Feykir - 18.12.2008, Blaðsíða 19
48/2008 Feykir 19
Jólaljósin loga skært í Jólatúni
Jólagata
noroursins
Það eru fáar götur á
norðurhveli jarðar, leyfum
við okkur að fullyrða,
jólalegri en Hólatúnið á
Sauðárkróki, en í
desembermánuði gengur
gatan undir nafninu Jólatún.
Feykir hitti nokkra fulltrúa
götunnar skömmu fyrir jól
og spurði út í þessa
skemmtilegu hefð að skreyta
götuna hátt og lágt.
Það er glaðlegur hópur íbúa
götunnar sem tekur á móti
blaðamanni napurt desember-
kvöld. Einhverjir eru enn að
skreyta enda hafði Helgi á
númer fimm, sem gjarnan er
yfirskreytir, gengið í öll hús,
boðað komu blaðamanns og
beðið menn að drífa sig í að
klára að skreyta það sem
óskreytt væri.
Samheldni íbúa Hólatúns er
fræg og hefur staðið síðan
fyrstu húsin voru byggð í
götunni fyrir 20 árum síðan.
Upphaflega hittust menn á
vorin og tóku til enda gatan í
byggingu fljótlega fóru menn
að fá sér bjór eftir tiltektina og í
framhaldinu var sett á árlegt
götugrill. Hvert grill er síðan
skjalfest í dagbók götunnar, hve
margir mættu, hve mikið fór af
veitingum og svo framvegis.
Síðan er farandgripur sem sá
sem á að halda næstu grillveislu
afhentur.
En sumargrillin voru ekki
nóg og menn fóru að tala sig
saman um að skreyta götuna
fyrir jólin. Fyrst voru seríur í
görðum og á húsum og síðar
var ákveðið að slá saman í
rauðar ljósaslöngur sem vafðar
eru um alla ljósastaura
götunnar. Útkoman er líkust
amerískri jólamynd og blaða-
maður viðurkennir fúslega að
hafa komist í náið samband við
barnið í sér við það eitt að aka
inn götuna.
En skyldu menn ekki eyða
miklu í skreytingar á ári
hverju? Svarið er einróma og
frekar einkennilegt. Það
kannast enginn við að eyða
neinu í þetta, einhverjir
þúsundkallar fari jú í að
endurnýja perur á ári hverju en
annars sé þetta eins ár frá ári.
-Ég reyndar keypti svakalega
flotta seríu hér um árið sem
varð til þess að rafmagns-
mælirinn fór á fulla ferð og
eyðslan er á við meðal súg-
þurrkunarblásara, segir Þórar-
inn Sólmundsson, sem fer fyrir
hópnum í viðtalinu.
Er engin keppni milli manna
með skreytingarnar? -Nei, nei
engin keppni hér við erum öll
svo góðir vinir í götunni, svara
konurnar í hópnum hratt en
það er ekki laust við að glott
komi á karlpeninginn. Skyldi
þetta nú vera alveg rétt svar.
-Hér í götunni eru menn svo
harðir, að þegar Helgi kom í
gær til þess að tilkynna um
þetta, ætlaði einn sem ekki
hafði lokið skreytingum að
eyða nóttinni í þetta. Konan
náði að tala hann til og ná
honum í rúmið en runnarnir
eru ógurlega eitthvað svartir
hjá honum, segir Kobbi Vöndu
um leið og hann hamast við að
skreyta hjá sér runnana.
Spurning hvort þetta skot hafi
ekki komið úr glerhúsi.
Það ætti í það minnsta að
vera ljóst að ekki er leiðinlegt
að búa í Hólatúninu enda er
íbúavelta lítil í götunni. Nýbúar
vita að hverju þeir ganga eru
innvígðir við sérstaka athöfn
við lok sumargrillsins en fá
síðan auðsótta uppfræðslu og
listrænar leiðbeiningar varð-
andi jólaskreytingar er nær
dregur jólum, svo enginn hefur
horfið burt af þessum sökum.
-Við erum búin að búa
hérna mjög lengi og náum vel
saman í götunni. Hér áður
sóttum við alltaf jólatré sem fór
upp í götunni og síðan var
dansað í kringum tréð, því var
hætt þegar við vorum orðin ein
um að dansa fullorðna fólkið.
Nú eru hins vegar aftur komin
börn í götuna og í ár er því aftur
stefnt að því að sækja tré og
aldrei að vita nema okkur detti
í hug að dansa í kringum það
líka, segir Þórarinn að lokum.