Feykir


Feykir - 04.06.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 04.06.2009, Blaðsíða 5
22/2009 Feyklr 5 2. deild: Hvöt - BÍ / Bolungarvík 1-1_ Jafnt á Blönduósi ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Lió Hvatar og Bí/ Bolungarvfkur mættust í fifnu knattspyrnuveöri á Blönduósvelli um helgina og endaói viðureign liöanna með jafntefli 1 -1. Leikurinn byrjaði íjörlega og strax á 4. mínútu small knötturinn í stöng gestanna eftir að Aron Bjarnason leikmaður Hvatar hafði átt góða sendingu fyrir sem varnarmaður BÍ/ Bolungarvík fékk í sig og þaðan í stöngina. Gestirnir stálheppnir að lenda ekki marki undir strax á upphafsmínútunum. Á níundu mínútu gerðu Hvatarmenn sig aítur líklega þegar Óskar Snær Vignisson slapp einn í gegn eítir sendingu frá Milan Lazarevic en Róbert Óskarsson markvörður Bf/ Bolungarvikur gerði vel í að verja. Það var svo á 37. mínútu sem Goran Vujic skoraði fyrsta mark leiksins. Bf/Bolungarvík fékk hornspyrnu sem leikmönnum Hvatar mistókst að hreinsa frá og Vujic sem virtist leggja boltann fyrir sig með hendinni og skoraði auðveldlega framhjá markverði Hvatar. Á 43. mínútu dró svo heldur betur aftur til tíðinda. Þá slapp Óskar Snær einn í gegnum vörn Bf/Bolungarvíkur manna eftir glæsilega sendingu frá Jóni B. Hermannssyni. Óskar var felldur af síðasta varnarmanni, Ásgeiri Guðmundssyni og fékk hann beint rautt að launum. Úr aukaspyrnunni skoraði Milan Lazarevic en boltinn átti þó viðkomu í varnarmanni. Ekki fleira markvert gerðist í fyrri hálfleik og staðan því eitt mark gegn einu þegar gengið var til leikhlés. Ekkert var skorað í síðari hálfleik og var lokastaðan í leiknum því eitt mark gegn einu þar sem leikmenn Hvatar voru meira með boltann og áttu kannski heiltyfirmeira í leiknum. Það verður þó ekki tekið af leikmönnum Bí/Bolungarvíkur að þeir börðust vel allan leikinn og áttu stórhættulegar skyndisóknir með Goran Vujic ffemstan í flokki. Þvi verður að telja jafntefli nokkuð sanngjöm úrslit. M.fl. kvenna hjá Tindastól lék á annan í hvftasunnu sinn fyrsta leik f 1. deild kvenna á þessu tfmabili. Lið ÍBV kom í heimsókn og fór heim með 3 stig og 11 mörk í bakpokanum. Það var vitað fyrir leikinn að hann yrði heimastelpum erfiður. ÍBV lék í efstu deild á sl. leiktíð og er spáð sigri í 1. deildinni i ár. í liði fBV eru margir mjög góðir leikmenn og það var aldrei spurning hvort væri betra liðið á vellinum. Það voru ekki liðnar nema 2 mínútur af leiknum þegar Eyjastúlkur skoruðu sitt fyrsta mark, gullfallegt mark, fast skot, óverjandi fyrir annars góðan markvörð Tindastóls/ Neista, Sigurbjörgu Marteins- dóttur. Síðan komu mörkin svona á færibandi með nokkuð góðu millibili allan leikinn. Þegar upp var staðið höfðu gestirnir skorað 1 i mörk og haldið sínu marki hreinu. Byrjunarlið Hvatar í leiknum gegn Bl/Bolgunarvík. ÁSKORENDAPENNINN ) Séra Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Heima er best í júní byrjun ætla ég ekki að þræta fyrir að ég hlakka til að komast í sumarfrí. Enda kominn sá árstími þegar börnin spyrja þrisvar á dag: Hvenær förum við í sumarbústað? Síðastliðin ár höfum við nefnilega haft fyrir sið að fara í bústað á hverju sumri. Gjaman boðið frændsystkinum með svo úr hefur orðið þvílíkt fjörið að um er talað fram eftir hausti, alveg þangað til að farið er að spyrja að nýju: Hvenær förum við í sumarbústað? Eins og vanalega sótti ég um bústað hjá stéttarfélaginu mínu, en nú brá svo við að ég fékk ekki úthlutað því að umsóknirnarvoru svo afskaplega margar. Þetta þótti börnunum á heimilinu mesta ólán. Það var ekki annað að gera en kalla saman fjölskyldufund við eldhúsborðið og hugsa upp nýtt plan. Sá sex ára stakk upp á að leysa málið á þann hátt að við færum til Florida í Disneyland eða þá til Danmerkur, því að þar væri bæði Tivolí og Legoland. Eftirsmá útskýringarsá hann að það væri mesta óráð að ætla úr landi brott í lystitúra á tímum alheimskreppu. Við ætlum því að vera heima og gera margt skemmtilegt enda af nógu að taka þegar að er gáð. Mesti óþarfi að leita langt yfir skammt því Skagafjörður hefur upp á ótal margt að bjóða. Það sem við ætlum að gera er að skoða ýmsa sögustaði sem komafyrirá geisladiskinum, Sögur úr Skagafirði sem hafa notið gríðariegra vinsælda á heimilinu undanfarna mánuði. Börnin hafa hlustað á diskinn af athygli en sumar hverjar eru svo krassandi að öruggast er að hlusta á þær fyrri part dags til að raska ekki nætursvefninum, en flestar sagnanna eru úr þjóðsögum og íslendingasögunum. Svo ætlum við í Glaumbæ, á uppáhalds kaffihúsið okkar, Áskaffi. Þar fæst hnausþykkt súkkulaði með rjóma og andi liðinna áratuga svífur yfir vötnum. Einnig þurfum við nauðsynlega að koma heim að Hólum, helst á sunnudegi og hlýða á messu eða tónleika og rekast á gamla vini. Við ætlum líka að fara á samgöngusafnið í Stóra- Gerði, kíkja á markað í Lónkoti, koma við á Hofsósi í bakaleiðinni og skoða Vesturfarasetrið. Börnin fá ekki að fara með í vinkonuferð, þar sem nokkrar stútungskellingar ríða saman fram Kjálka, í Merkigil og Hildarsel og láta kasta toppi á grundum Austurdals. Eg vonast líka til að komast upp á Mælifellshnjúk, ef Guð lofar eins og amma heitin sagði oft. Þaðan er frábært útsýni eins og kunnugt er. Vonandi verður mikill silungur í ánum og einhver ber til að tína þegar líður á sumarið. Að lokum langar mig að vekja athygli lesenda á að í sumar verður messað í flestum kirkjum prófastdæmisins. Kirkjurnar í Skagafirði eru margarog eiga hver sína sögu og sjarma. Guð gefi okkur öllum gott ánægjulegt og endurnærandi sumarfrí, heima eða heiman. Eg skora á Astu Þórisdóttur þroskaþjálfanema á Blönduósi að koma með næsta pistil. Tindastóll 2 - Fjarðabyggð/Leiknir/Huginn 1 Fannar Freyr tiyggði Stólunum sigurinn Strákarnir í öðrum flokki Tindastóls tóku á annan \ hvftasunnu á móti sameiginlegu liði Fjarðabyggðar/Leiknis/ Hugins. Fóru leikar þannig að heimamenn sigruðu með tveimur mörkum gegn einu. Það var fín skemmtun að fara á völlinn og sjá strákana spila enda hörkuleikmenn þar á ferð. Tindastóll sótti meira í byrjun leiks og hefði getað sett mark en það hefðu líka gestirnir getað gert ef allt hefði fallið með þeim. Liðin skiptust á að sækja en þó eins og áður hefur komið fram var Tindastólsliðið sterkara. Fannar Freyr skoraði fyrsta mark leiksins og kom Tindastólsmönnum yfir f-0. Gestirnir voru þó ekki lengi að jafna eftir slæm mistök í vörn Tindastóls. Fannar Freyr kom síðan sínum mönnum aftur yfir með góðu marki og þar við sat. Tindastólssigur 2-1 oggóð byrjun. 2. deild: Hamar - Tindastóll 1-1 Jafhað í blálokin Tindastóll lék sinn þriðja leik í deildarkeppninni á föstudagskvöld þegar liðið heimsótti Hamar f Hveragerði. Það var Kristmar Geir Bjömsson sem jafnaði fyrír Tindastól á lokamfnútum leiksins og tryggði þeim eitt stig. Það voru hundleiðinlegar aðstæður í Hveragerði, gekk á með miklum rigningarskúrum og töluverðum vindi. Tindastólsmenn hófu leikinn vel og voru töluvert sterkari á fyrstu mínútum leiksins, áttu ágætar sóknir sem þó báru ekki tilætlaðan árangur. Um miðjan fyrri hálfleikinn skoruðu hinsvegar Hamarsmenn effir skelfileg mistök í vörn Tindastóls og má segja að þeir hafi fengið markið á silfurfati. Tindastólsmenn voru ekki alveg sjálfum sér líkir í leiknum og hafa í raun ekki verið það það sem af er móti. Liðið á mikið inni og nú er bara að vona að það fari að springa út. Kristmar Geir kom inná um miðjan seinni hálfleikinn og breyttist leikur okkar verulega við það. Það var síðan hann sjálfúr sem jafnaði leikinn með góðu marki og má með sanngirni segja að hann hafi bjargað því sem bjargað varð í leiknum. Tindastólsmenn ætluðu sér meira í leiknum en uppskáru aðeins eitt stig. 1. deild kvenna: Tindastóll - IBV 0-11 Erfiður leikur hjá stelpunum

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.