Feykir


Feykir - 26.03.2009, Qupperneq 6

Feykir - 26.03.2009, Qupperneq 6
6 Feyklr 12/2009 Vignir óskaði eftir Liverpool-klósettpappir í síðasta þætti en fékk óbleiktan í staðinn frá Stefáni Ómari. 000 éttann sjálfur!! Nafn: Stefán Ómar Stefánsson Heimili: Égflutti að Smáragrund 17 eftir 8 ára útlegð í Reykjavík (það var nóg). Starf: Aðstoðarframleiðslu- stjóri við Kjötafurðarstöð KS. Hvert er uppáhaldsdliðið þitt í enska boltanum og af hverju? LIVERPOOL er mitt uppáhalds lið en það er jafnframt sigursælasta lið síðustu aldar í enskri knattspyrnu. Reyndar hefur liðinu gengið betur í Evrópukeppnum undanfarin ár en í ensku deildinni, en nú er þeirri deildarkreppu lokið fyrir fullt og allt. Henni lauk á Old Trafford með tölunum 4:1 (4:1, 4:1, 4:1, 4:1..endurtekið að vild.) Hefur þú einhverntímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Ójá, því miður er til fólk sem þarf alltaf að öfundast út í LIVERPOOL. En ég læt það ekki á mig fá (4:1, 4:1, 4:1, 4:1... endurtakist að vild). Hver er uppáhaldsleikmað- urinn fyrr og síðar? lan Rush var ótrúlegur leikmaður, líka Gerrard og Dalglish. Það eru svo margir frábærir menn sem hafa leikið með LIVERPOOL að ekki er hægt að telja þá alla upp því sá listi myndi fylla miðopnu Feykis. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Ekki vakandi, en á hverri nóttu. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Ég á forláta LIVERPOOL trefil sem ég veifa sigri hrósandi við hvert tækifæri. Þeim tækifæmm hefur raunar farið fjölgandi undanfarið (4:1, 4:1, 4:1, 4:1... endurtakist að vild). Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Það þarf ekki að ala krakkana upp í stuðningi við liðið, þeir eru báðir fæddir Liverpoolaðdáendur. Konan hefur hinsvegar lítinn áhuga og engan skilning á enska boltanum. En hún er hrifin af Bítlunum... Hefur þú einhverntímann skipt um uppáhalds félag? Eitt sinn Poolari ávalt Poolari. Engin ástæða til að skifta (4:1, 4:1, 4:1, 4:1... endurtakist að vild). Uppáhaldsmálsháttur? Dettur mér í hug sta.... málsháttur. Það er ekki leitt að sigra fjögur eitt, (páskaeggjaframieiðendur mega nota þennann málshátt gjaldfrjálst). YOU'LL NEVERWALK ALONE LIVERPOOL ( MITT LIÐ ) ( ÁSKORENDAPENNINN ) Þórarinn Magnússon Frostastöðum skrifar Látum ekki hræóa okkur inn í Evrópusambandið Við íslendingar erum fámenn þjóð. Öldum saman lutum við erlendu valdi. Síðustu 90 árin eða svo höfum við verið fullvalda ríki. Fyrir 65 árum stofnuðum við lýðveldið ísland. Fyrir ríflega 30 árum öðluðumst við svo, eftir langa og harða baráttu, full yfirráð yfir 200 mílna efnahagslögsögu. Nú finnst sumum að tími sé til þess kominn að skila einhverju af þessu til baka. Að halda sjálfstæði sínu er ekki vandalaust fyrir fámenna þjóð. Það kann að kosta eitthvað. Það er ekki útlátalaust að halda í íslenska tungu. Það væri mikið "hagræði’’ íþvíefallir töluðu hér ensku. Það er síður en svo sjálfgefið að aðferðir sem fjölmennar þjóðirgeta notað til að stýra sínum samfélögum passi hjá jr •* 1 -y okkar örþjóð. Spyrja má til dæmis hvort það sé það versta sem hent getur fámenna þjóð, sem vill vera sjálfstæð, að þurfa að búa við einhverjar hömlur á gjaldeyrisviðskiptum? Hömlurá viðskipti heita því neikvæða orði höft. Hömluleysi heitir hins vegar frelsi. Evrópusambandsinnræt- ingin sem nú á sér stað hérá landi minnirmig mjögá umræðuna í Noregi á árunum uppúr 1990. Ég þekkti þar þokkalega til. Allirstóru fjölmiðlamir nema norska ríkisútvarpið börðust fyrir aðild að Evrópusambandinu. Sömuleiðis allir stjórnmálaflokkarnir nema Sósfalíski Vinstriflokkurinn og Miðflokkurinn. Ég minnist sérstaklega framgöngu Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra. “Ég hef ferðast um allan Noreg", sagði hún, "og heimsótt fjöldamörg fyrirtæki. Forsvarsmenn þeirra segja allir það sama. Hér höfum við áætlanirsem við ætlum að hrinda íframkvæmd þegar við göngum í Evrópusambandið." Og Gro Harlem bætti við frá eigin brjósti: “Ef við göngum ekki í ESB þá lenda öll þessi plön í ruslafötunni og leiðin liggur niður á við fyrir norska þjóð.” En Norðmenn höfnuðu aðildarsamningunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og leiðin hefurekki legið niður á við. Hvorki efnahagslega né með tilliti til virðingar í samfélagi þjóðanna. Þar tala þeir sjálfstæðum rómi. Látum ekki hræða okkur inn í Evrópusambandið en höldum áfram að ástunda góð samskipti við allar þjóðir. Andstaða við aðild íslands að ESB hefur ekkert að gera með afturhald, einangrunarstefnu eða þröngsýni. Þeirsem biðja um heiðarlega umræðu ættu ekki að láta það henda sig að tala á slíkum nótum. Svíar samþykktu hinsvegar inngöngu í Evrópusambandið. Og hvarernú rómurþinn, Olov Palme? Hann heyrist ekki. £g skora á Láru Gunndísi Magnúsdóttur, Framnesi, að taka við pennanum. íþróttafréttir íþróttamaður ársins hjá USAH Guðmann Jónasson frá Markviss Guðmann Jónasson í Skotfélaginu Markviss var um helgina kjörinn íþróttamaður ársins hjá USAH. Guðmann stóð sig með miklum ágætum á síðastliðnu ári og hefur verið valinn f landsliðið í leirdúfuskotfimi. Það sem helst var ákveðið á ársþingi USAH var að stjórn sambandsins var falið að skipa nefnd til að endurskoða útreikning og greiðslu Lottótekna sambandsins. Einnig var samþykkt að þær skyldu greiddar út að nýju, en það hefur ekki verið gert í nokkur ár heldur hafa þær runnið óskipt til sambandsins. Knattspyrna Tveir sigrar hjá Stólunum Tindastóll lék sinn annan leik í Lengjubikarnum á laugardag og var leikið við sameiginlegt lið Hamrana/ Vina/ÍH Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni og okkar menn mættu sprækir til leiks og stjórnuðu leiknum allan tímann. Það var mikil barátta í leikmönnum, þeir eltu alla bolta og unnu sanngjarnan sigur 2-0. Tindastóll sigraði í sínum fyrsta leik í Lengjubikarnum en leikið var við Dalvík/ Reyni. Leikurinn endaði með góðum sigri 4-3 en staðan í hálfleik var 4-0 og úrslitin því ráðin. Bikarkeppni Norðurlands í frjálsum Ágætur árangur Skagfirðinga Bikarkeppni Norðurlands f frjálsíþróttum fór fram í Boganum á Akureyri laugardaginn 21. mars. UMSS og UFA áttu flesta keppendur og háðu harða baráttu um sigur. Keppendur komu einnig frá USAH og UMSE, en Þingeyinga var sárt saknað. í kvennaflokki sigraði lið UMSS, hlaut 81 stig, UFA 70 stig og UMSE 15 stig. Linda Björk Valbjörnsdóttir sigraði í 60m hlaupi, 800m hlaupi og 60m grindahlaupi og Guðrún Ósk Gestsdóttir sigraði í þrístökki. í karlaflokki sigraði lið UFA, hlaut 101 stig, UMSS 71 stig og USAH 41 stig. Halldór Örn Kristjánsson sigraði í 60m grindahlaupi. I samanlagðri stigakeppni sigraði lið UFA sem hlaut 171 stig, lið UMSS varð í 2. sæti með 152 stig, USAH í 3. sæti með 41 stig og UMSE í 4. sæti með 15 stig.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.