Feykir - 04.06.2009, Blaðsíða 11
22/2009 Feykir 11
( MATGÆOINGAR VIKUNNAR )
Bylgja kokkar
Lambarifjur
meö pestói
Bylgja Agnarsdóttir á Sauðárkróki ætlar að gefa okkur
uppskriftir vikunnar að þessu sinni. Forrétturinn kemur
úr hafinu, aðalrétturinn af túninu og eftirrétturinn er
syndsamlega góður.
Bylgja bendir á að best væri að fá kjötiðnaðarmanninn í
Hlíðarkaup til að útbúa lambarifjurnar með smá fyrirvara.
Bylgja skorar á Huldu og Ingimund í Ártúni á Sauðárkróki að
koma með næstu uppskrift.
FORRÉTTUR
???
200gr smjördeig
100 gr hrísgrjón
100 gr skötuselur eða humar
100 gr reyktur lax
2-3 msk ólífu olía
lOOgrrœkjur
1 msk karrí
1 dl rjótni
Salt ogpipar
1 stk eggjarauða
Sjóðið hrísgrjónin og kælið.
Steikið skötusel eða humar í
stutta stund og setjið rækjur
og hrísgrjón á pönnuna.
Kryddið með karrí, salt og
pipar, bætið rjóma við og takið
af hitanum þegar ijóminn fer
að krauma.
Bætið reykta laxinum á
pönnuna og látið standa í
nokkrar mínútur. Skerið 15cm
hring úr smjördegi, setjið
blönduna á miðjuna og búið
til hálfmána.
Penslið með eggjarauðunni
ogbakiðviðl80ocí20 mínútur.
Borið fram með salati.
AOALRÉTTUR
Lambarifjur
með pestói
jyrir 6 manns
1500gr lambafillet
með rijjum
Pestó rasp:
100 gr bráðið smjör
4 tsk pestó grœnt
1 dl brauðrasp ( bakarí)
Rósmarinsósa:
6 dl lambakjötssoð
eða vatn og 3 teningar
1 -2 greinarferskt rósmarin
Sósujafnari
Brúnið kjötið á öllum hliðum
á pönnu og setjið á ofngrind.
Hrærið pestó og rasp saman
við smjörið. Smyrjið á kjötið
og bakið við 150°c í 15-20
mín og setjið á grill síðustu 2
mínúturnar.
Sósan:
Látið suðuna koma upp á
lambakjötssoðinu, kryddið með
rósmarin og þykkið. Borðað
með steiktu grænmeti.
EFTIRRÉTTUR
Litla syndin Ijúfa
140 gr smjör og viðbót til
að smyrjaformin
140 gr 70% súkkulaði
2egg
3 eggjarauður
140 grflórsykur
60 gr hveiti
Setjið smjör og súkkulaði í
pott og bræðið. Þeytið egg og
eggjarauður, bætið flórsykri
við og þeytið vel. Hellið
súkkulaðiblöndunni saman
við og hrærið að lokum hveiti
saman við. Setjið deigið í
form, rúmlega 1 dl í hvert
og bakið í 11-12 mínútur án
blásturs.
Bökunartíminn skiptir
öllu (súkkulaði á að leka
úr kökunni þegar hún er
borðuð). Borðað heitt með ís.
Verði ykkur að góðu!
GUÐMUNDUR VALTYSSON
Vísnaþáttur 500
Heilir og sælir lesendur góðir.
Þá er sú stund að renna upp að þáttur
nr. 500 liti dagsins ljós. Finnst mér með
ólíkindum hvað það líf hefur enst sem
hóf göngu sína 1. apríl 1987. Án efa
er undirstaða þess góð samskipti við
lesendur, og góðvild þeirra í garð þáttarins,
ásamt því efni sem þeir góðfúslega hafa
lagt til. Vegna þessara tímamóta hafa
nokkrir tryggir lesendur haft samband
við mig og lagt til að í þessum þætti yrðu
riíjaðar upp fallegar visur sem birtust
í þessum þætti 1987-88. Finnst mér
gaman að rifja þær upp og vel það efni
af handahófi án þess að geta komið að
nema örlitlu sýnishorni af því ágæta efni
sem þá var til umfjöllunar. Gaman að
byrja á þessari fallegu hringhendu Jóns
Péturssonar frá Nautabúi.
Sólin vangar völl ogskörð
vefla tangann báru eykur.
Blómin anga, brosirjörð
blítt ífangið vindur leikur.
Vilhjálmur Benediktsson bóndi á
Brandaskarði var eins og margir vita
kunnur hagyrðingur á sinni tíð. Hef ég
verið svo heppinn að geta birt eftir hann
margar ágætar vísur í þessum þáttum.
Bróðir hans Valdimar Benediktsson sem
lést ungur orti einnig af mildlli snilld.
Þessar munu vera eftir hann.
Hœgur blcer um hauðurfer
húmið færist yfir.
Friði kœrumfaðmað er
flest sem grœr og lifir.
Hátign mest í heimi sést
hrifinflest er öldin.
Þegar í vestri sólin sest
sumar bestu kvöldin.
Klökknar afbliðu oggleði geð
glóey skrýðir hjalla.
Svanir líða sunnan með
sœluhlíðumfialla.
Mikill sannleikur felst í þessari vísu,
Gunnars Oddssonar bónda í Flatartungu,
sem mun vera ort er hann staldraði við á
eyðibýli.
Söknuð drengjum sagan vekur
sorgarstrengi snertir hún.
Þarsem enginn eld upp tekur
ogekki eru lengurslegin tún.
I þætti sem birtist haustið '88 eru þessar
fallegu vísur eftir Júlíus Jónsson bónda á
Mosfelli í Svínadal.
Fornar leiðirfákinn ber
flarri leiða ströndin.
Unað seiða alltaf mér
alfrjáls heiðalöndin.
Sólin breiðir bjarma á ný
blakka leiðir gjalla.
Heiðin seiðir arma í
eftirreiðakalla.
Sama haust birtist þessi vísa sem ort
er í Bugaskála á Eyvindarstaðaheiði.
Höfundur Kristján Stefánsson í Gilhaga.
Þó aðfrysti ogfólni blað
finnst mér list að una.
Þeir sem gista þennan stað
þakka vist og muna.
Ein kemur enn frá umræddu hausti,
er birtist í þætti nr. 58. Er hún ort á
gleðslcaparstund í göngum á Eyvindar-
staðarheiði. Höfundur Árni Gíslason
bóndi í Eyhildarholti í Skagafirði.
Oft á göngu um œvisvið
iðkum söng oggaman.
Og við Strönguhvíslar klið
kveðum löngum saman.
Ingibjörg Sigfúsdóttir frá Forsæludal
mun vera höfundur að þessari.
Sól að vanda björt og blíð
brosin landi gefur.
Gráan sand oggrœna hlíð
geislabandi gefur.
Eftir þessar góðu haustvísur, kólnar og
kaldur vetur boðar sína komu. Það er
Jónas Tryggvason frá Finnstungu sem
orðar hans vist svo fallega.
Tmans letur tvírœtt enn
takmörk setur öllum.
Kaldur vetur kemur senn
kólguhret á fiöllum.
Munþessi vísa ort 8. október 1945.1 þætti
nr. 61 er dálitið fjallað um pólitíkina og
gefúr þar að líta meðal annars þessa vel
gerðu hringhendu, eftir hinn kunna
hagyrðing og skáld, Rósberg G. Snædal.
Gunnar skartarglœst með lið.
Geiri margt á hyggur.
Nú er svart því sjálfstœðið
sundur partað liggur.
Gaman hefði verið að geta haft þessa
upprifjun lengri, þvi margar snjallar og
góðar vísur er að finna á þessum tveim
fyrstu árum þáttarins. Þakka lesendum
innilega fyrir góð samskipti á þessum
liðnu árum og vona að svo verði enn
um sinn. Kveð með heimagerðri vísu
sem var til eitt sinn er lögð voru drög að
næturævintýri með glæsilegri mey.
Lífið œtti létt aðfalla
lánið bœtti þennan stað.
Efég mætti höjði halla
hjartaslætti þínum að.
Verið þar með
sæl að sinni.
Guðmundur
Valtýsson
Eiríksstöðum
541 Blönduósi
Sími 452 7154