Feykir


Feykir - 26.03.2009, Síða 13

Feykir - 26.03.2009, Síða 13
12/2009 Feykir 13 Tölvupóstviótalið Efla ber þekkingu á íslensku handverki Ásdís Birgisdóttir er framkvæmdastjóri Textílseturs á Blönduósi. Ásdís er búsett í Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum og keyrir norður á Blönduós til að sinna starfi sínu þar þegar þurfa þykir. Feykir sendi Ásdísi tölvupóst þar sem forvitnast er örlítið um konuna á bak við starfið en ekki síður um starsemi Textílseturs íslands. Aðeins um þig sjálfa. Hver er konan, hvaða menntun hefur hún og hvenær kom hún til starfa við Textílsetrið? -Ég kom til starfa hjá Textílsetrinu á Blönduósi í september á síðasta ári. Ég nam textíl- og iðnhönnun í Textíldeild Myndlista- og handíðaskóla íslands og starfaði lengi hjá Heimilisiðnaðarfélagi Islands sem framkvæmdastjóri og skólastjórnandi auk þess að vinna við textílhönnun og myndlist. Áhugasvið mitt hefur verið að stuðla að menntun, fræðslu og aukinnar þekkingar um íslenska textíla og textílhefðir, handverk og hannyrðir. Textílhefðir eru mikilvægur hluti af fortíð okkar og tvinnast saman við nútímann á margan hátt. Ég er búsett í Hafnarfirði en þar er fjölskyldan, bóndinn og börnin þrjú. Ég keyri norður og hef skrifstofu í Kvennaskólanum, funda og hitti samstarfsfólk þegar þurfa þykir. Á Blönduósi hef ég komið mér vel fyrir á Kleifum, en þar bý ég þegar ég er norðan heiða. Ég á ættmenni hér, en Ingvi Þór, föðurbróðir minn er búsettur á Blönduósi, en þeir pabbi voru lengi í sveit á Hjaltabakka. Textílsetur á Blönduósi hvað er þetta gamalt fyrirbæri? -Textílsetur íslands var sett á laggirnar með stofnskrá árið 2005 og er starfsemin til húsa í gamla Kvennaskólahúsinu á Blönduósi. Hver er hugmyndafræðin á bak við setrið? -Meginhlutverk með stofnun Textílseturs Islands er að efla rannsóknir og menntun á íslenskum textfliðnaði og handverki. Þá er stefnt að því að skapa háskólanemum, fræðimönnum og listafólki starfsaðstöðu fýrir vettvangsnám og rannsóknir á sviði textílfræða og jafnframt því að vera alþjóðlegt fræðasetur sem heldur ráðstefnur, málþing og námskeið um textíl. Nú eru uppi hugmyndir um háskólasetur í tengslum við Textílsetrið á Blönduósi kemur þú til með að koma að þeirri vinnu? -Það var því mikið fagnaðarefni þegar fyrir stuttu var undirritað samkomulag á milli Blönduóssbæjar og Háskólans á Hólum um uppbyggingu háskólaseturs á Blönduósi. Textílsetrið mun koma að þeirri uppbyggingu enda um samstarf við þekkingar- og fræðasetur á svæðinu að ræða í þeim tilgangi að stunda rannsóknir og fræðslu á sviði textílfræða og íslensks heimilisiðnaðar. Nú hefur þú verið að bjóða upp á prjónakaffi. Hvers konar samkoma er það og er það vel sótt ? -Prjónakaffið fór í gang í nóvember með kynningu á Istex og fyrirlestri Védísar Jónsdóttur hönnuðar. Var það einstaklega vel sótt og heffir verið svo síðan. Er þetta kjörinn vettvangur til að hittast yfir handavinnu, spjalla og fræðast en boðið er upp á einhverja uppákomu í hverju prjónakaffi sem er yfirleitt í 2. viku mánaðarins. Næst þann 15. april þegar Quiltbúðin á Akureyri kynnir vöru sína og þjónustu. Allir eru velkomnir og áhugasömum bent á að koma má með hugmyndir að kynningum. Eru einhver spennandi námskeið í farvatninu? -Ég hef það að markmiði að bjóða upp á sem fjölbreyttasta starfsemi hjá Textílsetrinu. Mér fmnst mikilvægt að efla þekkingu á handverki og heimilisiðnaði með þvi t.d. að bjóða upp á námskeið. I vor er á döfmni námskeið í roð- og leðurvinnu með Signýju Ormarsdóttur fatahönnuði og menningarfulltrúa á Egilsstöðum. Prjóntækni og prjónahönnun með Margréti Lindu Gunnlaugsdóttur, textíl- hönnuði og fyrrv. ritstjóra Lopa og bands og þæfingarnámskeið með Sigrúnu Helgu Indriðadóttur, handverksmanni Stórhóli. Þessi námskeið eru öllum opin en eru sérstaklega hugsuð til að styðja við þá sem áhuga hafa áþví að eflahandverkskunnáttu sína með það að markmiði að geta selt handverkið. I sumar verða einnig í boði lengri námskeið sem geta sérstaklega höfðað til hópa og fjölskyldna, verður þar boðið upp á ýmis verkefni svo að hver geti ffindið eitthvað við sitt hæfi. Hvað verkefni eru önnur í farvatninu? -Textílsetrið stefnir að því að opna handverkshús á Bakkaflöt á Blönduósi í vor. Markmiðið með Handverkshúsi Textílseturs íslands er að bjóða upp á gæðahandverk af NV-landi með áherslu á ullarvörur, prjón, tengingu við textílsögu svæðisins og annað það hráefni sem einkennir NV-land. Verður það vonandi vönduð viðbót við úrval handverkshúsa á svæðinu en reynslan heffir sýnt að fjölgun sölustaða heffir mjög jákvæð áhrif á sölu handverksfólks og ber ekki að líta á sem samkeppni heldur fjölbreytni sem er í eðli sínu söluhvetjandi. Hvet ég því áhugasamt handverks- og listhandverksfólk að hafa samband við framkvæmdastjóra vegna nánari upplýsinga um vörusölu í hand- verkshúsinu. Að lokum ? -Ég hef margar hugmyndir að verkefnum hjá Textílsetrinu en von mín er að starfsemin verði sem flestum opin og gagnist sem fjölbreyttustum hópi. Við höffim sterka og merkilega textílhefð á íslandi sem ber að varðveita og halda lifandi fýrir okkur sjálf og komandi kynslóðir.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.