Feykir


Feykir - 26.03.2009, Síða 10

Feykir - 26.03.2009, Síða 10
lO Feykir 12/2009 Spjallaö viöjónu Katrínu, Sigríöi Eygló og Karen Ferming, veislur og gjafir % Nú fer að nálgast sú stóra stund þegar fermingarbörnin mæta í kirkjuna og staðfesta veru sína í hinum kristna söfnuði. Feykir fékk þrjár stúlkur til að segja frá því hvernig veislan eigi að vera, fötin og gjafalistinn. Frá vinstri: Jóna Katrín, Karen og Sigríður Eygló. \ Þegar stúlkunum var gefin laus taumurinn með hvað væru á topp 10 gjafalistanum og engin takmörk vegna kreppu, þá fengu hugmyndirnar stóra vængi og flugu hátt. Soldið 2007: Fjórhjól, steingrár Yaris, ferð til Hawaii, ferð til Madagaskar, vespa, einkabílstjóri, hestur, einkaþota, lúxus hesthús, helgar- ferð til tunglsins báðar leiðir. Karen Steinsdóttir Jóna Katrín Eyjólfsdóttir Jóna Katrín fermist í Sauðárkrókskirkju þann 18. apríl. Hún segir að það sem ráði mestu um að hún láti fermast er að flestir vina hennar geri það og svo náttúrulega til að staðfesta trúna. En hvernig skildi kirkjusóknin hafa verið hjá Jónu. -Ég var soldið dugleg fyrir jól en ekld nógu dugleg eftir áramótin, segir Jóna og telur að hún eigi eftir að mæta í kirkju í framtíðinni, -allavega um jól og páska. Veislan hennar Jónu verður haldin í Verinu og Jóna segist hafa fengið að ráða hvað boðið verði upp á. -Það verður svínakjöt, kjúldingur og eitthvað fleira. En hvað er efst á óskalistanum. -Það sem mig langar mest í er sjónvarp eða tölvu. Sjónvörpin á heimilinu eru alltaf upptekin. Sigríöur Eygló Unnarsdóttir Sigríður fermist í Sauðárkrókskirkju þann 11. apríl. Hún lætur fermast af því hún trúir á guð og er að staðfesta það eins og flestir. Aðspurð um hvort hún hafi verið dugleg að mæta í messu segir hún svo vera, -búin að taka vel á því. En hvað skildi vera efst á óskalistanum hjá Sigríði. -Ekkert sérstakt. En ef ég á að nefna eitthvað þá langar mig í fartölvu eða utanlandsferð. Veislan hjá Sigríði verður haldin á Hótel Tindastóli og fékk hún að ráða flestu sem boðið verður upp á. -Það verður svínakjöt og einhverjar bollur og svo kökur á eftir. Karen fermist þann 21. júní í Ketuldrkju á Skaga. Hún hefur sótt fermingarfræðslu á Króknum þar sem hún stundar skóla og sr. Sigríður Gunnarsdóttir er sólcnarprestur í báðum kirkjunum. Karen segir að hún fermist því hún trúi á guð og fer alltaf í kirkju þegar messað er í hennar sveit. Þá er annaðhvort messað í Ketu- eða Hvammskirkju. Á hennar óskalista er rúm eða beisli og múll. Karen segist ný búin að kaupa sér hnakk og eitthvað er til af hrossum á heimilinu. -Ég á einn hest sem heitir Sindri. Hann er brúnn 13 vetra, alveg ágætur, segir Karen en aðrir hestar sem mamma hennar á eru líka mikið notaðir. Veislan hennar Karenar verður í Skagaseli og hún er alveg með það á hreinu hvað hún ætlar að hafa. -Mat og kökur í eftirrétt. Breytt hesta- og landbúnaðardeild ú Eyrinni ‘uQŒögö ©gj gMíCGgx? m Ofma'noá©©® teb 00003 Redback skór ón stáltá kAjfisSiSSi" Redback skór með stáltá

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.