Feykir


Feykir - 14.05.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 14.05.2009, Blaðsíða 7
19/2009 Feykir 7 Sungið sér til skemmtunar. Inda, Silla Gunna, Beggi á gítar og Hermann á har- moniku. Fyrir aftan sitja peir Garðar Guðjóns og Sverrir Pálsson. Eini öruggasti bindindismað- urinn í hópnum veitti vín af rausnarskap til að lífga mannskapinn. Hefur Garðar höfðingslund, hellir víni í liðið, er herðirþrótt hjá hal ogsprund, horfið þið yfir sviðið. KH Heldur þótti okkur vegir slæmir á Vestfjörðum. Þar sem við höfðum æft lagið Gullvagninn, hvarfiaði að sumum efi á því að hann myndi reynast vel á slíkum vegi. Efa stóran á því tel, aðþvítreysta megi, að Gullni vagninn gefist vel á grýttum malar vegi. Bílstjórinn okkar reyndist afburða vel og vann sér óðara hylli farþeganna eins og þessar vísur sanna. Hefursanna höfðings lund, hennar mrgir njóta. Um stýrið heldur styrkri mund, störfhans blessun hljóta. SH I fyrri ferðum okkar höfðum við bílstjóra er Guðmundur hét og söknuðu hans margir, þó við fengjum ekki síðri. Þökk máttu þiggja í Ijóði, meðþér alltaj"ferðast ég vil. Við söknum þín Guðmundur góði, þú gafst marga ástæðu til. MH Sœvar er alveg sérstakur, sýnirþað með snilli. Ekur vegi öruggur, allra vinnur hylli. MH Og ein enn. Virðingu og vinsemdjók, en vandamálin eigi, sá sem vagni öruggt ók illa gerða vegi. ( MENNiNGARUMFIÖLLUN Tjarnarsalur Ráðhússins í Reykjavík Ljósmyndasýning Húnvetninga Nú í vikunni hófst Ijósmynda- og útskurðasýning húnvetnskra listamanna sem sett var upp íTjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík. Það er Menningarráð Norðurlands vestra og Sparísjóður Hvammstanga sem styrkja þessa sýningu. Sýningin stendur til sunnudagsins 24. maí og er opin á opnunartíma ráðhússins. Ljósmyndarar eru fjórir: Þeir Pétur Jónsson frá Súluvöllum á Vatnsnesi, Jón Eiríksson bóndi á Búrfelli, Jón Sigurðsson Blönduósi og Bjarni Freyr Björnsson frá Húnsstöðum. Útskurðamenn eru tveir, þeir Helgi Björnsson bóndi í Huppahlíð og Ásgeir Júlíus Ásgeirsson Víðigerði. Listamennirnir og Hagfélagið standa að uppsetningunni en Óli Arnar Brynjarsson á Sauðárkróki var fenginn til að velja myndirnar og setja í samhengi. Sýningin er á besta tíma en Listahátíð Reykjavíkur stendur yfir þá daga sem Ljósmyndasýning Húnvetn- inga stendur uppi. í sumar er ætlunin að sýningin verði sett upp norðanlands og árið 2012 þegar verkefninu er lokið þá verði búið að setja hana upp í öllum sýslum á Norðurlandi vestra. Hugmyndin að verkinu kviknaði upphaflega með það markmið að eiga gott safn af fallegum og fróðlegum Ijósmyndum, til að nota við ýmis tækifæri, eins og hátíðir, sérsýningar o.fl. og verða I aðgengilegtfólki. ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦I Mynd: Bjarni Freyr Björnsson. Mynd: Pétur Jónsson. Ferðamenn, bæði innlendir og erlendir sem og heimamenn á Norðurlandi vestra fá notið þessarar sýningar sem styrkt er af Menningarráði Norðurlands vestra. Verkefnið hlaut kr. 250.000 sem gerði útslagið með að það fór af stað, en sækja þurfti um viðbótarstyrki til annarra aðila, vegna kynningarefnis o.fl. Þetta erfysta verkefni Hagfélagsins með listamönnunum. Frá ferð Sönghópsins til Egilsstaða 2007. Að lokum kveðjuorðin er leiðir skildu í Varmahlíð. Við brunuðumfram hjá byggð ogfjöllum, blessun vorsins kyssti kinn. Nú þakka ég bæði konu og körlum, og kveð að sinni hópinn minn. SH Sanna metum söngvaraust, er sálar veitir hlýju. Sjáumst aftur heil í haust og hefjum söng að nýju. Höfundar: SH Stefán Haraldsson SQ Sveinn Gíslason HSHermann Jónsson SJ Svavar Jónsson KÞ Kári Þorsteinsson MH María Helgadóttrir KHKristín Helgadóttir Ómerktar vísur eru höfundar Meðþökkfyrirgóðanfélagsskap. Jói í Stapa

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.