. Nú tekur við nýtt tímabil í sögu lýðveldisins og þjóðin á mikilvægar ákvarðanir fyrir höndum. Hvarvetna er kallað eftir nýjum og breyttum vinnu- brögðum: Opnum og lýðræðis- legum vinnubrögðum, heiðar- leika, réttlæti og gagnsærri stjórnsýslu og ákvarðanatöku. Með slík vinnubrögð að leiðarljósi eigum við að vinna saman að endurreisn íslensks samfélags. Slíkt samfélag hlýtur að byggjast á jöfnuði, jafnrétti, lýðræði, sjálfbærni og sjálfstæði, þar sem fjölbreytt og kraftmikið atvinnulíf er hlekkur í keðju samfélagsins alls en ekki spilaviti gróðahyggju og sjálftöku. Endurreisn kallar okkur öll til starfa. Fyrsta verk okkar ætti að vera að styrkja sérstaklega stöðu ungmenna og ungs fjölskyldu- fólks. Við verðum að leggja allt í sölurnar til að unga fólkið okkar sjái framtíð sína best geymda hér heima og byggi hér það samfélag sem þau vilja helst sjá. Forgangsverkefnið er jafnframt að halda uppi atvinnustiginu því engin meinsemd er jafn alvarleg nokkru samfélagi og böl atvinnuleysis. í þeim efnum verðum við að fara skapandi, nýjar leiðir og læra af reynslu annarra landa. Auk margvíslegra atvinnusköpunarverkefna, sem við getum tekið upp að erlendri fýrirmynd, er nauðsynlegt að hækka atvinnuleysisbætur, húsaleigubætur og vaxtabætur. Við þurfum að dreifa skattbyrðinni á miklu réttlátari hátt en við höfum gert hingað til, og skera niður öll tilgagnslaus hernaðarútgjöld og bruðl. Fjármagni þarf að beina þangað sem þess er þörf, inn í velferðarsamfélagið og burt frá spillingunni. Á tímum heimskreppu þar sem matvælaskortur herjar og viðskiptaleiðir rofna sjáum við enn betur en áður hversu gríðarlegt hagsmunamál það er okkur öllum að hér sé öflugur landbúnaður og innlend framleiðsla á heilsusamlegri og fjölbreyttri fæðu. Auk land- búnaðarins og matvælaiðnaðar í heild sinni þurfum við nú að treysta og efla sjávarútveginn og útflutning honum tengdum, ásamt ferðaþjónustu og öðrum gjaldeyrisskapandi útflutningi. Nú er einnig tíminn til að huga sérstaklega að smáfyrirtækjum, ekki síst fyrirtækjum í umhverf- isvænum rekstri, sprotum og nýsköpun. Við íslendingarbúum að gríðarlegum auði allt í kring, og ef við ekki kaffærum okkur og komandi kynslóðum í óyfir- stíganlegu skuldafeni, þá eru okkur allir vegir færir til betri framtíðar. Umfram allt á tímurn sem þessum ríður á að efla lýðræði, styrkja og treysta aðkomu, áhrif og völd almennings. Við verðum að hafa hugrekki til að stokka upp á nýtt, hreinsa út græðgisvæðinu, spillingu og valdapólitík, og leggja af stað til framtíðarinnar með heilbrigðara gildismat í farteskinu. Þar sem er vilji þar er vegur, og viljinn til betra samfélags er skýr. Ég óska lesendum Feykis og íbúum Norðurlands vestra sem og landsmönnum öllum gleði- legra jóla og farsæls komandi árs. Megi Guð blessa landið okkar og megi okkur bera gæfa til að vinna því gagn á komandi misserum. Jón Bjarnason

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.