Feykir


Feykir - 04.06.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 04.06.2009, Blaðsíða 6
6 Feykir 22/2009 OPNUVIÐTAL Feykis Guömundur Valtýsson Vísnaþáttur númer 500 lítur dagsins Ijós í Feyki í dag kemur út vísnaþáttur númer 500 en þessi þáttur hefur birst óslitiö í 22 ár. Þaó er Guömundur Valtýsson bóndi á Eiríksstööum í Svartárdal sem hefur haft veg og vanda aó þættinum frá upphafi en hann hóf göngu sína 1. apríl áriö 1987. Þaó vará balli í Miögarói sem Guómundur talaói vió þáverandi ritstjóra Feykis og hugmyndin varö aö veruleika. -Það bar þannig til að ég fór á árshátíð Hestamanafélagsins Stíganda og hitti þáverandi ritstjóra Feykis, Ara Sigurðsson sem kenndur er við Holtsmúla. Ég segi honum að mér finnist vanta vísnaþátt í blaðið því það sé svo mikið af vísum og hagyrðingum á þessu svæði okkar. Hann tekur mig á orðinu og skorar á mig að gera þetta en ég reyndar neitaði í fyrstu. Ég ætlaðist ekki til þesss að ég sæi um þetta en seinna um nóttina jánkaði ég þessu og úr varð að fyrsti þátturinn birtist 1. apríl 1987 og einmitt með efni af þessari samkomu. Strax í upphafi var tekin ákvörðun um að hafa þáttinn í öðru hverju blaði en það hefur komið fyrir að það hafi aðeins brenglast en þá kemur þátturinn út tvisvar í röð, segir Guðmundur og nefnir að fljótt kom í ljós að nauðsynlegt þótti að númera þættina því fólk var að koma með athugasemdir eða vitna í fyrri þætti og þá var betra að hafa þá auðmerkta. Á tímum tölvu og ljósleiðara er gamla aðferðin enn við líði hjá Guðmundi en hann skrifar þættina upp á blað og sendir með pósti eða einhverjum sem er á leið á Krókinn og kemur því til blaðsins. En hvernig skildi Guðmundi berast visurnar. -Það hefur verið misjafnt í gegnum tíðina. Hér fyrstu árin var mikill áhugi á þessu hjá lesendum og mér bárust fjöldamörg bréf. Þetta var allskonar efni, sumt notaði ég og annað ekki, segir Guðmundur og bætir við að hann hafi talið það nauðsynlegt að meta það sjálfúr hvað hann notar og hvað ekki. - Það verður að segjast eins og er að sumt er ekkert sérstakt, en það er því miður þannig að fólk getur ekki sjálft metið það. Fólkið hefur áhuga á þessu og langar til að vera með og vilja til þess að láta eitthvað frá sér fara og mér leiðist að vera að skifta mér eitthvað af því og vil helst ekki vera að finna að við fólk eða lagfæra hjá því. En aðrir eru snjallari í þessu og þeim finnst að þá eigi ekki að birta nema eitthvað ákveðið, en þetta hefur þróast svona, og ég er að gera þetta þannig að flestir séu ánægðir. En það er misjafnt hvað fólki finnst hvað er gott og hvað er slæmt í þessu. Oft eru það gamlar vísur sem Guðmundur dregur upp úr glatkistunni og segir hann að á seinni árum hafi svo verið og ekki allir ánægðir með það svo sem en það skapast fyrst og Guðmundur á hlaðinu á Eiriksstöðum í Svartárdal.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.