Feykir


Feykir - 04.06.2009, Blaðsíða 10

Feykir - 04.06.2009, Blaðsíða 10
NÝPRENT ehf lO Feykir 22/2009 LAUGARDAGINN 6. JUNI Tengill og Canon standa fyrir Ijósmyndamaraþoni á Króknum tengdu Sjómannadeginum laugardaginn 6. júní. Veglegir vinningar fyrir 1., 2. og 3. sæti. Þú mætir með stafrænu myndavélina þína í gömlu Matvörubúðina að Aðalgötu 8 á milli kl. 10-12 og skráir þig til leiksog færð allar upplýsingar um myndefni og leikreglur maraþonsins. Allir þeir sem eiga stafræna myndavél eru hvattirtil aðtaka þátt í skemmtilegum leik. Aldurstakmark frá 10 ára og uppúr! Starfsmenn tölvudeildar Tengils og Canon verða í dúndurstuði í gömlu Matvörubúðinni en þar verða Canon vörur kynntarfrá kl. 10-17. Þangað getur þú mætt með myndina þína og fengið hana útprentaða. Sérfræðingar veita ráðleggingar um val á prenturum og pappír svo fátt eitt sé nefnt. <§> sense —KTenflit! chjDI— TENGILL TÖIVUPEIID BORGARFIOT 27 SAUÐÁRKROKI t 455 7900 Árskóla slitið Sauðárkrókur Föstudagskvöldið 30. maí var Árskóla slitið við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki að viðstöddu fjölmenni. Það voru nemendur i 9. og 10. bekk sem kvöddu skólann sinn, þeir yngri firam á haust en hinir eldri fyrir fullt og allt. Yngri bekkir skólans kvöddu hann fyrr um daginn. Óskar Björnsson skólastjóri sagði í ræðu sinni að búið væri að teikna og hanna viðbygg- ingu við skólann og loksins sæist fyrir endann á húsnæðis- vandræðum þeim sem oft væri búið að tala um í gegnum árin en framtíðarsýnin væri að allt skólahald væri undir sama þaki en það fer fram í tveimur skólahúsum auk tveggja smáhúsa á lóð skólans á Freyjugötu. Verðlaun voru veitt fyrir góðan árangur í hinum ýmsu greinum og góðar kveðjur og heilræði fengu útskriftarnemar frá Óskari sem sagði að einkennisorð skólans „lifa, leika, læra“ ættu að fylgja þeim gegnum lífið því það ætti að vera skemmtilegt og lærdóms- ríkt. Einnig kom fram að skólinn ætti því láni að fagna að honum helst vel á starfsfólki sínu en engar breytingar eru á starfsliði skólans fýrir utan eina unga konu úr Lýtó, eins og Óskar orðaði það, en Margrét Pétursdóttir hættir nú vegna aldurs. Voru henni þökkuð vel unnin störf og verður hennar sárt saknað af samstarfsfólki og ekki síst nemendum en hún hefur starfað sem gangavörður í um áratug. Fyrrverandi nemendur ávörpuðu gesti og voru þar á ferð tuttugu- og þjátíu ára útskriftarnemar. Minntust þeir verunnar í skólanum á skemmtilegan hátt og riíjuðu upp nokkur atvik er kitluðu hláturtaugar áheyrenda. Færðu þeir skólanum góðar gjafir sem koma ættu skóla- starfinu vel. Formaður nemendaráðs, Snæbjört Pálsdóttir, ávarpaði gesti fyrir hönd útskriftanema og gerði grein fyrir félagsstarfi vetrarins og rifjaði upp nokkur „ljóskumóment" úr skóla- ferðalaginu til Danmerkur og kvaddi kennara og starfsfólk skólans. Skólasöngurinn sunginn af 10. bekkingum. 798 Grísakótilettu Camembert 150 gr. 298 298 Höfðingi blár 150 gr. 2' Kaffi Royal400 gr. 249, First price hveiti 2 kgJlJ! First price hafrakex 400 89 gr. 129 Ritz kex 200 249 Frón mjólkurkex 400 gr. 139 First price spaghetti 1 k First price Kornflex 500 kg 219 gr Colgate tannkrem bla mint 75 mt. Colgate tannkrem karies k. 75 ml. 209 Effect uppþvottalögur 500 ml. First price uppþvottalögur 500 I 79 79 ml

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.