Feykir


Feykir - 07.04.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 07.04.2009, Blaðsíða 5
14/2009 Feykir 5 íþróttafréttir íþróttakeppni grunnskóla í Húnavatnssýslum Húnavallaskóli bar sigur úr bítum T /jr\ Frá íþróttakeppni grunnskóla í Húnavatnssýslum. Mynd: Húnavallaskóli Skotfélagið Markviss Skotmenn áleiðá sterkt mótí Danmörku Fréttir af núverandi og fyrrverandi félögum úr Skotfélaginu Markviss em þær helstar að tveir þeirra taka þátt f skotmóti f Holstebro á Jótlandi um páskana. Um er að ræða árlegt mót, Holstebro Paske Grand Prix, þar sem meðal keppenda eru vanalega sterkustu skotmenn Dana. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslendingar eiga fulltrúa á þessu móti. Þarna verða þeir Guðmann Jónas- son frá Markviss og Hákon Þór Svavarsson, kenndur við Litladal, ásamt þremur öðrum keppendum frá íslandi. Fimmtudaginn 2. mars var á haldið í Húnavallaskóla hið árlega íþróttamót grunnskólanna f Húnavatnssýslum. Á þessu móti koma saman nemendur í 7.-10. bekk í Grunnskóla Húnaþings vestra, Grunnskólanum á Blönduósi, Húnavallaskóla og Höfðaskóla á Skagaströnd. Nágrannaskólarnir mættu á staðinn klukkan 15:30 og hófst keppnin klukkan 16:00. Hart var barist og var kappið á tímabili svo mikið að sumum fannst nóg um. Húnavallaskóli fór með sigur af hólmi með 17,5 stig, í öðru sæti varð Grunnskóli Húnaþings vestra með 16 stig, í þriðja sæti Grunnskólinn á Blönduósi með 15,5 stig og í fjórða sæti Höfðaskóli með 15 stig. Hátíðinni lauk síðan með sameiginlegu diskóteki og stóð fjörið til klukkan 22:00. veittan stuðning. ( ÁSKORENDAPENNINN ) Gunnar Andri Gunnarsson skrifar frá Kaupmannahöfn Barndómur og brennivín Þær eru ófáar minningarnar sem poppa upp þegar hugsað er heim á Krók, þar sem barnsskónum var slitið og rúmlega það. Það sem stendureinna mest upp úr, er hversu mikið frelsi maður hafði, hversu miklum ævintýraheimi maður lifði í. Allur bærinn var okkar leikvöllur og bauð upp á endalausa möguleika, án þess að foreldrarnir þyrftu að stressa sig sérstaklega mikið yfir því hvað krakkaskrattar eins og ég vomm að aðhafast. Á veturna djöflaðist maður um í Grænuklauf á snjóþotu eða skíðum, eða maðurfann sér góðan skafl í öllum snjónum sem kom og breytti honum í höll... eða svoleiðis er það allavega í minningunni. Á sumrin flutti maður gjarnan lögheimili sitt upp á starfsvöll, þar sem byggðir voru lúxus sumarbústaðir sem mynduðu lítið þorp sem hafði allt til alls. Þar á meðal vom reknar veitingasölur sem seldu popp, djús ogstundum karamellur. Og snilldin varjú, gjaldmiðillinn. Sá þótti afar stabíll á þeim tíma, en öll verslun á vellinum fór fram með gostöppum. (íslendingar ættu ef til vill að athuga hvort að upptaka gostappa væri möguleg í stað krónunnar?) Það sem haft hefur mest áhrif á mig frá tíma mínum á Króknum eru þó þessar endalausu ferðir niður á bryggju, Sandana og í Áshildarholtsvatnið, þar sem mestum tíma sumarsins vareytt við veiðar. Ævintýri veiðiferðanna héldu áfram eftir því sem árin liðu og er þá ein sem er mér sérstaklega minnisstæð, og var það fyrsta veiðiferð mín með stórvini mínum og veiðifélaga Jóhannesi Inga. Þessi veiðiferð var þó ein stysta veiðiferð sem ég hef farið í. Við vorum nokkrir félagar sem ákváðum að skella okkur í veiði ívötnunum hjá Bjama á Hvalnesi. Seinni part föstudags var brunað af stað og þegar að komið var á staðinn vartekið höndum við aðtjalda. Þegar tjöldin voru komin upp var kjöti skelltá grillið, sósa í pott, og svo var skálað oft og mikið fyrir verðandi veiði. Þarsem að við Jóhannes erum óþreyjufullir veiðimenn ákváðum við að bieyta aðeins færin áður en að sestvaraðsnæðingi. Við trítluðum þá af stað ogreyndumfyrirokkur í góðan klukkutíma, eða þangað til að hungrið var veiðiþörfinni sterkari, enda veiðin fremurdræm. Þegar við komum aftur í búðirnarvaraðkoman þó öðruvísi en búist var við. Dautt var í grillinu, tjöldin horfin og bilarnir líka. Bara einn af félögunum var eftir, og tilkynnti hann okkur að slagsmál hefðu brotist út og hópurinn farinn inn á Krók að leita sér læknisaðstoðar. Hvort sem það var kjötið eða sósan sem olli þessu fengum við aldrei aðvita! £g skora á þennan kæra vin minn og veiðifélaga, Jóhannes Inga Hjartarsson, verðandi Akureyring, að taka við pennanum. Úrvalshópar unglinga FRÍ Fimm valin úr UMSS Nýráðinn unglingalands- liósþjálfari FRÍ, Karen Inga Ólafsdóttir, hefur tilkynnt val sitt í úrvalshópa FRÍ. Þessir hópar eru valdir á grundvelli ákveðinna viðmiða um árangur síðastliðið sumar og í vetur. I Afrekshóp unglinga FRÍ eru valdir þeir unglingar, 15-22 ára, sem taldir eru eiga möguleika á að komast í allra fremstu röð í heiminum í framtíðinni. Að þessu sinni eru 11 unglingar valdir í þennan hóp. Nú um helgina, 4.-5. apríl eru þessir hópar kallaðir saman til æfingabúða í Reykjavík, Þar munu ýmsir góðir þjálfarar líka verða kallaðir til leiks. ( MITTLIÐ) Nafn: Þónjnn Elfa Sveinsdóttir Heimili: Laugatúni 10, Sauðárkróki Starf: Aðalbókari hjá Sveitarfélaginu Skagafirði Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hveiju? Mitt uppáhaldslið er að sjálf- sögðuManchesterUnited. Bróðir minn (Binni Rögg) heldur með þeim, mamma líka og bömin mín, þannig að ég hef tileinkað mér það að halda með þeim. Svo em þeir iíka langbestir. Hefur þú einhverntímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Já, já. Það eru nokkrir „Poolaraf ívinnunni og það er bara gaman að gera gn'n að þeim þegar þeirtapa. Hvereruppáhaldsleikmaðurínn fyrrogsíðar? RyanGiggs. Hann er bara flottur. Hann er búinn að vera í þessu liði frá því að ég fór að horfa á leikina með öðru auga þegar bróðir var lítill. Hefur þú faríð á leik með liðinu þínu? Nei. Ekki ennþá. Það mun samt gerast. Attu einhvern hlut sem tengist liðinu? Ég á handklæði, sonur minn á svo flagg, sænguiver, eggjabikarog nokkra búninga. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyidumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Þetta er svo sannkölluð liðsheild, nema Ingvar maðurinn minn. Hann flýr hús þegar enski boltinn er í sjónvarpinu og við að horfa, og öskra. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nei. Það gerir maður ekki. Þú getur skipt um vinnu, maka, bíl og hús. En maður skiptir ekki um félag. Uppáhalds málsháttur? „Sjaldan er ein báran stök í 12 vindstigum" og „Það dugar ekki að drepast" ÆSm I Þaö dugar ekki aö drepast

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.