Feykir


Feykir - 14.05.2009, Side 8

Feykir - 14.05.2009, Side 8
8 Feykir 19/2009 FYRIRTÆKI VIKUNNAR Verslunin Eyri eöa byggingavörudeild Kaupfélags Skagfiróinga er staósett á Eyrarvegi á Sauðárkróki en verslunin selur bygginga-, hesta- og landbúnaóaíA/örur auk þess aó þjónusta bændur meö þeirra daglegur rekstrarvörur. Feykir settist nióur meö Þresti Jónssyni, aóstoóarverslunarstjóra. Verslunin Eyri Útvegum ólíklegustu hluti Hvernig verslun er þetta? -Þetta er aðallega bygginga- vöruverslun með breitt vöruúrval þar sem hluti af okkur vörum er sérpantaður eftir þörfum hvers og eins. Við reynum því að sinna öllum þó varan sé ekki til á lager hjá okkur. Það eru ólíklegustu hlutir sem fólk biður um og við erum að útvega. Það er allt annað að koma inn í svona verslun úti á landi heldur en á höfúðborgarsvæðinu þar sem viðskiptavinir eru sendir búða á milli ef varan er ekki til. Hér setjum við heldur við símann, eða tölvuna og reynum að redda málinu og sinna um leið þörfum okkar viðskiptavina frá A til Ö, útskýrir Þröstur. Hvað vinna margir hjá þér? -Við erum með 11 starfsmenn í 100% starfi og fjóra í hlutastarfi. Það er skólakrakkar sem koma inn í sumarafleysingar en eru að hluta til með okkur yfir veturinn til þess að vera betur í stakk búin að leysa okkur af í sumarfríum, úrskýrir Þröstur. Hvernig kom bankahrunið við ykkur? -Hvaða bankahrun?, spyr Þröstur á móti. -Hér hefur ekkert dregið saman. Það sem af er ári er reksturinn í góðum málum. Það virðist vera eins og bæjarbúar standi meiri vörð um það en áður að versla og nota sér þjónustu í heimabyggð. Það sem hefur komið mest á okkur er að vöruverð hefur farið hækkandi. Hvað með verktaka, virðist vera nóg að gera hjá þeim? -Alla vega i sumar virðist ætla að verða nokkuð gott ástand. Ég lít bara bjartsýnn fram á veginn. Þið voruð að breyta mikið? -Já við vorum að endurbæta hesta- oglandbúnaðardeildina hjá okkur. Við stækkuðum svæði sem við notum undir þessar vörur til muna og erum að gera því betri skil og betra aðgengi. Af hverju þessar breytingar núna? -Þær eru búnar að vera í bígerð í rúmt ár. Við tókum niður veggi til þess að opna búðina og gera hana bjartari og skemmtilegri. Hvernig ertu mannaður með tilliti til ráðlegginga ? -Bara góður, hérna starfa iðnaðarmenn bæði píparar og smiðir og starfsfólk sem hefur áratuga reynslu. Það er þó nokkuð um að fólk komi hingað og leiti ráðlegginga um það sem það er að fara að gera hvort heldur sem það er að fara að smíða palla, velja gólfefni, mála, nú eða vilja breyta eða endurbæta heimilið eða garðinn. Spurningar til fagmanna ■ Pallasmíði Er hægt að fá ráðleggingar hjá ykkur um pallasmíði? -Við setjumst já oft niður með fólki, efnistökum pallinn og gefum þessar helstu ráðleggingar en við erum ekki í hönnun á sólpöllum. Hvað kostar meðal sólpallur? -Verðið á sólpöllum reiknum við í fermetrum og er þá fermetrinn á 5000 - 5500 kr með klæðningu og öllum festingum. Getur nánast hver sem er smíðað sjálfur sólpall? -Já og nei. Ef viðkomandi hefur einhvem til þess að leiðbeina sér þá tel ég að hann geti gert mikið sjálfur. Hversu oft þarf að bera á sólpallinn? - Ég myndi segja á tveggja ára fresti. Hins vegar er mikið atriði við málningu á sólpöllum að hann sé ekki málaðurof snemma eftir að hann er byggður. Vegna þess að þegar er verið að gagnverja svona efni þá er þetta þrýstigagnvarið. Þá er timbrið sett inn í tank og fúavarnarefninu þrýst inn í timbrið og það verður að fá tíma til þess að þorna. Það verður alltaf blæðing úr fúavörninni eftir að efnið sett upp. Ekki málað yfir gagnvarið efni fyrr en einum til þremur mánuðum eftir að það er sett upp. Þarf að undirbúa pallinn áður en borið er á hann eða má bera strax á hann? -Það er mikilvæg að fjarlægja allan gráma af viðnum hann þarf því að pússa í burtu og stundum er þetta skafið af. ■ lllgresi í lóöum og á bílaplönum Hvernig er best að ná illgresi og óværu úr garði og af plani. -A bílaplanið notum við efni sem heitirROUNDUP og drepur allt. Það má því alls ekki fara nálægt neinum öðrum gróðri. Roundupið er blandað og úðað úr þar til gerðum þrýstikönnum. Einnig er hægt að nota Casaron en það er meira ætlað í runna og til þess að forðast arfann og fíflana. Það er einnig undir trjám og berjarunnum. Síðan erum við með Permasect sem er notað við blaðlús og mjöllús auk fiðrildalifra á skrautplöntum og runnum. Á mosann get ég síðan bara gefið það ráð að hafa nógu mikið af krökkum í garðinum til þess að traðka hann niður. ■ Ef mála á húsið í sumar Hvað þarf að líða langur tími frá því að húsið er háþrýstiþvegið og þangað til það má mála? -Það fer eftir veðráttu, ef það er sól og vindur þá þarf ekki að líða nema tveir, þrír dagar. Það er yfirleitt alveg nóg. Jafnvel daginn eftir ef þetta er bara léttur þvottur og þurrt í veðri. Er nóg að sílanúða húsið áður en það er málað eða er nauðsynlegt að kalla til múrara áður en húsið er málað? -Það þarf að meta ástand hússins. Ef það kemur í ljós að eitthvað er laust utan á múrnum þá þarf að kalla til rnúrara. Maður sér strax ef eitthvað þarf að gera. Það er efni sem heitir Vatnsvari eða sflan, sem ég hef tröllatrú á og þá bara baða allt húsið upp úr þessu áður en málað er.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.