Feykir


Feykir - 18.12.2008, Blaðsíða 22

Feykir - 18.12.2008, Blaðsíða 22
22 Feykir 48/2008 Úrsúla Árnadóttir er nýráóin sóknarprestur á Skagaströnd. Úrsúla og fjölskylda munu nota hátíóirnar til þess aó flytja og koma sér fyrir á nýjum staö en ráóning Úrsúlu tekur gildi um áramót. Feykir sendi hinum nýja sóknarpresti tölvupóst og forvitnaðist örlítió um hana sjálfa og ekki síst jólasiói hennar. Elskar boóskap jólanna Hver er konan? -Ég er Skaga- maður í húð og hár, er fædd þar og uppalin, en rætur mínar liggja aðallega um Borgar- fjörðinn. Síðast liðin tvö ár hef ég verið skrifstofustjóri hjá Neskirkju en búið á Akranesi og inni í Hvalfirði. Hverjar eru þínar fjölskyldu- aðstæður? -Maðurinn minn heitir Guðmundur Ágúst Gunnarsson og er vélvirki og frístundabóndi. Við eigum þrjár dætur sem heita Arna Dan 22 ára sem er sjúkraliði, Ursula 21 árs og er nemi í snyrtifræði og Margrét Helga 16 ára sem nemi í nuddfræðum. Einnig eigum við litla 10 mánaða dótturdóttur og í byrjun janúar er von á öðru barnabarni. Við eigum einn frábæran tengdason sem heitir Sigurður Valgeir Eiðsson og er bifvélavirki. Ég er næst yngst af fimm systkinum. Móðir mín býr á Akranesi og heitir Sigríður Jóna Sigurbjörnsdóttir. Pabbi minn hét Árni Örvar Daníelsson, en hann lést árið 1985. Hvernig leggst hið nýja starf í þig og hvenær flytur þú á Skaga- strönd? -Starfið leggst mjög vel í mig. Stór hluti búslóðarinnar er farinn norður, en við komum um jólin og byrjum á að koma okkur fyrir. Hefur þú þjónað sem prestur áður?-Nei, en ég vinn mjög náið með tveimur frábærum prestum sem ég hef lært mjög mikið af. Og aðeins að jólunum sem framundan eru,ert þú mikið jólabarn? -Ég elska boðskap jólanna, einnig friðinn og kærleikann sem leggst yfir jörðina eins og nýfallin mjöllkl. 18 aðfangadag. En ég er frekar löt við skreytingar og þess háttar og í seinni tíð leiðist mér einnig búðarráp. Ég kaupi oftast allar gjafirnar á einum stað, í einni ferð og gef bækur. Er jólaskapið komið? -Vegna mikilla anna hér í vinnunni minni, sem ég er að reyna að ljúka við sem fyrst, hef ég ekki mátt vera að því að njóta jólastemningarinnar í borg- inni. En þegar ég kem norður vonast ég til að jólaskapið hellist yfir mig. Hvað er það sem kemur þér í jólaskap? -Aftansöngur í troðfullri kirkju á aðfangadag. Gönguferð í snjó. Ferð í fjárhúsin að gefa ilmandi töðu. Kertaljós, góð bók og heitt súkkulaði með rjóma. Hvernig eru hefðbundin jól hjá þér? -Jólin mín hafa verið mjög hefðbundin og lík jólum flestra íslendinga. Fjölslcyldan fer í kirkjugarðinn að setja ljós á leiði látinna ástvina á aðfangadag. Við borðum alltaf reykt lambakjöt á jólunum, hrygg eða læri, annað kjötmeti kemur ekki til greina. Vegna vinnu minnar í Neskirkju hef ég farið flesta jóladagana í kirkju. Einnig hef ég sungið í kór Saurbæjarprestakalls í Hvalfirði á jólum sem öðrum guðsþjónustum. I ár er kominn tími á nýjar hefðir sem mjög gaman verður að skapa. Hvað langar þig mest að fá í jólagjöf, þá er ég að tala um af veraldlegum hlutum? -Takk fyrir tækifærið til að koma því á framfæri að ég vonast til að fá nokkrar bækur í jólagjöf, t.d. Hallgrím eftir Úlfar Þormóðsson, Orðspor eftir Gunnar Hersvein og Eigi stjörnum ofar eftir Sigurbjörn Einarsson og fleiri og fleiri. Nú eru margir sem eiga um sárt að binda um jól og áramót, hafa misst ástvin eða lent í erfið- leikum á árinu. Hvað getur þú sagt við þetta fólk? -Aðstæður fólks í þjóðfélagi olckar eru mjög mismunandi og margir eiga um sárt að binda um þessi jól. Ég vil samt hvetja fólk til að horfa fram til jólanna, reyna að njóta þeirrar hátíðar sem fagnar því að Guð varð maður, orðið varð hold. Jólin eru hátíð sem játast mennskunni, jarðlífinu, heiminum sem Guð skapar og elskar. Náunga- kærleikur, umhyggja, misk- unnsemi, eru grundvallarþætt- ir kristinnar trúar. Trú okkar krefst því þess að við auðsýnum frumkvæði til góðs fyrir náungann, líf og heim. Hlúum að þeim sem eiga um sárt að binda. Að við leitumst við að ( MITT LIÐ Liðið mitt; Arsenal fc Nafn: Árni Þór Friðriksson (Árni Malla). Heimili: Hvannahlíð 1 Sauðár- króki. Starf: Starfsmaður á Meðferð- ar- og skólaheimilinu Háholti. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Arsenal hefur alltaf verið númer eitt í enska boltanum eða frá því að ég fór að fylgjast með boltanum, pínu polli, þá í opinni dagskrá fyrir alla eins og var í þá daga. Svo skiptust lið nokkuð niður á skólaárganga, t.d. 65 voru Leeds, 64 Arsenal, 63 Liverpool, 62 Manchester. Margir sögulegir leikir voru háðir á skólalóðinni og á Wembley. Oft enduðu leikirnir með framlengingu og vítaspyrnu en þá sættust menn ekki á jafntefli. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Nokkuð oft sérstaklega þó í gamla daga en þá voru rifrildi vegna fótbolta daglegt brauð og var Alli Munda alltaf erfiðastur í þá daga en hann hefur eitthvað linast síðan. Enn í dag heldur Alli að jafnaði með þremur efstu liðunum til að tryggja sig. Hann tekur enga sénsa enda orðinn mjög lífsreyndur. Hver er uppáhaldsleikmað- urinn fyrr og síðar? Þeir eru nokkrir en Charley George og Alan Ball voru fyrstu hetjurnar en síðan hafa komið fleiri góðir og erfitt að gera mikið upp á milli þeirra. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu?Mér var gefin ferð á bikarleik á Highbury ásamt mági mínum þegar ég var fertugur, en hann heldur með Chelsea og þarna áttust við Arsenal og Chelsea. Leikurinn var góður og úrslitin enn betri eða tvö eitt fyrir Arsenal og sló Reyes í gegn í þessum leik og gerði bæði mörkin. Stemningin var ólýsanleg en þarna syngja menn allan leikinn lofsöngva um hetjurnar sínar. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Að sjálfsögðu, t.d. búninga og aðra leikmuni. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Bara vel. Það er bara ein leið í boltanum. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Neibbb! vera með einhverjum hætti uppfylling fyrirheitanna um heim þar sem fjötur syndar og sjálfselsku er rofinn, þar sem myrkur eigingirnis og kaldlyndis víkur fyrir kærleika, umhyggju og miskunnsemi. Ég vona að þeir sem eiga um sárt að binda finni að við erum öll ein fjölsky'lda í Kristi og að kærleikur umvefji þau á erfiðum tímum. Guð gefi þann dag á dimma jörð. Eitthvað að lokum? -Ég óska Norðlendingum gleðilegra jóla og góðs nýs árs.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.