Feykir


Feykir - 04.06.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 04.06.2009, Blaðsíða 4
4- Feykir 22/2009 Verið vísindagarðar Síðasta málstofa í bili Síóasta föstudag fór fram í Verinu á Sauðárkróki síðasta málstofan í bili þegar Hólmfnður Sveinsdóttir fór yfir rannsóknir sfnar sem hún vann og notaði í doktorsritgerð sfna sem hún varði fyrir skömmu. Rannsóknirnar lúta að því að kanna áhrif umhverfis á þorsklirfur en á því þroskastigi seiða er dánartíðni há í þorskeldi á fslandi. Rannsóknirnar eru mjög mikilvægar fyrir næsta skref í þorskeldi þar sem fundið er út hvað lirfurnar eru að éta og hvað vantar í fóðrið en þær virðast helst drepast úr sýkingum og jafnvel svelti. Mikilvægi rannsóknanna er ekki síst að kynnast tækninni við rannsóknirnar og söfnun gagna í gagnagrunn, segir Hólmfríður, en Norðmenn eru komnir mun lengra í þorskeldinu en íslendingar. Erfitt reynist að komast að þeirra aðferðum þar sem þeir halda þeim leyndum fyrir samkeppnisaðilum. Að sögn Gísla Svan Einarssonar framkvæmda- stjóra hjá Veri vísindagörðum hefur málstofan gengið mjög vel í vetur en reynt var að hafa hana á hálfsmánaðar fresti. f haust verður þráðurinn tekinn upp á ný og málstofan opnuð og ættu bæjarbúar og aðrir að kynna sér hvað verið er að vinna að á sviði tækni og vísinda en margt forvitnilegt hefur komið fram á þessum fundum. Skagafjörður________ Mynd Stefáns Fnðviks í úrslit Yfirborð, mynd Stefáns Friðriks Friðrikssonar, er komin f úrslit á Stuttmyndadögum Reykjavíkur sem haldnir em í Kringlubíói. Er mynd Stefáns ein af 19 myndum sem komust í úrslit en alls voru 90 myndir sendar inn í keppnina. Yfirborð er útskrift- arverkefni Stefáns Friðriks úr Kvikmyndaskóla íslands en Stefán hlaut Bjarkann, verðlaun skólans, fýrir myndina. Stefán Friðrik vinnur þessa dagana við kvikmyndagerð hjá Skottu kvikmyndatjélagi í Skagafirði. Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför frænda okkar Pálma Alfreðs Júlíussonar. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki fyrir umhyggjusama og kærleiksríka umönnun. Fyrir hönd aðstandenda. Ásdís S. Sigurjónsdóttir ______________________________________________F Smá í Feyki:: Síminn er 455 7171 SH13auglvsingar Tún til leigu Á sama staö til sölu girðingastaurar. Skoöið verð og gæði. Upplýsingar í síma 453 6524. UMFJÖLLUN 15 konur í Skagafirði Ijúka Brautargengi Klárar konur með hugmyndir Þann 28. maí sl. luku 15 konur í Skagafirði námskeiðinu Brautargengi og var útskriftin haldin á Hótel Varmahlíð. Þessar konur hafa undanfarnar 15 vikur unnið að viðskiptahugmyndum sfnum sem miða að atvinnusköpun f heimabyggð. Þátttakendur sátu t'ma hjá fjölbreyttum hópi kennara en kennsla fór fram á Sauðárkróki. Námskeiðið sem haldið er á vegum Lmpru á Nýsköp- unarmiðstöð íslands með og var að þessu sinni einnig kennt á Akureyri. Þessir hópar hafa setið saman tvisvar á námskeiðstímanum og haft þar tækifæri til að mynda gott tengslanet sín á milli sem og miðlað af reynslu sinni hvor til annarrar. Framkvæmd verk- efnisins á Sauðárkróki hefur verið unnið í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á Norð- urlandi vestra. Síðastliðið haust fagnaði Impra á Nýsköpunarmiðstöð íslands 10 ára afmæli Brautargengis en í heild hafa tæplega áttahundrað konur útskrifast frá því Brautargengisnám- skeiðin hófust í Reykjavík. Veitt var viðurkenning fyrir vel unna viðskiptaáætlun á námskeiðinu og var það Hólmfríður Sveinsdóttir sem fékk viðurkenningu Brautar- gengis fyrir viðskiptahugmynd innan fyrirtækisins Dýra- læknaþjónusta Stefáns Frið- rikssonar ehf. Brautargengi er 70 stunda námskeið fyrir athafnakonur sem vilja hrinda viðskiptahugmyndum sínum í framkvæmd með nýju eða starfandi fyrirtæki. Forsenda er að þær hafi viðskipta- hugmynd til að vinna með. últskriftarnemendur að lokinni útskrift. UMFJÖLLUN Ferðamálafræðingar frá Háskólanum á Hólum Þrjú BA-verkefni um ferða- þjónustu í Skagafirði Nýlega var útskrifaður einkar sterkur hópur ferðamálafræðinga viö Háskólann á Hólum. Þrjú úr hópnum kusu aó tengja BA ritgeró sína vió feróaþjónustu í Skagafirði. Rósa María Vésteinsdóttir kannaði hug hagsmunaaðila til landbúnaðarsýninga með viðtölum. Landbúnaðarsýn- ingin Sveitasæla var tekin til sérstakrar athugunar. I verkefninu var íjallað um tilgang sýninganna og mögulegt mikilvægi þeirra í mótun ímyndar nútíma landbúnaðar. Ritgerðirnar eru allar varð- veittar á háskólabókasafninu á Hólum og er gestum velkomið að skoða þær og lesa á staðnum. Claudia Lobindzus skrifaði ritgerð um Hóla sem áfanga- stað ferðamanna. Hún lagði könnun fyrir ferðafólk á Hólum sumarið 2008 til að kanna hvert væri helsta aðdráttarafl staðarins, hvernig fólki líkaði heimsókn- in og fá nánari upplýsingar um bakgrunn gestanna. Kristján Benediktsson skrifaði um silungsveiði í Skagafirði og byggði hann á viðtölum við veiðirétthafa í firðinum. í kjölfar umræðu um aukna áherslu á markaðssetningu silungsveiði í veiðiferðaþjónustu valdi Kristján að kanna nánar hug veiðiréttarhafa til þeirrar upp- byggingar sem hún kallar á.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.