Feykir


Feykir - 26.03.2009, Qupperneq 4

Feykir - 26.03.2009, Qupperneq 4
4 Feykir 12/2009 ADSENT EFNI Frá Sögufélagi Skagfirðinga Æviþættir Ólafs Jóhannessonar Sögufélag Skagfirðinga hefur nú fengið til útgáfu ævisöguhandrit Ólafs Jóhannessonar fyrrum forsætisráðherra og er áætlað að bókin komi út f vetrarbyrjun. Ólafur lést árið 1984, rúmlega 71 árs að aldri. og hafði þá um eins árs skeið fengist við ritun æviminninga sinna. Honum auðnaðist ekki að Ijúka verkinu, komst ekki lengra en fram að þeim tíma sem hann hóf þátttöku í stjórnmálum og vantaði þá enn allmarga kafla sem hann hafði hugsað sér að rita og bæta inn eða auka aftanvið. Ólafur var fæddur 1913 á Brúnastöðum í Fljótun ogfjalla minningar hans um foreldra, æsku og uppvöxt í Fljótum. Lýst er leikjum, félagslífi og atvinnuháttum og sagt frá fólki og heimilum í Austur-Fljótum á unglingsárum hans. Greint er frá árunum í Menntaskólanum á Akureyri, lögfræðináminu í Reykjavík og síðan vinnu hjá Samvinnuhreyfingunni og kennslu við lagadeildina. Síðustu tveir kaflarnir fj alla um stjórnmál og þingmennsku. Bókin verður eitthvað á þriðja hundrað blaðsíður að stærð, talsvert myndskreytt og ætlunin er að gera hana að áskriftarriti þar sem kaupendum gefst kostur á að fá nafn sitt ritað í töflu í upphafi bókar og heiðra minningu Ólafs Jóhannessonar. Áætlað verð til áskrifenda og félagsmanna Sögufélags Skagfirðinga verður kr. 4.500. Hægt er að panta áskrift í síma félagsins í Héraðsskjalasafninu 453 6640 eða 453 6261 eða á netfangi félagsins saga@ saudarkrokur.is Fjölgun félagsmanna Skagfirðingabók er fastarit Sögufélags Skagfirðinga. Hún hóf göngu sína 1966 og hafa síðan komið úr 31 hefti, samtals yfir 6000 blaðsíður sem geyma gríðarlegan fróðleik um sögu og mannlíf í Skagafirði. Auk Skagfirðingabókar hefur félagið undanfarin ár gefið út Byggðasögu Skagafjarðar og Skagfirskar æviskrár. Næsta haust er von á nýju bindi æviskráa frá tímabilinu 1910-1950 en fimmta bindi Byggðasögunnar kemur ekki fyrr en haustið 2010. Þar verða saman í bók Rípurhreppur hinn gamli, Viðvíkurhreppur og Hólahreppur. Síðasta Skagfirðingabók kom út í nóvember s.l. en næsta bók, hin 32 í röðinni, er á áætlun í febrúar/mars á næsta ári. Félagsmönnum Sögufélags Skagfirðinga hefur smám saman fækkað undanfarin ár og er nú svo komið að þrátt fyrir að mestur hluti vinnu við útgáfur félagsins sé unninn í sjálfboðastarfi þá hefur stórhækkað verðlagi á prentun og öllum útgáfu- og dreifingarkostnaði svo að örðugt er að ná endum saman. Brýnt er að fjölga félags- mönnum og jafnframt áskrifendum Skagfirðinga- bókar til að viðhalda grund- velli að áframhaldandi útgáfu félagins. Talsvert er til á lager af eldri Skagfirðingabókum og öðrum útgáfubókum félagsins sem eru nú fáanlegar á mjög lágu verði. Á rúmlega 70 ára ferli sínum hefur Sögufélag Skagfirðinga notið mikillar velvildar heimafólks og gefið út nálægt 100 rit um sögu Skagafjarðar. Það væri menningarslys fyrir héraðið ef gangur þess stöðvaðist. Alþingiskosningar 2009 Ásbjöm náði 1. sæti Ásbjörn Óttarsson í Snæfellsbæ er nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi en hann náði fyrsta sætinu á síðustu metrum atkvæðatalningarinnar. í öðru sæti hafnaði Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður f Bolungarvfk. í þriðja sæti varð Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir á Tálknafirði. Birna Lárusdóttir á ísafirði varð í íjórða sæti. Bergþór Ólason á Akranesi í fimmta og Sigurður Örn Ágústsson frá Geitaskarði í sjötta sæti. Kosningin er bindandi í sex efstu sætin. Kjörsókn var með mesta móti á landsvísu. Á kjörskrá voru 3930. Atkvæði greiddu 2913 eða 74,13 prósent. Auðir og ógildir seðlar voru 221 og gild atkvæði þvi 2692. Sparísjóður Skagafjarðar Óbreytt ástand Það vakti athygli að Afl Sparisjóður, móðurfélag Sparisjóðs Skagafjarðar, var ekki í upptalningu þeirra sparisjóða sem nkið hyggst koma til bjargar. -Ein skýring á því gæti verið sú að ríkið hyggst koma inn í rekstur Sparisjóðs Mýrasýslu sem á stærstan hlut í Afli Sparisjóð. Hin skýringin gæti verið að Afl Sparisjóður er vel rekið fyrirtæki og hefur ekki sótt um styrk til ríkisins, segir Kristján Snorrason, sparisjóðsstjóri á Sauðárkróki. Aðspurður segir Kristján að atburðir laugardagsins komi ekki til með að hafa bein áhrif á rekstur Sparisjóðs Skagafjarðar því sjóðurinn hafi ekki átt nema mjög lítinn hlut í Sparisjóðabankanum. -Það er óbreytt ástand hjá okkur enda rekstur sjóðsins í eins góðu lagi og hægt er, segir Kristján. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Skagfirðinga er komin verðhjöðnun Njlir félagsmenn sem kaupa síðustu Skagfirðingabók á kr. 4.500 geta fengið allar eldri fáanlegar Skagfirðingabækur 27 talsins, fyrir samtals 15.000 krónur. Félagsmenn geta fyllt upp í ef eitthvað vantar. Stakar seljast Skagfirðingabækur nr. 1-15 á kr. 500 en nr. 16-30 á kr. 1000 stk. Nr. 11,12 og 14 eru uppseldar. Allar aðrar fánlegar útgáfubækur félagsins, nema Byggðasagan, eru seldar á hálfvirði miðað við uppgefið verð í bókaskrá. SÖGUFÉLAG SKAGFIRDINGA Safnahúsinu 550 Sauðárkróki Sími 453 6640 eða 453 6261 saga@skagafjordur.is ^l_________________________________________________F Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninganna 25. apríl 2009 hófst við embætti sýslumannsins á Sauðárkróki, Suðurgötu 1, þann 14. mars s.l. og er opið á skrifstofutíma á milli kl: 09:00 - 15:00 virka daga. Lokað er á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Eftir páska verður verður opnunartími vegna kosninganna sem hér segir: Þriðjudaginn 14. apríl kl: 09:00-19:30 Miðvikudaginn 15. apríl kl: 09:00-19:30 Fimmtudaginn 16. apríl kl: 09:00-19:30 Föstudaginn 17. apríl kl: 09:00-19:30 Laugardaginn 18. apríl kl: 10:00-14:00 Mánudagurinn 20. apríl kl: 09:00-19:30 Þriðjudaginn 21. apríl kl: 09:00-19:30 Miðvikudaginn 22. apríl kl: 09:00-19:30 Fimmtudaginn 23. apríl kl: 11:30-19:30 Föstudaginn 24. apríl kl: 09:00-19:30 Laugardaginn 25. apríl kl: 10:00-14:00 Sýslumaðurinn á Sauðárkróki

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.