Feykir


Feykir - 07.04.2009, Blaðsíða 12

Feykir - 07.04.2009, Blaðsíða 12
Þuriður Harpa Glæsilegt styrktarkvöld Þuríðar Hörpu Samhugur í verki Húsfyllir var í Reiðhöllinni Svaðastöðum á föstudagskvöldið er haldið var styrktarkvöld fyrir Þunði Hörpu Sigurðardóttur. Fjöldi tónlistar- og hestamanna komu fram á styrktarkvöldinu en allir sem að kvöldinu komu með einum eða öðrum hætti gáfu vinnu sfna. Samhugur og samkennd eru lýsingarorðin sem koma upp í huga þeirra sem að kvöldinu komu. Þuríður Harpa er eins og áður hefur komið fram á leið til Indlands í stofnfrumumeðferð en meðferðin er gríðarlega kostnaðarsöm og var sam- koman á föstudagskvöldið fyrsta skrefið í söfnun Þuríðar. Alls hafa núna safnast 5,5 milljónir en gera má ráð fyrir að heildarmeðferðin kosti um það bil 25 - 30 milljónir en þessi upphæð sem þegar hefur safnast ætti að duga fyrir fyrstu ferð Þuríðar. Þuríður vill koma á fram- færi þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem að kvöldinu komu auk þeirra sem gefið hafa í söfnunina. Við minnum á að reikningsnúmer söfnunarinnar eru: Landsbankinn: 161-15- 550165 Sparisjóður Skagafjarðan 1125-05-250067 mmm 1 1 Það var vel við hæfi að hljómsveitin Von opnaði kvöldið. Strákarnir í Fúsalegri Helgi fóru á kostum. Flottir strákar þetta. Álftagerðisbræður pottþéttir að vanda. Munsturreið Riddaranna Heimirsmenn lokuðu kvöldinu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.