Feykir


Feykir - 18.12.2008, Síða 2

Feykir - 18.12.2008, Síða 2
2 Feykir 48/2008 Leiðari Skrýtinjól Jólin okkar hjóna verða skrýtin þetta árið. Börnin okkar verða hjá hinumforeldrunum og við hjónin verðum ein í kotinu. Ég verð aðjáta að framan af jólaundirbúningi olli þetta mér miklum hugarangri og jólagleðin vékfyrir jólablús. Jólin erujú hátið barnanna. Ekki það að þetta eru ekkiJyrstujólin sem við höldum án barnanna heldur þau þriðju og við höfum komið okkur upp ágætis hefðum til þess að takast á við þetta. Jólagjafir barnanna bíða heima undir trénu og fram á gamlárskvöld en þá tökum við upp gjafir,JÖrum á brennu og fógnum nýju ári. Börnin eru alsæl tvennjól og ég er að læra að lifa með þessu. Ég er líka meðvituð um að þessi jólablús minn er svolítið til skammarþví ég hefsvo margt til að gleðjast yfir. Þessijólin er stærsta gjöfin að vera með vinnu, eiga heimili í sig og á. Börnin mín eru heilbrigð og hraust og svo á líka við um mína nánustu. Með það erum við lánsöm. Ég hlakka til að skreppa norður yfir heiðar, kikja heim í Ongulsstaðýfara síðan á Akureyri hitta Jjölskylduna og smakka kökurnar hennar mömmu, öllu heldur detta ofan í suma baukana, kíkja í bæinn, sýna mig og sjá aðra og halda síðan heim íjólakyrrðina. Ég hlakka til aðfá börnin mín heim milli hátíða, sitja með þeim og spila, kúldrast í náttfötunum, borða konfekt og lesajólabækurnar. Ég hlakka til aðfinna ilminn afjólahangiketinu, hlusta á jólakveðjurnar og hafa íþetta eina skipti á ári tíma til að strauja rúmfötin. Ég hlakka til aðfá mér kaffibolla og söru og finna þessa einstöku kyrrð semfylgirjólunum. Ég hlakka til að meðtaka boðskapjólanna og njóta. Ég hlakka til að taka mér tveggja vikna frí, hlaða batteríin og mæta endurnærð til vinnu á nýju ári. Ég hlakka til ársins 2009 og er sannfærð um að það veitir okkur birtu ogyl. Ég vona aðþú lesandi góður hlakkir líka tiljólanna. Við Palliþökkum ykkur lesendum Feykis samfylgdina á árinu sem er að líða um leið og við óskum ykkur gleðilegrajóla. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudogum Feykir Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is © 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprent.is © 8619842 Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: KarlJónsson Forsíðumynd: Óli Arnar Brynjarsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325krónurmeð vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Samgönguráðuneytið Skagastrond og Skaga- fjörður fá framlag Samgönguráöherra hefur ákveðið skiptingu 250 milljóna króna framlags úr ríkissjóði til sveitarfélaga vegna t'mabundins sam- dráttar í aflamarki þorsks á árinu. Er framlaginu ætlað að koma til móts við tekjumissi sveitarfélaga þar sem samdráttur verður í atvinnu. Tvö sveitarfélög á Norður- landi vestra fá úthlutað að þessu sinni en það eru Skagaströnd sem fær 10.754.656 og Skagafjörður sem fær 4.231.041. Úthlutunin nú byggist á sambærilegum forsendum og árið 2007 sem er áhrif ákvörðunar um aflaniður- skurð á einstök sveitarfélög þar sem aflamark er skráð. Þó er að þessu sinni miðað við minnkun aflamarks eins og það var í hverju sveitarfélagi um sig þann 1. september 2007, en ekki meðaltal úthlutaðs aflamarks nokkur fiskveiðiár þar á undan eins og gert var fyrir ári. Ráðuneytið telur að með því sé betur mætt áhrifum af niðurskurði í aflamarki þorsks í hverju sveitarfélagi þar sem skoðuð er staða aflamarks við upphaf þess tíma er niðurskurðurinn tók gildi. Alls er 200 milljónum króna varið til þessa þáttar. Þá er sú breyting gerð nú, að sérstakt tillit er tekið til breytinga sem átt hafa sér stað í lönduðum afla milli fiskveiðiáranna 2006-2007 og 2007-2008. Alls er 50 milljónum króna varið til þessa þáttar, en framlaginu er ætlað að mæta minnkandi umsvifum í starfsemi hafna vegna ákvörðunar um niður- skurð í aflamarki þorsks. Við úthlutunina var tekið mið af því, að vægi ofangreindra þátta er misjafnt í atvinnustarfsemi einstakra sveitarfélaga. Ennfremur var ákveðið að hámarksúthlutun til einstakra sveitarfélaga yrði 35 milljónir króna. Markmið úthlutunarinnar er að framlag renni til þeirra sveitarfélaga sem verða fyrir umtalsverðum áhrifum vegna hins tíma- bundna samdráttar í þorsk- afla. Vaxtasamningur úthlutar 20.400.000 Fimmtudaginn 4. desember sl. fundaði stjórn Vaxtarsamnings Norðurlands vestra öðru sinni um úthlutanir, byggðar á umsóknum sem bárust í nóvember. Alls bárust 27 umsóknir, um tæpar 62 milljónir króna. Norðurland vestra Stjórnin ákvað að úthluta samtals kr. 20.400.000, og skiptist sú upphæð í kr. 15.000.000 í peningum og andvirði kr. 5.400.000 í sérfræðiaðstoð sem bakhjarlar VNV leggja fram Hér á eftir fylgir örstutt yfirlit um verkefnin, sem styrkt voru að þessu sinni: Þessir fengu styrk: Byggðasafnið í Glaumbæ kr. 1.000.000. Félag ferðaþjón- ustunnar í Skagafirði, styrk að upphæð kr. 1.500.000, auk fyrirheits um sérfræðiaðstoð að andvirði allt að kr. 500.000. Handverkshús á Blönduósi sérfræðiaðstoð að andvirði allt að kr. 500.000. Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga og MATÍS kr. 2.000.000. til rannsókna og vöruþróunar. Hveravellir kr. 1.500.000 í peningum, og sérfræðiaðstoð fyrir allt að kr. 1.000.000. Hýruspor kr. 2.000.000, auk allt að kr. 1.000.000 á formi sérfræðiaðstoðar. Fyrirtækin H-59 og MarinAgra hljóta styrk að upphæð kr. 2.500.000 til frekari þróunar og áætlanagerðar. Markaðs- skrifstofa ferðamála á Norð- urlandi vinnur að kynning- armyndbandi (DVD) um Norðurland allt. VNV leggur verkefninu til kr. 500.000. Laxasetur á Blönduósi kr. 500.000 í peningum og kr. 400.000 á formi sérfræðiaðstoðar. Möguleikartilkræklingaeldis í Húnaflóa kr. 1.000.000 til að afla nauðsynlegra gagna til þess að leggja mat á hvort kræklingarækt getur verið fysilegur kostur til atvinnu- uppbyggingar við Húnaflóa. Til viðbótar getur komið sérfræðiaðstoð frá bak- hjörlum VNV, að andvirði allt að kr. 1.500.000. Wild North kr. 2.500.000 í peningum, auk sérfræði- aðstoðar allt að andvirði kr. 500.000. Vestur-Húnavatnssýsla Tveir smiðir byggja tjaldstæðishús Húnaþing vestra hefur tekið tilboði Tveggja smiða ehf. um byggingu þjónustuhúss í Kirkjuhvammi, tjaldstæðinu á Hvammstanga. Tilboð Tveggja Smiða ehf. hljóðaði upp á 8.500.000 en einnig barst tilboð frá Reynd að smíða ehf, en það hljóðaði uppá 11.989.000. Áður hafði sveitarstjóri gert tilboð í þjónustuhús á tjaldstæðinu sem var í eigu Bland í poka ehf, en því tilboði var hafnað og Bland í poka hyggst flytja húsið af lóðinni. Þá var sveitarstjóra falið að auglýsa eftir aðila til þess að taka að sér rekstur tjald- stæðisins. Vilja merkingu gamalla húsa og eyðijarða Hreinn Halldórsson og Guðrún Jóhannsdóttir hafa sent Byggðarráði Húnaþings vestra erindi þar sem þau skora á sveitarstjórn að beita sér fyrir merkingu eldri húsa í sveitarfélaginu auk þess sem þau vilja sjá merkingar á eyðijarðir. Erindinu var vísað til umsagnar í Skipulags- og umhverfisráði.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.